Morgunblaðið - 16.12.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 16.12.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Tryggvagötu 18 - 552 0160 Pelsfóðurskápur Pelsfóðursjakkar Æsispennandi bók sem þú leggur ekki frá þér Hermann Ingi RagnarssonHannah Shah Falleg og skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri Hannah Shah Dóttirin SÖNN SAGA AF FLÓTTA UNGRAR KONU ÚR KLÓM OFBELDIS OG MISNOTKUNAR DRAUMAEYJAN Hermann Ingi Ragnarsson Sönnsaga ÁHRIFARÍKAR BÆKUR SEM VEKJA LESENDUR TIL UMHUGSUNAR Björn Már Ólafsson María Margrét Jóhannsdóttir Félagið Píratar í Reykjavík var stofnað um helgina, sem svæðisbundið aðildarfélag Pírata. Ákveðið var á stofnfundi að bjóða fram lista í nafni Pírata í borgarstjórnarkosningunum árið 2014. Kosið verður um listann í rafrænni netkosningu meðal félagsmanna. Þegar hefur verið opnað fyrir framboð en tímasetning kosninganna verður aug- lýst síðar. Finna fyrir miklum áhuga Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var for- maður Pírata í Reykjavík á fundinum, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga meðal fólks og reiknar hann jafnvel með því að flokkurinn nái inn tveimur til þremur mönnum í borgarstjórn. „Miðað við stöðuna núna, áður en búið er að móta stefnu og skipa framboðslista, er ekki ólík- legt að við náum inn tveimur til þremur mönnum. Það er allt opið. Við hvetjum alla áhugasama til að koma og vera með okkur en þetta framboð snýst ekki síst um það að hvetja fólk til þess að taka þátt í pólitísku starfi,“ segir Halldór. Spurður um helstu áherslumál Pírata í Reykja- vík nefnir Halldór gagnsæi og lýðræðiseflingu. „Grunngildi Pírata eru mjög skýr og þó að eig- inleg málefnavinna sé ekki hafin má reikna með því að þau verði útfærð í einhverju formi og þá á ég við gildi á borð við gagnsæi, lýðræðiseflingu og það að færa vald nær fólki og auka sjálfsákvörð- unarrétt þess.“ Þá sér Halldór fyrir sér að hægt sé að nýta netið meira í þágu lýðræðis, til dæmis með því að stjórn- málamenn fái álit fólks á því sem er að gerast í borgarstjórn. Kosningar Píratar freista þess að komast í borgarstjórn. Kosið verður um lista Pírata í netkosningu. Telja sig geta náð tveimur inn  Píratar bjóða fram í Reykjavík  Kosið verður um listann á netinu  Hvetja fólk til að taka þátt í pólitísku starfi  Málefnavinna er ekki hafin Morgunblaðið/Rósa Braga Tillaga bæjarfull- trúa Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði þess efnis að hefja undirbúning sölu- ferlis á hlut bæj- arins í HS Veit- um var felld með sex atkvæðum gegn fimm á bæj- arstjórnarfundi í seinustu viku. Bærinn á 15% hlut í félaginu en fram kemur í grein- argerð bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, sem Rósa Guðbjarts- dóttir lagði fram, að verðmæti hlutarins sé um 1,5 milljarðar króna. „Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfé- lagsins sem einkum felst í þungri skuldabyrði og háum fjármagns- kostnaði er lagt til að hluturinn verði seldur,“ segir í greinargerðinni. Meirihluti bæjarstjórnar hefur hins vegar lýst því yfir að bærinn muni ekki selja hlut sinn í félaginu. kij@mbl.is Vilja selja hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir - með morgunkaffinu Þorkell Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði og eiturefnafræðum við Háskóla Íslands, varð í gær bráð- kvaddur, 84 ára að aldri. Þorkell fæddist 30. september árið 1929 í Hafnarfirði. Kjörforeldrar Þorkels voru Jóhannes Sófus Jónsson og Bergþóra Júlíusdóttir. Þorkell útskrifaðist sem cand. med. árið 1957 og með doktorsgráðu frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1967. Hann varð próf- esor í lyfjafræði við læknadeild Há- skóla Íslands og stundaði kennslu um árabil. Þá varð hann forseti læknadeildar Háskóla Íslands árið 1970 og varaforseti árið 1974. Þor- kell veitti Rannsókn- arstofu í lyfjafræði forstöðu um áratuga skeið. Hann stundaði umfangsmikil rann- sóknar- og vís- indastörf allt til dauðadags. Þorkell lætur eftir sig eig- inkonu, Ester Egg- ertsdóttur, börn þeirra, Bergþóru, Þor- kel og stjúpdóttur sína Gunnvöru, dóttur Esterar. Þá lætur hann eftir sig tvo syni af fyrra hjónabandi, þá Einar og Jón Hoffman sem hann átti með Bodil Hoffman, fyrri eiginkonu sinni, auk sonarins Jó- hannesar sem hann átti með Hólm- fríði Júlíusdóttur. Að ósk hins látna mun útförin fara fram í kyrrþey. Andlát Þorkell Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.