Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 28
28 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Sjálfsagt renni ég við í bakaríi á leiðinni úr Njarðvík og kemmeð tertu á þingflokksfund sem er eftir hádegið. Kvöldið ertekið frá fyrir jólatónleika á Rósenberg með Borgardætrum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún er 40 ára í dag. Hún ætlaði að eiga skemmtilega stund með fjölskyldunni um helgina. Skyldustörfin kalla hins vegar á deginum stóra sem markar tímamót, því máltækið segir að allt sé fertugum fært. Silja var kjörin á þing í vor, en hún hafði áður tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi. „Alþingi er áhugaverður vinnustaður. Verkefnin eru krefjandi en skemmtileg. Starfið er líka mjög málefnalegt þvert á flokka. Það er helst nú undir jólin þegar verið er að afgreiða fjár- lög sem ágreiningur er um framgang mála,“ segir Silja Dögg sem er sagnfræðingur að mennt. Hefur m.a. starfað við fjölmiðla og var að- stoðarmaður HS Orku áður en pólitíkin tók annað yfir. „Áhugamál eru samofin starfinu, að tala við fólk og setja sig inn í málefni og fleira. En síðan er gott að geta kúplað sig frá þessu, farið út að ganga, skreppa í sumarbústað, hitta vini og svo framvegis. Þetta er lífið sjálft,“ segir Silja Dögg sem er gift Þresti Sigmunds- syni og eiga þau þrjú börn, 17, 7 og 4ra ára. sbs@mbl.is Silja Dögg Gunnarsdóttir er 40 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fertug Alþingi er áhugaverður vinnustaður. Verkefnin eru krefjandi en skemmtileg,“ segir afmælisbarnið Silja Dögg Gunnarsdóttir. Þingflokksterta og tónleikar í kvöld Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Njarðvík Óliver Ágúst fæddist 18. desember kl. 15.52. Hann vó 3.040 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Xinxin Chai og Magnús Þór Krist- ófersson. Nýir borgarar Stykkishólmur Glódís Júlía fæddist 2. september kl. 8.30. Hún vó 3.220 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Svava Pétursdóttir og Elvar Már Eggertsson. E lías Ketilsson sjómað- ur fæddist á Jaðri í Bolungarvík 16.12. 1928 og ólst upp í Bolungarvík og á Neðri-Bakka í Langadal frá níu ára aldri og þar til hann varð 14 ára. Elías naut barnaskólamennt- unar í Barnaskólanum í Reykja- nesi við Djúp frá 10 ára aldri og þar til hann varð 13 ára. Þar með lauk skólagöngunni og lífsbaráttan hófst. Elías var í vinnumennsku á Hóli í Bolungarvík í tvö ár og síðan á síldarplani í tvö sumur á Siglufirði 1947 og 1948, en stundaði síðan Elías Ketilsson, sjómaður í Bolungarvík – 85 ára Með börnum sínum Talið frá vinstri: Elías Þór, Ásgeir, Ketill, Elías, Guðlaug, Dóra María, Bára og Jón. Varð söngvari á Kan- aríeyjum á efri árum Á Kanaríeyjum Elías í léttri sveiflu með Örvari Kristjánssyni í fyrra. Ljósmynd/Víkari Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm 58,900 kr m vsk Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.