Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 29
lengst af sjómennsku og fisk- vinnslu. Elías átti báta og gerði út á ár- unum 1948-2010. Hann festi kaup á eins og hálfs tonna trillu, Von- inni, 1948, gerði út trilluna Sæ- björn frá 1956, keypti fimm tonna bát sem einnig hét Sæbjörn, 1969, og keypti 12 tonna bát 1977 sem varð þriðji Sæbjörninn og gerði hann út allan ársins hring til 2003. Þá átti hann bátana Glað 1984-88, Nönnu 1997-2000 og Nönnu II, 1999-2010, en seldi hann þá sonum sínum. Elías vann við skipaskoðun í nokkur ár og var lengi verkstjóri í rækjuvinnslunni hjá Íshúsfélaginu í Bolungarvík til ársins 1977. Skemmtir eldri borgurum Elías söng með Karlakórnum Örnum á Ísafirði um árabil. Auk þess tók hann oft lagið opin- berlega með öðrum sjómönnum í Bolungarvík á sjómannadaginn. Hann var kjörinn í ferðanefnd Fé- lags eldri borgara í Bolungarvík og hóf þá að skemmta á ferðalög- um félagsins með gamanmálum og söng. Undirtektirnar urðu afar góðar og hefur Elías oft haldið uppi fjörinu á samkomum eldri borgara síðan. Elías hefur farið til Kanaríeyja á hverjum vetri upp úr áramótum sl. áratug. Þar hefur hann sungið við undirleik Örvars Kristjánsson og skemmt með gamanmálum, meira og minna á hverjum vetri sl. 10 ár. Fjölskylda Elías kvæntist 26.12. 1950 Hall- dóru Jónsdóttur, f. 25.6. 1930, d. 19.10. 1965, húsfreyju. Hún var dóttir Jóns Guðna Kristjáns Jóns- sonar og Halldóru Kristjánsdóttur sem stunduðu búskap í Álftafirði. Börn Elíasar og Halldóru: Jón Elíasson, f. 27.10. 1950, sjómaður í Bolungarvík og á hann einn son; Guðlaug Elíasdóttir, f. 31.1. 1952, d. 3.7. 1954; Dóra María Elíasdótt- ir, f. 30.10. 1953, hárgreiðslukona og starfar við heimilishjálp í Bol- ungarvík en maður hennar er Oddbjörn Stefánsson og á hún þrjá syni; Guðlaug Elíasdóttir, f. 1.12. 1954, bókari í Bolungarvík, gift Sigurgeiri Jóhannssyni, bónda og verktaka, og eiga þau fjögur börn; Ketill Elíasson, f. 3.2. 1956, útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Bolungarvík, en kona hans er Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir og á hann tvö börn; Elías Þór Elías- son, f. 8.10. 1961, bílasmiður í Fellabæ, búsettur á Egilsstöðum en kona hans er Guðný Birgis- dóttir og á hann þrjú börn; Ásgeir Elíasson, f. 19.6. 1963, starfs- maður við skíðaaðstöðu í Bláfjöll- um, búsettur í Kópavogi og á hann tvö börn en kona hans er Bryndís Baldursdóttir tölvufræðingur og á hún einn son; Bára, Elíasdóttir f. 30.5. 1965, kennari í Reykjavík en maður hennar er Óskar Ármanns- son tölvufræðingur og eiga þau þrjú börn. Systkini Elíasar: Elín Ketils- dóttir, f. 4.8. 1912, d. 14.8. 1920; Sumarlína Ketilsdóttir, f. 31.7. 1914, d. 21.7. 1944, húsfreyja á Akureyri; Þórunn Ketilsdóttir, f. 5.10. 1916, d. 10.2. 1962, húsfreyja í Bolungarvík og í Hafnarfirði; Magnús Ágúst Ketilsson, f. 15.8. 1918, d. 15.2. 1983, síðast vinnu- maður í Eyjafirði; Lovísa Ketils- dóttir, f. 20.8. 1921, húsfreyja í Svíþjóð; Friðrik Guðmundur Ket- ilsson, f. 21.6. 