Morgunblaðið - 16.12.2013, Síða 32

Morgunblaðið - 16.12.2013, Síða 32
Veiðar og vötn „Þessi saga er öll svo uppfull af skringileg- heitum og ævintýrum að það var erfitt að hætta þegar mað- ur var kominn af stað,“ segir Sölvi Björn. VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók er tveggja binda verk eftir Sölva Björn Sigurðsson. Þetta er mikið verk með fjölda mynda og Sölvi Björn er spurður hvort í upp- hafi hafi staðið til að skrifa svo firna- miklar bækur um þetta efni. „Það var nú alltaf hugmyndin, bæði hjá mér og forleggjaranum, að gefa út svolítið stóra bók um veiði- skap,“ segir Sölvi Björn. „Bók sem fjallaði um þetta náttúrusport frá sem flestum hliðum og hægt væri að opna og glugga í, blaða í gegnum eða lesa frá síðu til síðu, allt eftir því hvernig maður er stemmdur. Við héldum reyndar að þetta kæmist fyrir í einu bindi en þegar á hólminn var komið reyndist það ekki hægt. Mig langaði að fjalla um allt land- ið og ekki bara þekktustu árnar heldur líka holtin og hæðirnar þar sem fiskar hafa leynst í gegnum ár- in. Svo blönduðust allar sögurnar inn í þetta. Er hægt að sleppa því að segja frá urriða sem lifði í brunni í Oxfordskíri og át brauð úr lófa eig- anda síns þar til hann drapst úr þurrki á gamalsaldri, kominn á sex- tugsaldur? Það var um mjög auð- ugan garð að gresja og þessi tvö bindi urðu niðurstaðan.“ Fyrra bindið er helgað sögu stangveiða hér á landi. Hvernig gekk að finna allar þessar upplýs- ingar? „Ég sló inn orðin lax, silungur og vatn í leitargluggana á bókasafninu. Leitin hófst í raun alveg frá grunni. Mig langaði að þessi leit fyndi sér sinn eigin farveg, mótaðist ekki um of af nýjustu fréttum en fæli í sér þrá veiðimannsins, ef svo má segja, þegar komið er að ókannaðri á. Ég vildi síður ganga frá henni fyrr en ég hefði hið minnsta skyggnt flesta hyljina, fór í annálana og fornbréfa- söfnin og ýmsar sérkennilegar Ís- landslýsingar frá fyrri tíð þar sem finna mátti greinargóðar lýsingar á vatnafari, fiskum og skrímslum. Þetta grúsk vatt upp á sig og dróst á langinn. Ferðalýsingar útlendinga voru líka ágætis grunnur. Jón Indíafari lýsir einhvers konar stangveiði- aðferð í sinni ferðabók og það má finna heilan helling um veiðiskap í átjándu aldar bókmenntum, bæði Jarðabókinni, Félagsritunum og ýmsum kraftaritum sem sneru að því að reisa veðurbörðu molbúana upp úr kómanu sínu. Jón Sigurðsson skrifaði tvær litlar veiðibækur í kringum 1860 þar sem hann lýsir því meðal annars hvernig Bretar eru farnir að leggjast út á norðurslóð til að veiða lax „því hann er fríðastur fiska og mest skemmtun að veiða hann“. Þarna eru líka lýsingar á Frökkum sem fönguðu ál í læknum sem rann úr Reykjavíkurtjörn og leiðbeiningar fyrir almenning um hvernig best er að smíða sér veiði- stöng. Ég skoðaði bréfasafnið hans Andrésar Fjeldsted og tilskrif þeirra Torfa Bjarnasonar í Bún- aðarskólanum, þar sem heilmargt kemur fram um laxveiðimenninguna á síðari hluta 19. aldar. Var ég nokk- uð búinn að minnast á Árna landfóg- eta? Hann skrifaði alveg frábæra grein um laxaklak sem er hrein un- un að lesa. Hið sama á við um skýrslur Þórðar Flóventssonar hrognabónda. Að hugsa sér að leggja í það á níræðisaldri, með tvo til reiðar og hrognadall í farteskinu, að ríða um landið þvert og endilangt til að kveikja fólki ástríðuna fyrir búskap ofan í árhyljunum, þar sem hægt er að rækta lítil „laxabörn“. Þessi saga er öll svo uppfull af skringilegheitum og ævintýrum að það var erfitt að hætta þegar maður var kominn af stað.