Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
✝ Gísli Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
3. apríl 1931. Hann
lést 7. desember sl.
á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
munda Vilhjálms-
dóttir, húsfreyja, f.
8. okt. 1907, d. 2.
mars 1987 og Guðmundur Kr.
H. Jósepsson, vörubílstjóri í
Reykjavík, f. 26. maí 1905, d. 13.
sept. 1969. Systkini Gísla eru:
Hlöðver, f. 1926, Ólafur, f. 1927,
d. 2004, Guðrún, f. 1929, Vil-
hjálmur, f. 1930, Ellen Helga,
1934, Ásta Þuríður, f. 1941, Jós-
ep, f. 1945, Sigríður, 1947 og
Dagbjört, f. 1950. Gísli giftist
23. des. 1959 Þóru Elfu Björns-
son, setjara, f. 5. júní 1939. For-
eldrar hennar hjónin Halldóra
B. Björnsson, skáldkona, f.
1907, d. 1968 og Karl Leo
Björnsson, sýsluskrifari, f. 1908,
d. 1941.
Börn Gísla og Þóru: 1. Helga,
Ilmur Eir, f. 1989, Gísli Freyr, f.
1997 og Flóki Þór, f. 2007. Með
Myrnu Petersen átti Gísli Anne
Guðmundu, kennara og ferða-
málafræðing, f. 1952 í sambúð
með Reyni Kristbjörnssyni,
verkfræðingi, búsett í Dan-
mörku, börn hennar með Jörg-
en Trapp, a. Jasper, f. 1972, b.
Lisa, f. 1975, barn hennar með
Þórleifi Jónssyni er Iðunn, f.
1995. Gísli ólst upp í Reykjavík
og að loknum gagnfræðaskóla
var hann eitt ár á lýðháskóla í
Finnlandi. Að því loknu réðst
hann sem háseti til sænsks
skipafélags og líkaði vel á sjón-
um. Einnig vann hann við marg-
vísleg önnur störf bæði í Svíþjóð
og Danmörku. Heim kominn hóf
hann nám fyrir loftskeytamenn
og lauk því 1954, bætti síðan við
sig símvirkjun 1957. Hann vann
sem loftskeytamaður á ýmsum
skipum, bæði togurum og far-
skipum í nokkur ár. Réð sig árið
1962 til starfa á Keflavík-
urflugvelli í sendistöð fyrir flug-
ið sem síðan fluttist í flugturn-
inn og vann þar bæði við
viðgerðir og sem yfirmaður og
lauk þar starfsævi sinni 1998.
Útför Gísla fór fram frá
Kópavogskirkju 17. desember
2013.
kennari, f. 4. jan.
1958, gift Einari
Skarphéðinssyni,
kennara, búsett á
Patreksfirði, börn:
a. Hjörtur Smára-
son, mannfræð-
ingur, f. 1975 gift-
ur Ingu Rós
Antoníusdóttur,
viðskiptafræðingi,
þau eiga Antoníus
Smára, f. 1994,
Sögu Ýri, f. 1996, Hrafnhildi
Maríu, f. 2002, Kötlu Katrínu, f.
2005 og Jökul Loga, f. 2008 og
eru þau búsett í Danmörku, b.
Rut Einarsdóttir, háskólanemi í
Japan, f. 1992. 2. Ingibjörg,
flugumsjónarmaður á Græn-
landi, f. 22. jan. 1962. 3. Jósep,
prentsmiður og tónlistarmaður,
f. 30. júlí 1964 í sambúð með
Guðrúnu Bjarnadóttur, forrit-
ara, börn hans með Bryndísi
Guðnadóttur: a. Þóra Mjöll, f.
1999 og b. Heiður Ósk, f. 2001.
