Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Tillaga
að breytingu á deiliskipulagi fyrir
Fossatún, verslunar- og
þjónustusvæði
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti
12. desember 2013 að auglýsa tillögu að
breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún,
verslunar- og þjónustusvæði, skv. 1. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem tillagan tekur til afmarkast af
gildandi deiliskipulagssvæði en stækkar til
norðausturs um 0,3 ha. Í breytingunni felst
breytt staðsetning byggingarreita fyrir
gistiaðstöðu með 16 herbergjum í 4 húsum,
tilfærsla byggingarreits fyrir þjónustuhús,
tilfærsla aðkomuvegar og stækkun deili-
skipulagssvæðis.
Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgar-
byggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi,
frá 20. desember 2013 til 31. janúar 2014
og á heimasíðu Borgarbyggðar,
www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera
skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í
síðasta lagi 31. janúar 2014, annaðhvort í
Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,
310 Borgarnesi, eða á netfangið
lulu@borgarbyggd.is
Lulu Munk Andersen,
skipulags- og byggingarfulltrúi.
Tillaga
að deiliskipulagi fyrir verslunar- og
þjónustusvæði í Húsafelli III.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12.
desember 2013 að auglýsa tillögu að deili-
skipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði
í Húsafelli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið tekur til 4,1 ha svæðis í
Húsafelli III í Borgarbyggð. Deililskipulags-
tillagan felur í sér verslunar- og þjónustu-
svæði þar sem skilgreindar eru 3 lóðir: fyrir
verslun og þjónustu, hótel og sundlaugar-
svæði. Á lóð hótels verður byggingarreitur
með heimild til að byggja 38 herbergja hótel
allt að 1300 m² og á lóð sundlaugarsvæðis
verður byggingarreitur með leyfi til að
stækka núverandi sundlaugarhús um allt að
150 m².
Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgar-
byggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi,
frá 20. desember 2013 til 31. janúar 2014
og á heimasíðu Borgarbyggðar,
www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera
skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í
síðasta lagi 31. janúar 2014, annaðhvort í
Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,
310 Borgarnesi, eða á netfangið
lulu@borgarbyggd.is
Lulu Munk Andersen,
skipulags- og byggingarfulltrúi.
Þingeyjarsveit
Auglýsing
um deiliskipulag
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar auglýsir hér
með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 tillögu að deiliskipulagi vinnubúða-
svæðis Vaðlaheiðarganga í Fnjóskadal.
Skipulagssvæðið fylgir nýrri veglínu frá
Syðra Nesgili í norðri og nær yfir fyrir-
hugaðan gangamunna við Skóga í suðri.
Skipulagsmörk eru dregin utan um áætlað
framkvæmdasvæði, þ.e. það svæði sem
vega- og gangagerð mun raska ásamt
athafnasvæði og aðstöðumannvirkjum á
framkvæmdatíma. Stærð svæðis er um 18,2
ha. Vinnubúðir með tilheyrandi mannvirkjum
eru áætluð á milli núverandi Illugastaða-
vegar og Vaðlaheiðarvegar norðan Skóga.
Um er að ræða tímabundna framkvæmd og
skipulagið er unnið á grundvelli Aðalskipu-
lags Þingeyjarsveitar 2010–2022.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun
liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar,
Kjarna, 650 Laugar, frá og með föstudeginum
20. desember til og með föstudeginum 31.
janúar 2014. Þá er upplýsingin og aðgengileg
á heimasíðu Þingeyjarsveitar: www.thingey-
jarsveit.is/skipulagsmál/deiliskipulag/tillögur
í auglýsingu.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemd-
um rennur út föstudaginn 31. janúar 2013.
Skila skal athugasemdum skriflega til skrif-
stofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar,
og/eða í tölvupósti á netfangið:
bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem gera ekki
athugasemdir við tillöguna innan tilskilins
frests teljast henni samþykkir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Þingeyjarsveitar.