1923, d. 7.9. 2008, húsasmíðameistari og safnari á Akureyri; Karl Ketilsson, f. 3.6. 1925, dó í frumbernsku; Vil- hjálmur Ketilsson, f. 16.3. 1926, d. 1939; Skúli Ketilsson, f. 5.11. 1930, húsasmiður á Akranesi; Lilja F. Ketilsdóttir, f. 21.4. 1932, hús- freyja í Bolungarvík; Guðlaugur K. Ketilsson, f. 24.10. 1934, bif- vélavirki á Akranesi, og Sigríður H. Ketilsdóttir, f. 29.6. 1936, hús- freyja á Akranesi. Foreldrar Elíasar voru Ketill Magnússon, f. 16.8. 1885, d. 26.1. 1962, húsasmiður og sjómaður að Jaðri í Bolungarvík, og k.h., Guð- laug Jónsdóttir, f. 26.7. 1894, d. 11.7. 1988, húsfreyja. Úr frændgarði Elíasar Ketilssonar Elías Ketilsson Rannveig Eiríksdóttir vinnukona á Hrafnseyri og víðar Þorsteinn Hallgrímsson b. á Búrfelli í Miðfirði Sigríður Þorsteinsdóttir vinnukona Jón Guðmundur Sigurðss. b. á Breiðabóli í Skálavík Guðlaug Jónsdóttir húsfr. á Jaðri Kristbjörg Friðriksdóttir húsfr. á Hofsstöðum í Reykhólasveit Sigurður Þorsteinsson hreppstj. á Bæjum Sigríður Magnúsdóttir húsfr. á Meiribakka Jón Einarsson b. á Meiribakka í Bolungarvík Elín Jónsdóttir húsfr. í Meirihlíð Magnús Jónsson b. í Meirihlíð í Bolungarvík Ketill Magnússon sjóm. og smiður á Jaðri í Bolungarvík Þóra Árnadóttir húsfr. á Hóli í Bolungarvík Jón Guðmundsson hreppstj. á Hóli í Bolungarvík ÍSLENDINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Geir fæddist í Reykjavík 16.12.1925, sonur Hallgríms Bene-diktssonar, alþm. og stór- kaupmanns, og k.h., Áslaugar Geirs- dóttur Zoëga. Hallgrímur var af Reykjahlíðarætt en Áslaug var dóttir Geirs Zoëga rektors. Eftirlifandi eig- inkona Geirs er Erna Finnsdóttir og eru börn þeirra fjögur. Geir lauk stúdentsprófi frá MR 1944, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1948 og stundaði framhaldsnám í lög- fræði og hagfræði við Harvard. Geir var framtakssamur og vinsæll borgarstjóri, 1959-72, sem hélt meiri- hluta sjálfstæðismanna í borginni í þrennum kosningum. Hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosning- unum 1974 er flokkurinn vann einn sinn stærsta sigur og fékk 42,7% fylgi. Hann var forsætisráðherra er landhelgin var færð út í 200 mílur 1975 og náði fullnaðarsigri í fisk- veiðideilum við Breta 1976. Auk þess náði ríkisstjórn hans góðum árangri í efnhagsmálum 1974-77. En „sólstöðusamningar“ vinnu- markaðarins, sumarið 1977, eyddu þessum árangri, ríkisstjórnin greip til óvinsælla efnahagsaðgerða, stjórnin féll og flokkar hennar töpuðu miklu fylgi 1978. Við tók ný vinstri stjórn sem sprakk eftir eitt ár og síðan löng stjórnarkreppa sem lauk með því að varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen, myndaði ríkis- stjórn með Framsókn, Alþýðu- bandalagi og nokkrum sjálfstæð- ismönnum í óþökk formannsins. Í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1982, beið Geir síðan ósig- ur fyrir „Hulduher“ Alberts Guð- mundssonar, lenti í 7. sæti listans, datt út af þingi og sagði af sér for- mennsku tæpu ári síðar. Hann var ut- anríkisráðherra 1983-86 og síðan seðlabankastjóri frá 1986. Geir var einn merkasti stjórn- málamaður síðustu aldar, vel mennt- aður og heiðarlegur hugsjónamaður, staðfastur en sanngjarn, vandvirkur, iðinn, óeigingjarn og umtalsfrómur. Hans pólitíska mótlæti dró fram með skýrum hætti marga þessa mann- kosti hans, en jafnframt lýðskrum og lesti ýmissa annarra. Geir lést 1.9. 