4. Sæmundur Gíslason, raf-
eindavirki, f. 10. des. 1967, gift-
ur Maríu Arthúrsdóttur, við-
skiptafræðingi, börn þeirra:
Á tímamótum sem þessum
verður manni hugsað til baka og
hugurinn rennur yfir lífið. Pabbi
hefur, eftir vel rúm 82 ár, fengið
hvíld. Hann upplifði tímana
tvenna og gaf okkur systkinunum
innsýn í líf stórfjölskyldunnar frá
æskuárunum og uppvexti á um-
brotatímum í íslensku samfélagi
um miðja 20. öld. Það var ekki
alltaf gefið að matur væri nægur
á borðum eða langskólamenntun
sjálfsögð en hans kynslóð náði og
bar gæfu til að búa sjálfri sér og
næstu kynslóðum opnari og fjöl-
breyttari framtíð. Hann talaði
um hvað hann væri heppinn að
hafa upplifað að búa í torfkofa,
búa við þröngan kost í stórum
systkinahóp, sjá tækniöldina
þróast. „Ég hef upplifað þetta
allt,“ sagði hann oft og það hafa
örugglega ekki verið neinar ýkj-
ur. Hann gat oft séð það jákvæða
í erfiðum aðstæðum. Mamma og
pabbi voru ávallt mjög nægjusöm
og samtaka. Sjálfsagt hefur það
stundum kostað einhverjar sam-
ræður og samkomulag sem við
systkinin urðum ekki vör við.
Það uppeldi sem hann gaf okk-
ur systkinunum miðaðist að
miklu leyti við það að gera okkur
í stakk búin að takast á við hin
margvíslegu tilboð tilverunnar.
Góð menntun, heiðarleiki og
sjálfstæði voru í hans huga gildi
lífsins, gildi sem ekki eru öll
kennd í skólum. Við fengum öll
tækifæri til að kynnast þeim fjöl-
breyttu möguleikum sem fyrir
hendi voru og nutum stuðnings
til menntunar.
Hann hafði mikinn áhuga á
umheiminum og öllu sem þar var
að gerast og fór víða sem ungur
maður. Honum tókst að mennta
sig sem loftskeytamaður, starf
sem gaf honum tækifæri til að sjá
meira af heiminum og kynnast
fólki og framandi menningu.
Hann var því fylgjandi að við
systkinin kynntumst umheimin-
um af eigin raun. Hann var
hnyttinn í tilsvörum en strangur
gagnvart því að við sýndum heið-
arleika og sanngirni. Hann átti
það líka oft til að segja eina setn-
ingu sem sagði allt, t.d. þegar
vinnufélaga hans hafði lent sam-
an við annan og bar það undir
hann af hverju hann hefði ekki
sagt neitt og fékk þá tilsvarið:
„Maður rífst ekki við alvitran.“
Einnig þegar eitt okkar keypti
nýjan bíl og fékk bláan en ekki
rauðan eins og pantað hafði verið.
Þá stóð ekki á svarinu: „Þú keyr-
ir nú ekki á litnum.“ Hann gaf
alltaf skýr skilaboð og það var
ekki hans að tala undir rós heldur
sagði hann hlutina eins og þeir
voru. Notagildið fram yfir fagur-
fræðina.
Hann var stefnufastur maður
og mjög nákvæmur, stundum svo
út af keyrði. Það var alltaf hægt
að stóla á orð hans því ef hann
sagðist ætla að gera eitthvað þá
gerði hann það, enda ætlaðist
hann til þess sama af öðrum.
Við þökkum pabba fyrir alla
hjálpina í gegnum lífið og fyrir að
vera til staðar þegar á bjátaði
þótt hann hafi líka leyft okkur að
reka okkur á í lífsins ólgusjó.
Hvíldu í guðs friði, elsku
pabbi.
Anne, Helga, Ingibjörg,
Jósep og Sæmundur.
Lagt hefur úr höfn í sína
hinstu ferð afi minn Gísli Guð-
mundsson. Hann var ævintýra-
maður sem hafði snemma sterka
útþrá. Sem einn af tíu systkinum
í verkamannafjölskyldu í vest-
urbæ Reykjavíkur á fjórða og
fimmta áratugnum voru mögu-
leikarnir ekki margir. Strax á
unglingsárunum tókst honum þó
að komast utan, fyrst sem kola-
mokari á ferjum í Eystrasaltinu
og síðar sem loftskeytamaður –
já hann gat talað mors eins og
innfæddur. Þannig sigldi hann
alla leið inn í botn Miðjarðarhafs-
ins, gegnum Bosporus og inn í
Svartahaf.