Norðurþing
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Ketilsbraut 7-9 – 640 Húsavík
Tillaga að breytingum
deiliskipulags Dettifossvegar ásamt
umhverfisskýrslu
Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til
almennrar kynningar tillögu að breytingum
deiliskipulags Dettifossvegar ásamt umhverf-
isskýrslu. Breytingar deiliskipulagsins eru
tvíhliða. Annarsvegar eru skilgreind tvö
svæði undir tímabundnar vinnubúðir vegna
framkvæmdanna. Nyrðra svæðið er 1 ha að
flatarmáli, norðan Norðausturvegar (nr. 85)
og austan við efnistökusvæði sem nýtt
verður við framkvæmdina. Hitt svæðið er 0,5
ha að flatarmáli vestan nýs vegar um 400 m
norðan núverandi enda slitlagðs Dettifoss-
vegar. Hinsvegar er skipulagssvæðið útvíkk-
að lítillega til suðurs að meintum sveitar-
félagsmörkum Norðurþings við Skútustaða-
hrepp. Þar er skilgreindur reitur fyrir vatns-
veitu (vatnsgeymir og borhola) og raforku-
framleiðslu (vindmylla og sólarsellur)
skammt norður af bílastæðum sem eru talin
innan Skútustaðahrepps. Skilgreindar eru
lagnaleiðir milli veitumannvirkja og bíla-
stæða.
Breytingartillögurnar eru settar fram á
tveimur blöðum í blaðstærð A1 sem innfela
uppdrætti og greinargerðir.
Breytingartillögurnar verða til sýnis á
bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut
7-9 á Húsavík frá 23. desember 2013 til 5.
febrúar 2014. Ennfremur verður hægt að
skoða breytingartillögurnar á heimasíðu
Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga
hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að
gera athugasemdir við tillögurnar til og með
miðvikudeginum 5. febrúar 2014. Skila skal
skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu
Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við
tillöguna teljast henni samþykkir.
Húsavík, 17. desember 2013,
Gaukur Hjartarson,
skipulags- og byggingarfulltrúi.
Grundarfjarðarbær
Grundargötu 30, 350 Grundarfirði,
sími 430 8500, fax: 430 8501
Auglýsing
um breytingu á aðalskipulagi
Grundarfjarðar 2003–2015.
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfar-
andi aðalskipulagsbreytingu.
Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar
á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar
2003–2015, hafnarsvæði.
Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi
þéttbýlis í Grundarfirði.Tilgangur með
breytingunni er að laga landnotkun að skil-
greiningu athafnasvæðis í nýjum lögum og
skipulagsreglugerð. Einnig er lögð áhersla á
að tryggja möguleika fyrir fjölbreytilega
starfsemi með vissri blöndun byggðar.
Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundar-
fjarðar, www.grundarfjordur.is, og á skrif-
stofu skipulags- og byggingarfulltrúa,
Grundargötu 30, á skrifstofutíma frá kl. 10 til
14 frá 20. desember til 9. janúar og eru þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir
til að kynna sér lýsinguna og koma
ábendingum eða athugasemdum á
framfæri, skriflega eða á netfangið
bygg@grundarfjordur.is, í síðasta lagi
9. janúar 2014.
Sigurbjartur Loftsson,
skipulags- og byggingar-
fulltrúinn í Grundarfirði.
Tilboð/útboð
Tillaga
að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun
– í landi Húsafells III
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12.
desember 2013 að auglýsa tillögu að deili-
skipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi
Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr.
laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni
Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér
virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak
og stífla verður ofarlega í Deildargili í norður-
hluta Urðarfells. Fallpípa verður um 3.200 m
löng og stöðvarhús verður við Reyðarfells-
skóg.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur
frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgar-
braut 14, Borgarnesi, frá 20. desember 2013
til 31. janúar 2014 og verður einnig til sýnis á
heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgar-
byggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera
skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í
síðasta lagi 31. janúar 2014, annaðhvort í
Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310
Borgarnesi, eða á netfangið
lulu@borgarbyggd.is
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi.
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100