Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Gefðu hlýju og upplifun um jólin B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kauptu fyrir 5.000 kr. en fáðu 7.000 kr. gjafabréf Kauptu fyrir 10.000 kr. en fáðu 15.000 kr. gjafabréf Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir alla þá sem langar að ferðast! Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun og að gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Gjafabréf ágóða ferð Jólabærinn á Ingólfstorgi iðaði af lífi þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar þar að garði á laugardaginn. Jólalegt var um að litast í mið- bænum og lýstu jólaljósin upp skammdegið. Þar mátti einnig finna kampakátan jólasvein sem lék á als oddi og skipti meðal annars jóla- sveinahúfunni út fyrir lundahúfu. Jólabærinn samanstendur af litlum jólahúsum sem komið var fyrir á torginu fyrir stuttu. Skipti jólasveinahúfunni út fyrir lundahúfu Morgunblaðið/Árni Sæberg Líf og fjör í jólabænum á Ingólfstorgi Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Við vonum í lengstu lög að viðsemjendur okkar sýni þessu skilning. Það kemur skýrt fram í kjara- samningum að miða skuli laun við viðmiðunar- stéttir innan BHM, en við það hefur ekki verið staðið,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, vara- formaður Félags framhaldsskólakennara. Stundum gert ráð fyrir launaskriði Í umfjöllun Odds Jakobssonar, hagfræðings Kennarasambands Íslands, um launakjör fram- haldsskólakennara kemur fram að laun fram- haldsskólakennara hafi dregist aftur úr viðmið- urnarhópum í mörg ár þrátt fyrir sambærilegar hækkanir við kjarasamningaborðið hverju sinni. Útreikningar Odds byggjast á tölum úr skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins sem kom út í lok október. Í umfjöllun sinni segir Oddur stund- um vera látið að því liggja að gert sé ráð fyrir ákveðnu launaskriði í kjarasamningum, þ.e. launa- hækkun umfram þær sem kveðið er á um í samn- ingnum. Þess vegna séu launþegar beðnir um að sýna því skilning og sætta sig við hóflegar launa- hækkanir. Hins vegar sé það svo að þeir hópar sem síst njóta launaskriðs eiga afar erfitt með að sætta sig við þessa nálgun eins og til að mynda framhaldsskólakennarar. Stofnanasamningar komu illa út „Í sjálfu sér höfum við ekki gert neitt verra en aðrar stéttir í kjarasamningunum. Þetta má rekja til nokkurra þátta, meðal annars stofnanasamn- inga, við njótum ekki sama launaskriðs þar,“ segir Hrafnkell Tumi. „Við í Félagi framhaldsskóla- kennara gerðum úttekt á stofnanasamningum í vor og þeir komu mjög illa út. Þeir voru hugsaðir til þess að bæta við viðbótarnámi og stjórnunar- stöðum innan skólans, en þar sem það eru ekki til neinir aurar þar, þá skilar sér ekkert launaskrið. Við vonum auðvitað að viðsemjendur okkar sjái ljósið, en sviðsmyndin er þó nokkuð dökk,“ segir Hrafnkell að lokum. Launaskrið næstum ekkert  Litlar launahækkanir umfram kjarasamninga hjá framhaldsskólakennurum  Munu krefjast leiðréttingar  Stofnanasamningar hafa skilað þeim litlu Morgunblaðið/Styrmir Kári Kjarasamingar Framhaldsskólakennarar hafa dregist aftur úr viðmiðunarhópum. Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir Fjarðarheiði hefjast á þessu ári. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis samþykkti að veita 30 milljónir kr. til verkefnisins. „Við erum mjög ánægð með þetta,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði. Hún minnir á að ákveðinn áfangi hafði náðst þegar verkefnið komst inn á samgönguáætlun. Unnið hafi verið að yf- irborðsrannsóknum en nú verði hafist handa við að bora í jarðlögin, meðal annars til að staðsetja gangamunna. „Nú er að koma þessum rannsóknum áfram og hanna göngin þannig að hægt verði að ráðast í þau að loknum Norðfjarðargöngum.“ Hún segir að rannsóknir og hönn- un jarðganga taki tvö til tvö og hálft ár. Lengi hefur verið talað fyrir bættum samgöngum á milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Talið er að til þess þurfi 12-13 kílómetra löng jarðgöng undir Fjarð- arheiði. Göngin hafa aldrei komist almennilega á dag- skrá. Í fyrravetur var Fjarðarheiðin lokuð í 30 daga og ill- fær í 20 daga til viðbótar. Það skapaði mikla erfiðleika fyrir bæjarbúa sem margir vinna í álverinu á Reyðarfirði eða á Egilsstöðum eða sækja skóla á Héraði. Í haust lentu hópferðabílar með farþega úr Norrænu í vandræð- um og færeyska ferjufélagið fór að kanna möguleika á að sigla annað til að geta byggt upp vetrarferðamennsku. Arnbjörg finnur að skilningur á aðstöðu Seyðfirðinga hefur stóraukist og telur það hafa aukið bjartsýni á að nú sé röðin að koma að þeim. helgi@mbl.is Boranir vegna jarðganga til Seyðisfjarðar að hefjast Morgunblaðið/Golli Seyðisfjörður Íbúarnir fundu fyrir innilokunarkennd í fyrravetur þegar Fjarðarheiðin var oft lokuð.  Aukin bjartsýni á að röðin sé komin að Seyðfirðingum Brotist var inn í nýja verslun Fylgi- fiska við Nýbýlaveg 4 í Kópavogi í gærmorgun, degi eftir að verslunin var opnuð í fyrsta sinn. Örygg- iskerfi búðarinnar fór af stað rétt fyrir klukkan tíu um morguninn og var starfsfólk Securitas komið á staðinn nokkrum mínútum síðar. Þjófurinn var þá á bak og burt og hafði haft með sér skiptimynt úr búðarkassa verslunarinnar. Kom í ljós að þjófurinn hafði komist inn með að brjóta rúðu í aðaldyrum verslunarinnar. Guðbjörg Glóð Logadóttir, eig- andi verslunarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að sem betur fer hefðu ekki verið frekari skemmdir unnar á versluninni. „Þetta hefði getað verið mjög ljótt og við kviðum svolítið fyrir að koma að þessu eftir að við fengum símtalið. Það hefði getað verið búið að eyðileggja nýju búðina okkar,“ sagði Guðbjörg Glóð. Hún sagði einnig að opnunardag- urinn í fyrradag hefði heppnast mjög vel. Það hefði því verið áfall að fá símtal daginn eftir um innbrot. Guðbjörg sagði að það versta væri að verslun Fylgifiska á Suðurlands- braut hefði áður orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Þá hefðu oft önn- ur innbrot fylgt fljótlega í kjölfarið. Guðbjörg Glóð hvetur alla þá sem geta gefið einhverjar upplýsingar að hafa samband við lögregluna eða sig á Facebook-síðu Fylgifiska. Ummerkin rannsökuð Lögreglan mætti fljótt og leitar nú þjófsins. Brotist inn daginn eftir opnun  Skiptimynt stolið Tveir voru með allar tölur réttar í Lottóútdrættinum á laugardags- kvöld. Potturinn var sem kunnugt er áttfaldur og fékk því hvor um sig tæpar 70 milljónir króna í sinn hlut. Tíu voru með fjórar tölur réttar ásamt bónustölu og hlýtur hver um sig tæpar 200 þúsund krónur. Tveir skiptu þeim stóra með sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.