Þegar hann var 19 ára braust
út stríð í Kóreu svo hann hélt
rakleiðis í bandaríska sendiráðið
í Helsinki og bauð sig fram í her-
inn til að berjast við kommún-
istana. Þeir hlógu bara að þess-
um strákslega unglingspilti frá
Íslandi sem hélt hann gæti sigrað
heiminn og sögðu honum að fara
aftur heim til mömmu. Hann var
alltaf þakklátur fyrir það. Og við
líka.
Síðustu árin hefur hann verið
það sem hann óttaðist mest,
ósjálfbjarga gamalmenni á elli-
heimili. Nú hefur það komið í
minn hlut að deila með honum
ferðasögum utan úr heimi, mest
frá Grænlandi sem við báðir unn-
um mjög. Þegar ég spurði hann
hvað væri að frétta, þá svaraði
hann yfirleitt: „Ekki neitt. Ég er
bara að bíða eftir að deyja.“
Hann var vanur að segja hlutina
bara eins og þeir voru. Nú er
hann loksins lagður af stað í loka-
ferðina sem hann er búinn að
vera að bíða eftir, yfir í ný og
óþekkt lönd. Góða ferð.
Hjörtur Smárason.
Gísli Guðmundsson
✝ JóhannaGuðný Sigurð-
ardóttir fæddist í
Reykjavík 26.
október 1940. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
15. desember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
urður Jónasson yf-
irritsímavarðstjóri,
f. 24. desember
1901, d. 19. febrúar 1975, og
Júlía Ósk Guðnadóttir hús-
móðir, f. 30. júlí 1907, d. 3.
febrúar 1996. Systkini Jóhönnu
eru Helgi Hreiðar Sigurðsson
úrsmiður, f. 5. febrúar 1934,
eiginkona hans er Edda Sigrún
Ólafsdóttir héraðsdóms-
lögmaður, f. 17. apríl 1936,
Sigurður Jónas Sigurðsson bif-
reiðastjóri, f. 5. mars 1939, eig-
inkona hans er Steinunn Árna-
dóttir lífeindafræðingur, f. 29.
október 1945.
Jóhanna giftist 15. júní 1963
Gunnari Jóni Árnasyni raf-
virkjameistara, f. 13. apríl
1940. Foreldrar Gunnars voru
hjónin Árni Guðmundsson vél-
stjóri, f. 3. febrúar 1904, d. 1.
september 1988, og Margrét
Sigurðardóttir húsmóðir, f. 7.
október 1902, d. 13. apríl 2006.
Börn Jóhönnu og Gunnars
eru: 1) Hreiðar, f. 17. sept-
ember 1963, eiginkona Halla
Magnúsdóttir, f. 25. september
1964. Börn þeirra Magnús Örn,
f. 1985, Helga Margrét, f. 1990,
unnusti Baldur Arge Sveinsson,
f. 2. apríl 1991, og Gunnar
Árni, f. 1996. 2) Árni Sigurður,
f. 25. nóvember 1968, d. 26. júlí
1987. 3) Katla, f. 5. febrúar
1980, eiginmaður Haukur Erl-
ingsson, f. 27. september 1976.
Synir þeirra eru Aron Örn, f.
2003, Árni Már, f. 2005, og
Karel Máni, f. 2008. Fyrir átti
Haukur Garðar Val, f. 2000.
Sonur Jóhönnu og Stefáns
Kristjáns Sverrissonar, f. 15.
janúar 1939, er:
Sverrir Óskar, f.
15. apríl 1960,
sambýliskona Þór-
hildur Anna Jóns-
dóttir, f. 22. júlí
1963. Dóttir þeirra
er Eva Björk, f.
2000. Fyrir átti
Sverrir Stefán
Orra, f. 1981, og
Söndru Sif, f. 1989,
unnusti Þórir
Björgvinsson, f. 1988. Fóst-
ursonur Sverris er Jón Cleon,
f. 1986. Jóhanna á eitt lang-
ömmubarn, Berg Breka, f.
