Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð Stórmeistarinn Helgi Ólafsson sigr- aði á Friðriksmóti Landsbankans sem fram fór á laugardag í útibúi bankans í Austurstræti. Helgi hlaut 9 vinninga í 11 skákum. Mótið var jafnframt Íslandsmótið í hraðskák þannig að Helgi telst því Íslands- meistari í hraðskák. Í 2.-3. sæti með 8,5 vinninga, urðu Ingvar Þór Jó- hannesson úr Taflfélagi Vest- mannaeyja og nýjasti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grét- arsson. Í 4.-7. sæti með 8 vinninga urðu Þröstur Þórhallsson, Andri Áss Grétarsson, Björn Þorfinnsson og Lenka Ptácníková. 80 keppendur tóku þátt í mótinu sem gerir mótið í senn eitt það fjöl- mennasta og sterkasta. Þetta var tíunda árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Ís- lands standa fyrir Friðriksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeist- ara Íslendinga. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einbeiting Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson tefldu á Friðriksmótinu. Mótið var haldið í tíunda skipti til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara. Eitt sterkasta mótið  Helgi Ólafsson sigraði á Friðriks- mótinu  80 keppendur tóku þátt í því Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skortur hefur verið á matreiðslu- og fram- reiðslufólki á Íslandi eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað sem koma til landsins. Mikið átak hefur verið gert hjá Mat- væla- og veitingafélagi Ís- lands (MATVÍS) og Sam- tökum ferðaþjónustunnar í að fá fólk í nám í þessum iðn- greinum sem hefur gefist vel að sögn Níelsar S. Olgeirs- sonar, formanns MATVÍS. „Það hefur gengið vel hjá okkur. Við erum með 200 nema á námssamningi í mat- reiðslu og 70 í framreiðslu núna sem þýðir að á næstu árum muni rúmlega 70 útskrifast í einu sem ég held að verði að telj- ast gott,“ segir Níels. Fagfólk í matvælaiðnaði hefur lengi haft áhyggjur og varað við þegar stefnt var að því að fá milljón ferðamenn til landsins að skortur yrði á menntuðu fólki í geiranum til að þjónusta gestina. „Svo skall þetta hraðar á en menn áttu von á og menn voru ekki búnir undir að mennta mannskapinn,“ segir hann. Eftirsótt vinnuafl erlendis Það er ekki aðeins vegna meiri eftirspurnar hér á landi sem skortur hefur verið á fólki í veit- ingahúsageiranum því íslenskir matvælaiðn- aðarmenn hafa verið eftirsótt vinnuafl erlendis að sögn Níelsar. „Við erum með svo góða menntun og höfum haldið svo vel í gamlar hefðir og meistarakerfið þannig að við erum eftirsótt vinnuafl og við missum töluvert mikið af nýútskrifuðum mat- reiðslumönnum til annarra landa. Sérstaklega núna á meðan launakjörin eru eins og þau eru,“ segir Níels og bendir á að matreiðslumenn geti fengið helmingi hærri laun í Noregi. Til þess að freista þess að fjölga fagfólki fékkst heimild frá menntamálaráðuneytinu til þess að fjölga nemum á vinnustöðum. Það segir Níels að hafi skilað sér. „Síðasta ríkisstjórn setti á laggirnar vinnu- staðanámssjóð þannig að fyrirtæki sem taka að sér að kenna nemum á vinnustaðnum fá stuðn- ing úr sjóðnum. Það hefur hjálpað gífurlega mikið. Fyrirtækin voru farin að tala um að það væri dýrt að hafa nema en nú eru þau farin að treysta sér til þess,“ segir Níels. Sem dæmi nefnir hann að nemum í fram- reiðslu hafi fjölgað um 140% en mikil aukning hafi orðið í matvælaiðngreinum almennt. Útlendingar fengnir hingað Níels segir að skortur á fagmönnum í mat- reiðslu og framreiðslu hafi bæði komið fram í því að ófaglært fólk sé ráðið til hjálpar í eldhús- um og útlendingar sem eru menntaðir í heima- landinu séu fengnir hingað. Nokkuð hefur vantað upp á að allir viti af því að útlendingar þurfi að fá starfsleyfi frá sýslu- manni til að geta kallað sig matreiðslumenn á Íslandi. Veitingamenn hafi því miður ekki alltaf beint fólki inn á réttar brautir í því, segir Níels. „Það hljómar eins og það sé mikið af ófag- lærðum útlendingum í greininni en að stórum hluta er þetta fólk sem er með menntun frá heimalandinu en hefur ekki fengið staðfestingu sýslumanns,“ segir hann. Átak í að fjölga fagfólki  Stóraukinn straumur ferðamanna og fjölgun veitingastaða kallar á fleiri matreiðslu- og framreiðslumenn  Nemum í framreiðslu fjölgaði um 140% Níels Sigurður Olgeirsson Morgunblaðið/Ómar Matreiðsla Íslenskir matvælaiðnaðarmenn hafa líka verið eftirsótt vinnuafl erlendis. Framkvæmdastjórn Lands- sambands sjálfstæðiskvenna harmar hversu hlutur kvenna er rýr í efstu sætum lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor ef niðurstöður prófkjörs verða látnar standa og hvetur kjörnefnd til þess að nýta sér það svigrúm til breytinga sem nefndin hefur. Í fréttatilkynningu hvetur framkvæmdastjórnin kjör- nefnd til þess að hafa það í huga að helmingur borgarbúa er konur og því mikilvægt að þær veljist til áhrifa ekki síður en karlar. Með þrjá karla í efstu sætunum sé því miður ekki hægt að halda því fram að konur muni hafa þar áhrif. „Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að Sjálfstæðisflokk- urinn nái góðu kjöri og komist til áhrifa í borgarstjórn. Borgarbúar eru orðnir langþreyttir á gjald- skrárhækkunum, litlu aðhaldi í rekstri borgarinnar samhliða verri þjónustu,“ segir þar m.a. Harma hversu rýr hlutur kvenna er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.