Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Klukkur kalla, loft- ið ómar af himneskri dýrð. Fullkomin feg- urð gerir vart við sig, helgir hljómar rísa úr djúpi hversdagsleik- ans til dýrðar fædd- um frelsara. Í flestum hjörtum ríkir barnsleg eft- irvænting og heilög kyrrð færist yfir. Minningarnar lýsast upp hver af annarri, sumar ljúfar aðrar sárar en flestar þó vonandi bjartar og fagrar. Við sjáum fyrir okkur myndir úr æsku, finnum ilminn úr eldhúsinu. Hangikjöt, mandarínur, epli og greni. Mamma og pabbi, afi og amma, frænkur og frændur, jólatré og kertaljós, gjafir og leik- ir, faðmlög og kossar. Andi og ilm- ur fortíðar sem eiga svo djúpan sess í minningu okkar og vitund. Heilög hátíð. Frelsari er fædd- ur. Við upplifum hátíð kærleika og friðar, ljóssins og lífsins. Frið- arhöfðinginn, frelsarinn eini, líf- gjafinn eilífi er gjöf Guðs til þín og til mín. Aftur og aftur Aftur og aftur fáum við að upp- lifa þá fegurð sem jólunum fylgir, ilm himnanna. Allt verður svo ólýsanlega heilagt. Við hlöðum niður ógleymanlegum myndum í albúm minninganna. Sjálfur Guð, skapari þinn og lausnari, er að minna þig á sig. Hann er kominn í heiminn til að bjóða þér samfylgd, eilífa samfylgd, eilíft líf. Og gjöfin stærsta en yf- irlætislausa getur nýst okkur í hvers- deginum. Hún verður staðreynd í hverju hjarta sem opnar sig og tekur á móti henni af auðmýkt og þakk- læti. Gjöfin er til þín. Hann er hjá þér. Hann er þinn. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heim- inn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann. “ (Jóhannes- arguðspjall 3:16-17.) Aftur og aftur, ár eftir ár, gefst okkur tækifæri til þess að upplifa þá ástarsögu sem jólin eru. Þau vísa okkur veginn til stjörnu- bjartra nátta, að eilífu sumri, þau vísa okkur veginn til lífsins. Friður jólanna fæst ekki keypt- ur en við megum þiggja hann. Hann er þinn. Gjöf sem nýtist í hversdeginum. Allt sem þú þarft á að halda til þess að komast af er barnið í jötunni sem forðum fædd- ist í Betlehem. Ljós lífsins Látum eftir okkur og njótum þess að láta þá ástarsögu sem jól- in eru hafa áhrif á okkur svo af- leiðing þeirra verði ljós í tilver- unni og nýtist okkur í hversdeginum. Leyfum jólunum að færa okkur fögnuð í hjarta, fyr- irgefningu og frið, trú, von og kærleika, ljós og líf, svo við getum borið ávöxt eins og okkur er ætlað og orðið samferðafólki okkar til blessunar og Guði skapara okkar til dýrðar. Látum ekki öfl myrk- ursins ræna okkur jólaljósinu og þeim kærleika og friði sem því, barninu í jötunni, Jesú Kristi, frelsara heimsins fylgir. Mætti hann sem er ljós heims- ins tendra ljós sitt í hjörtum okk- ar svo við göngum ekki í myrkri heldur með ljós lífsins í hjarta og okkur við hlið. Pössum upp á að ekki verði blásið á ljós lífsins sem okkur hefur verið gefið eða að reynt verði að slökkva það eða ræna okkur því. Höldum vöku okkar í bæn og biðjum lífgjafan eilífa, góðan Guð, um að viðhalda ljósinu í hjörtum okkar og að það tendrist síðan frá hjarta til hjarta samferðafólki okkar, börnum og komandi kyn- slóðum til eilífrar blessunar. Áhrifamesta ástarsaga allra tíma Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Aftur og aftur fáum við að upplifa þá feg- urð sem jólunum fylgir, ilm himnanna. Höf- undur og fullkomnari lífsins er að minna þig á sig. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur. Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 8/12 var spilaður eins kvölds tvímenningur. 20 pör mættu til leiks. Hæsta skor kvöldsins í Norður/ Suður: Oddur Hannesson - Árni Hannesson 280 Haraldur Sverriss. - Þorleifur Þórarinss. 270 Guðm. Leó Guðmss. - Benedikt Egilss. 234 Austur/Vestur: Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfsson 265 Snorri Markúss. - Ari Gunnarsson 250 Þröstur Reyniss. - Úlfar Reynisson 232 Þetta var síðasta spilakvöld á þessu ári.Við byrjum aftur að spila á nýju ári sunnudaginn 5/1 2014. Þá verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14 á sunnudögum kl. 19. Gunnlaugur og Arnór efstir í Keflavík Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í þriggja kvölda jólatvímenn- ingi en tvö efst kvöldin gilda til sigurs. Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson eru efstir með 58,5% meðalskor. Úrslit sl. fimmtudag: Gunnl. Sævarsson - Arnór Ragnarsson 61% Svavar Jensen - Jóhannes Sigurðss. 55,3% Birkir Jónsson - Gunnar Guðbjss. 54,7 Ingvar Guðjónsson - Guðjón Einarsson 50% Síðasta umferðin verður spiluð 19. des. í félagsheimilinu á Mánagrund kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.