“ Veiðiskrif eru víða talin til mark- verðra bókmennta. Hvernig telur þú stöðuna vera hér á landi hvað það varðar? „Þetta er orðin sæmilega löng og lífseig bókmenntagrein hér á landi og bókunum sem koma út um efnið virðist fjölga í seinni tíð. Veiðimað- urinn hóf göngu sína í stríðsbyrjun og fyrstu eiginlegu veiðibækurnar komu út í kringum 1950, þegar Guð- jón Ó. rak sína bókaútgáfu á Hall- veigarstígnum og gaf meðal annars út frásagnir Björns Blöndal og Guð- mundar Daníelssonar. Þarna er upphafið og ég held að það megi full- yrða að þessir menn hafi kynnt sér erlendar veiðibækur að einhverju marki og mótast af komum útlend- inga hingað til lands, frásögnum þeirra og þessum menningarheimi sem fylgdi. Þegar Stefán Jónsson fer að skrifa sínar bækur um veiði- skap má segja að þessi skrif komist á svolítið æðra plan. Roðskinna er alveg mögnuð bók og hefur þennan seið og þessa tilfinningu sem bara bestu bækur geyma, alveg frábæran húmor og stílsnilld. Ástin á viðfangs- efninu er svo sterk. Mér skilst að í Bretlandi hafi engin bók, utan bibl- íunnar, verið prentuð oftar en The Complete Angler og það fer að koma tími á að endurútgefa Roðskinnu. Það væri ekki leiðinlegt að koma að því verkefni.“ Ert þú sjálfur ástríðufullur veiði- maður? „Ég ólst upp í kringum veiðimenn frá blautu barnsbeini og fékk þetta bara í blóðið. Veiðimennskan var mjög stór hluti af minni barnæsku. Árbakkinn var okkar kaffihús þar sem heimsmálin voru rædd með hliðsjón af flóðinu og straumunum, blæbrigðum skýjanna og skilum bergvatnsins við jökulinn. Það mátti mæla hitastigið uppi á Bláfelli bara af litnum á ánni. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrr en löngu seinna, hversu mjög þetta mótaði mig. Menn eins og Arne Jakobsen og fleiri stangveiðimenn sem voru svo brennandi í andanum yfir strengjunum í ánni að þar samein- aðist allur heimurinn einhvern veg- inn. Ég á afskaplega fagrar minn- ingar frá því að rúnta á milli veiðisvæða með pabba og fylgjast með þessum körlum rækta sitt sam- band við kosmósið. Ég reyni að gera þetta eins og ég get á hverju sumri og finnst best að koma upp á sem af- skekktasta heiði. Þar fæ ég alltaf nokkra fiska sem ég læt reykja og dreg fram í skammdeginu.“ Talandi um ástríðu, veiðimenn eru iðulega með ólæknandi veiðidellu, ástríðu fyrir því að setja í fisk. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því? „Þetta er náttúrlega alveg svaka- legt kikk, það er bara ekkert hægt að neita því. Þessir fiskar sem hér gefast eru líka alveg afskaplega fal- legir, mjög tignarlegar skepnur,  Sölvi Björn Sigurðsson er höfundur bókanna Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók »Er hægt að sleppa því að segja frá urriðasem lifði í brunni í Oxfordskíri og át brauð úr lófa eiganda síns þar til hann drapst úr þurrki á gamalsaldri, kominn á sextugsaldur? Náttúrusport frá öllum hliðum Munið að slökkva á kertunum Gangið úr skugga um að undirlag kerta sé og kertaskreytinga óbrennanlegt Slökkvilið höfuborgasvæðisins Jón Víðir 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.