2004.
Jóhanna ólst upp í Hlíðunum
í Reykjavík, nánar tiltekið í
Mjóuhlíð, en eftir að þau Gunn-
ar hófu búskap fluttu þau í
Borgarnes og bjuggu þar í 19
ár, þar af dvöldu þau tvö ár í
Svíþjóð. Frá Borgarnesi fóru
þau til Reykjavíkur og byggðu
sér heimili í Bæjargili í Garða-
bæ, síðustu ár hafa þau búið í
Sóleyjarima í Reykjavík.
Á sínum yngri árum vann
Jóhanna í Ísafoldarprentsmiðj-
unni, síðan þegar þau Gunnar
hófu búskap í Borgarnesi vann
hún á ýmsum stöðum þar, með-
al annars á dvalarheimilinu. Á
seinni árum starfsævinnar
vann Jóhanna í sundlaug
Garðabæjar og síðar í Graf-
arvogssundlaug.
Jóhanna var félagi í kven-
félaginu í Borgarnesi í nokkur
ár og síðar tók hún þátt í fé-
lagi eldri borgara í Grafarvogi,
Korpúlfum, og fór meðal ann-
ars með þeim félögum til Fær-
eyja. Eftir að Jóhanna og
Gunnar hættu störfum vörðu
þau mörgum stundum í sumar-
bústað sínum við Meðalfells-
vatn, sem þau byggðu árið
1994.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 20.
desember 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Sextíu ár eru langur tími, en
það er sá tími sem við Jóhanna
höfðum saman. Það var góður
tími, þó svo við værum ekki alltaf
sammála. Hún var bara 14 ára
þegar við Helgi, bróðir hennar,
kynntumst og bjuggum við undir
sama þaki í þó nokkurn tíma.
Seinna á lífsleiðinni kynntist hún
Gunnari, eftirlifandi eiginmanni
sínum, og hann var og er alltaf
sami ljúflingurinn. Þau bjuggu í
Borgarnesi í allmörg ár og sam-
bandið var ekki mikið fyrr en nú í
seinni tíð. Fjölskyldunni allri
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Edda Sigrún.
Jóhanna Guðný
Sigurðardóttir
✝
Þökkum innilega þeim sem sýnt hafa samúð,
hlýhug og vináttu við fráfall okkar ástkæru
eiginkonu, móður, ömmu og dóttur,
LILJU INGU JÓNATANSDÓTTUR.
Viljum einnig koma á framfæri sérstökum
þökkum til starfsfólks á 11-E, Landspítala,
fyrir frábæra umönnun og alúð og ættingjum,
vinum og öllum þeim sem veittu aðstoð í
veikindum og við undirbúning útfarar.
Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári,
Guðmundur Helgi Guðnason,
Guðni Guðmundsson,
Sigurður Tómas Guðmundsson,
Emilía Hlín Guðnadóttir,
Sigrún Ingjaldsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÁSTU SVEINBJARNARDÓTTUR,
Núpi, V-Eyjafjöllum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kirkjuhvols
fyrir einstaka umönnun.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Sveinn Ívarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Berglind Hilmarsdóttir,
Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, Björn Eysteinsson,
barnabörn og langömmubarn.
✝ Ólöf fæddist íReykjavík 3.
ágúst 1939. Hún
lést á heimili sínu
15. desember
2013.
Fyrstu árin ólst
Ólöf upp í vest-
urbæ Reykjavíkur
og bjó síðan mest-
an hluta ævi sinn-
ar í Árbæ. For-
eldrar Ólafar voru
Jóhanna Björnsdóttir, ættuð
frá Surtsstöðum í Jökuls-
árhlíð, d. 25. nóvember 2004,
og Sigurður Jónsson, ættaður
frá Votmúla-Norðurkoti í
Flóa, d. 27. janúar 1958. Ólöf
átti þrjú systkini. Albróðir
Ólafar er Björn Heimir Sig-
urðsson, sem kvæntur er
Bryndísi Magnúsdóttur og
Braga er Garðar Bragason,
fæddur 13. mars 1964, kvænt-
ur Pröphu Bragason, búsettur
í Reykjavík.