1990. Merkir Íslendingar Geir Hallgrímsson 90 ára Rögnvaldur Gíslason 85 ára Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir Dóra Laufey Sigurðardóttir Elías Ketilsson Margeir Ingólfsson 80 ára Hanna Kjeld Sigríður Benny Jónasdóttir Þorsteinn Þorsteinsson 75 ára Alla Berta Albertsdóttir Fríða Jóhannesdóttir 70 ára Fanney Anna Reinhardsdóttir Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson Þorlákur Jóhannsson 60 ára Atli Gunnarsson Guðrún Kristín Ívarsdóttir Hermann Benediktsson Ingibjörg O. Sigurðardóttir Oddný Steinunn Sigurðardóttir Sigurður Gunnar Magnússon Sveinn Hall Másson 50 ára Agnar Jón Ágústsson Eusebio Rodrigues Costa Hans Bjarni Sigurbjörnsson Kristján Ásmundsson Oddur Helgi Bragason Ragnhildur Skúladóttir Viðar Freyr Viðarsson 40 ára Agla Þyri Kristjánsdóttir Aneta Wioletta Skrzypczyk Auðunn Snævar Ólafsson Berglind Helga Þorsteinsdóttir Douglas Arthur Place Heiðrún Svanhvít Níelsdóttir Helga Hrönn Þorbjörnsdóttir Ingibjörg Kristín Eiríksdóttir Leiknir Ágústsson Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir Silja Ágústsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Svavar Sigurður Guðfinnsson Trausti Kristinsson 30 ára Anna Borg Elsudóttir Antra Krumina Eva Björg Harðardóttir Guðbjörg Sigurðardóttir Guðrún Lilja Guðmundsdóttir Júlíus Karlsson Kristín Sigurðardóttir Laura Rimkute Lilja Gunnlaugsdóttir Martha Hermannsdóttir Sara Sigríður Ragnarsdóttir Sigurður Jens Sigurðsson Tomasz Piotr Kosniowski Úlfur Arnar Jökulsson Til hamingju með daginn 30 ára Valý ólst upp í Reykjavík, er búsett í Tókýó og er að ljúka háskólanámi í japönskum fræðum. Maki: Ingimar Hólm Guð- mundsson, f. 1980, forrit- ari í gervigreind. Foreldrar: Elsa Guð- mundsdóttir, f. 1951, starfsmaður við Lands- bankann, og Þórsteinn Ragnarsson, f. 1951, for- stjóri Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæma. Valý Ágústa Þórsteinsdóttir 30 ára Rósa Björk ólst upp á Akureyri, er þar bú- sett og er verkstjóri á PBI á Akureyri. Maki: Jón Gunnlaugur Stefánsson, f. 1981, starfsmaður hjá Toyota á Akureyri. Börn: Daníel Freyr Jóns- son, f. 2004, og Alex- andra Ýr Jónsdóttir, f. 2009. Foreldrar: Laufey Krist- jánsdóttir, f. 1962, og Jósep Hallsson, f. 1952. Rósa Björk Jósepsdóttir 30 ára Salbjörg ólst upp í Hafnarfirði, lauk prófum frá Nýja tölvu- og við- skiptaskólanum og starf- ar hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Maki: Guðjón Frímann Þórunnarson, f. 1981, sjó- maður. Börn: Emilía Rós, f. 2003, og Gabríel Orri, f. 2009. Foreldrar: Ágústa Sigríð- ur Karlsdóttir, f. 1957, og Jón Guðmundsson, f. 1950. Salbjörg Jónsdóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.