Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Velferðarráðuneytið hefur endur- útgefið neyðarkort sem var upp- haflega gefið út af samráðsnefnd um framkvæmd aðgerðaáætlun vegna ofbeldis gegn konum í nánum sam- böndum. Um er að ræða lítið og handhægt kort með fyrirsögninni „Við hjálpum“. Kortið er á fimm tungumálum; íslensku, ensku, pólsku, rússnesku og taílensku. Kortinu er ætlað að leiðbeina konum sem þurfa aðstoð vegna ofbeldis á heimili eða kynferðislegs ofbeldis um hvert þær geta leitað sér hjálpar. Á kortinu eru símanúmer Neyð- arlínunnar (112), Kvennaathvarfs- ins, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Hjálparsíma Rauða krossins. Kortinu verður dreift víðsvegar um landið, svo sem á heilsugæslu- stöðvum og hjá félagsþjónustum sveitarfélaga. Þeir sem óska eftir að fá eintök af kortinu geta sóttum þau á netfanginu postur@vel.is Neyðarkort fæst á ný Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Framþróun tækninnar, sem meðal annars hefur leitt til þess að hægt er að senda bréf án þess að nota hefð- bundin frímerki, hefur ekki komið niður á frímerkjasöfnun nema síður sé. Hún hefur jafnvel létt söfnurum lífið. Þetta segir Gísli Geir Harðar- son, formaður Landssambands ís- lenskra frímerkjasafnara. „Flestar póststjórnir hafa haldið óbreyttu magni [frímerkja] eða jafn- vel aukið það þannig að ef þú ert að safna þá er alveg nóg af nýjum merkjum. Menn eru hins vegar ekki mikið að fá þau á bréfum heim til sín nema helst um jólin þegar margir senda jólapóst,“ segir Gísli. Þá kallar ný tækni á nýja söfnun. Til dæmis er nú hægt að skrifa sms- kóða sem fæst í gegnum farsíma utan á umslög í stað þess að nota frímerki. „Það eru sumir sem safna bréfum með þessum sms-kóðum. Svo lengi sem þetta er borið út, þó það heiti ekki frímerki, þá er þetta póstsaga,“ segir Gísli. Þar við bætist að internetið hefur einfaldað aðgengi safnara að frí- merkjum, til dæmis í gegnum eBay. „Það hafa margir áhugaverðir hlutir fundist í gegnum netið. Maður sem á kannski eitt íslenskt bréf hend- ir því inn á eBay og fær mikið fyrir það af því að það sjá margir síðuna. Ef þessi tækni hefði ekki verið til staðar hefði þessi hlutur kannski aldrei fundist og dagað uppi,“ segir hann. Leggst í dvala um skeið Á bilinu 300-400 safnarar eru í landssambandinu og er meðalaldur- inn nokkuð hár að sögn Gísla. Ein- hver endurnýjun eigi sér stað í hópn- um þó hún sé ef til vill ekki eins mikil og hann vildi sjá. „Flestir þeir sem koma nýir inn hafa einhvern tímann verið safnarar. Fólk hefur safnað sem börn. Svo kemst það það á unglings- og fullorð- insaldur, stofnar heimili og þá leggst söfnunin oft í dvala. Þegar fuglarnir eru flognir úr hreiðrinu þá hafa menn aftur tíma,“ segir Gísli. Morgunblaðið/Kristinn Safnari Gísli með hluta af frímerkjasafninu sínu. Landssamband íslenskra frímerkjasafnara er með opið hús á laug- ardögum í Síðumúla 17 á milli 13-15 þar sem allir eru velkomnir að koma að skoða og fá ráðgjöf. Tæknin með söfnurum  Sumir frímerkjasafnarar safna nú sms-kóðum utan á um- slögum  Internetið hefur einfaldað aðgengi að safngripum Morgunblaðið/Eggert Frímerki Gísli safnar öllu sem teng- ist Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HÁRBEITT SKEMMTISAGA „Ný Íslendingasaga. Launfyndin og víða sprenghlægileg samfélagsskoðun, uppfull af gæsku og gamansemi ...“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON HHHH FRÁSAGNARGLEÐI, NÆMI, GRÁGLETTNI. „SÖGUSVIÐIÐ ER HLÍÐARDALUR ... DALURINN ER UNDARLEGA LÍKUR FLJÓTSHLÍÐINNI.“ SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON / MORGUNBLAÐIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dómur Hæstaréttar í gengislána- máli Haga gegn Arion banka kann að hafa fordæmisgildi í málum þar sem dómarar telja að jafnræði sé meðal lánveit- enda og lántaka. Þetta er mat Einars Huga Bjarnasonar hæstaréttarlög- manns en um- ræddur dómur féll 12. desember. Málsatvik eru þau að Hagar kröfðu Arion banka um endurgreiðslu fjár sem félagið taldi sig hafa ofgreitt af tveimur lánssamningum sem það gerði við Kaupþing, forvera Arion banka. Lánin voru gengislán samtals að jafnvirði 1.250 milljónir króna og greiddu Hagar þau upp árið 2009. Áhrif fyrri gengislánadóma Með dómum Hæstaréttar 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og nr. 153/ 2010 var komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að binda fjárhæðir lána í ísl. krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Í kjölfarið voru sam- þykkt svonefnd Árna Páls-lög þar sem kveðið var á um að gengislán skyldi endurreikna með óverð- tryggðum vöxtum Seðlabankans. Arion banki endurreiknaði lánið á grundvelli þessa og kom þá fram inn- stæða hjá Högum að verðmæti sam- tals um 515 milljónir króna. Eftir að endurútreikningurinn fór fram féllu svonefndir kvittanadómar fyrir Hæstarétti. Tók rétturinn þar tillit til þess að lántakar hefðu ávallt staðið í skilum af gengislánum. Komst Hæstiréttur jafnframt að þeirri niðurstöðu að í þeim málum bæri að víkja frá þeirri meginreglu kröfuréttar að kröfuhafi, sem hefði fengið minna greitt en hann hefði rétt til, ætti kröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt væri, enda fæli það í sér verulega íþyngjandi kröfu á hendur lántakanum. Á grundvelli þessa fóru Hagar fram á 636 milljóna króna viðbótar- kröfu. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu og staðfesti þar með dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur í málinu. Niðurstaða Hæstaréttar byggist á því, m.a. með vísan til umfangsmikils reksturs verslunarfyrirtækisins, að jafnræði hafi verið með aðilum auk þess sem lántaki hafi verið í aðstöðu til að semja um skilmála lánssamn- inganna á tímabilinu. Einar Hugi tel- ur aðspurður að þetta geti haft for- dæmisgildi í gengislánamálum þar sem stór fyrirtæki koma við sögu. Þetta sé að líkindum ekki stór hópur en lánsfjárhæðir geti á hinn bóginn numið umtalsverðum fjárhæðum. Dómurinn hefur hins vegar að hans dómi ekki áhrif á stöðu minni og meðalstórra fyrirtækja og því síður einstaklinga. Mál Haga geti haft fordæmi  Viðbótarkröfu hafnað í gengismáli Einar Hugi Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.