Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Í upplýsingum á vef Bjartrar fram-tíðar segir: „BF er lýðræðisafl sem vill breyta stjórnmálum á Ís- landi þannig að þau einkennist af meiri yfirvegun, meiri trú á lýðræð- islegum og upp- lýstum ákvarð- anatökum og meiri áherslu á ábyrgð og skyldu hvers og eins til þessa að leggja fram hugmyndir og lausnir.“    Þar segir einnig:„Nýtum beint lýðræði og þátttöku almennings betur.“    Og það var auðvit-að í þessum lýð- ræðisanda sem valið var á lista BF til borgarstjórnar sem kynntur var í liðinni viku.    Þar var sagt frá því að S. BjörnBlöndal mundi leiða listann og hverjir fylgdu í næstu sætum og al- veg niður í sæti fimmtán og sextán þar sem borgarfulltrúarnir Einar Örn Benediktsson og Karl Sigurðs- son verma örugg ekki-borgarfull- trúasæti.    Sá fyrrnefndi hafði fyrir nokkrumvikum gælt við þá hugmynd að verða borgarstjóraefni flokksins og fram kom í fréttum að sá síðarnefndi hefði einnig hug á að sitja áfram í borgarstjórn.    Hið sama á við um Pál Hjaltasonsem tók við af Óttari Proppé sem borgarfulltrúi í vor. Hann skip- ar 13. sæti nýkynnts lista.    Hvað gerðist í dimmum skúma-skotum Bjartrar framtíðar sem varð til þess að þrír borgar- fulltrúar voru óviljugir látnir taka pokann sinn? S. Björn Blöndal Lýðræðislegt leyni- makk að hætti BF STAKSTEINAR Einar Örn Benediktsson Veður víða um heim 15.12., kl. 18.00 Reykjavík -4 skýjað Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -9 skýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 7 skýjað Ósló 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 3 heiðskírt Brussel 7 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 6 skúrir London 12 skýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 7 alskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 6 léttskýjað Moskva -10 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 10 heiðskírt Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -33 léttskýjað Montreal -12 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago -9 alskýjað Orlando 19 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:18 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:04 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:49 14:35 DJÚPIVOGUR 10:57 14:50 Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum Stjórnendur Framhaldsskól- ans á Húsavík vilja koma á fót námsveri á Rauf- arhöfn þar sem nemendur á framhalds- skólaaldri gætu stundað nám sem haldið yrði úti af skólanum. Í samtali við Morgunblaðið segir Dóra Ármannsdóttir skólameistari að skólinn hafi mikinn áhuga á að þjónusta alla framhaldsskólanem- endur í Norðurþingi. „Norðurþing nær yfir stórt svæði og eiga ekki allir íbúar þess kost á að sækja framhaldsskóla í næsta nágrenni. Okkur datt því í hug, og lýstum yfir áhuga á því, að bjóða upp á fjarnám fyrir nem- endur á Raufarhöfn.“ Brýnt sé að allir nemendur í sveitarfélaginu fái tækifæri til að ljúka að minnsta kosti fyrsta ári í framhaldsskóla í sinni heimabyggð. Útvega þyrfti aðstöðu fyrir nem- endur og ráða starfsmann sem gæti aðstoðað þá, segir Dóra. „Við- brögðin hafa verið ljómandi góð og er bæjarfélagið tilbúið til sam- starfs.“ kij@mbl.is Vilja stofna námsver Dóra Ármannsdóttir  Þjónusta nem- endur á Raufarhöfn Eldur kom upp í íbúðarhúsi skammt frá Vík í Mýrdal í gær. Húsið, sem er eyðibýli og nýtt sem sumarbústaður, var alelda en greiðlega gekk þó að slökkva eld- inn, að sögn Ívars Páls Bjartmars- sonar, slökkviliðsstjórans í Vík. Húsið var mannlaust. Slökkviliðsstjórinn segir að til- kynning hafi borist um mikinn reyk frá húsinu og fór slökkviliðið á Vík strax á vettvang. Það hefur yfir tveimur dælubílum að ráða en einn- ig naut það liðsinnis björg- unarsveitarinnar Víkverja. Mun rannsaka upptökin Ívar Páll segir að lögreglan muni nú rannsaka upptök eldsins. Húsið var í góðu ástandi en er nú mikið skemmt. Bærinn sem um ræðir heitir Suður-Hvammur og er vestan við þorpið í Vík. Eldur kom upp í íbúð- arhúsi skammt frá Vík Ljósmynd/Guðmundur Ragnarsson Eldur Greiðlega gekk að slökkva eldinn, að sögn slökkviliðsstjórans í Vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.