Ólöf skildi við Braga og
giftist síðar Axeli Þórði Guð-
mundssyni sem lést 23. apríl
1994. Ólöf og Axel eignuðust
tvö börn. Sonur þeirra er Sig-
urður Axelsson, fæddur 1.
mars 1968, kvæntur Marciu
Dias, búsettur í Reykjavík,
börn þeirra eru Edvarda Ósk
og Axel Viktor. Dóttir Ólafar
og Axels er Jóhanna Elsa Ax-
elsdóttir, fædd 1. apríl 1971, í
sambúð með Gísla Vigfúsi
Sigurðssyni, búsett á Ak-
ureyri og eiga þau dótturina
Evu Lind.
Ólöf starfaði í fjölda ára
fyrir Landsbankann þar sem
hún sá um eldhús útibúsins í
Rofabæ, Reykjavík. Hún lét af
störfum fyrir 10 árum og var
húsmóðir upp frá því.
Útför Ólafar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 20. des-
ember 2013, og hefst athöfnin
klukkan 15.
eiga þau dótturina
Láru og soninn
Sigurð. Hálfsystk-
ini Ólafar voru Ol-
geir Sigurðsson,
dáinn 29. júlí
2008, og Anna
Clara Sigurð-
ardóttir, dáin 24.
maí 2005.
Ólöf giftist
Braga Stefánssyni
bifvélavirkja og
eignuðust þau tvö börn. Dóttir
þeirra er Sigrún Björg Braga-
dóttir Barba, fædd 14. sept-
ember 1960, gift Thomasi M.
Barba, búsett í Bandaríkj-
unum. Þau eiga tvær dætur,
Fríðu Grace Barba og Maríu
Rós Barba, en áður eignaðist
Sigrún soninn Braga Hösk-
uldsson. Sonur Ólafar og
Elsku mamma mín. Þú sem
varst svo hjartahlý og máttir
ekkert aumt sjá. Þú hafðir svo
gaman af fólki og vildir alltaf
hafa líf í kringum þig. Þú naust
þess að taka á móti gestum og
enginn fékk að fara svangur frá
þér. Það var því ekki von að þú
gerðir það að ævistarfi að ann-
ast eldhúsið fyrir starfsmenn
Landsbankans í Rofabæjarúti-
búinu.
Ég þakka þér svo innilega
fyrir allar góðu stundirnar sem
við fengum saman. Ferðirnar
sem við fórum í sumarhúsið á
Þingvöllum og allar fjölskyldu-
stundirnar. Ég man svo vel
þegar við fórum með Gísla og
Evu Lind í sumarhúsið um
verslunarmannahelgi og ég
bauð þér í glas sem þú afþakk-
aðir. Þangað til ég bjó til irish
coffee sem þú smakkaðir og
kunnir svo vel að meta að þér
varð á orði að maður gæti nú
leikandi orðið alki ef þetta væri
alltaf í boði. Þú varst líka alltaf
svo þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman og kunnir
svo vel að meta það að eyða
tíma með okkur. Ég minnist
þess líka oft, með hlýjum hug,
þegar við Siggi vorum lítil.
Pabbi og Siggi höfðu smíðað
húsbílinn og við fórum margar
ferðir saman um allt Ísland á
honum. Líka hvernig við heim-
sóttum vini og ættingja í sum-
arhús á þessum ferðalögum.
Það voru margar góðar stundir
sem við áttum með þeim Skúla
og Björgu, Þóru og Kidda,
Fjólu frænku, Ingu frænku og
Magga og Gógó.
Að komast með ykkur út á
land um helgar veitti mér svo
mikinn frið og ró og urðu þessi
ferðalög til þess að ég fór að
svipast um eftir lóð á Þingvöll-
um og byggði svo í kjölfarið
sumarhús þar. Sumarhús sem
síðan hefur veitt okkur mikla
gleði.
Ég minnist þess líka hvað þú
komst oft skemmtilega að orði.
Á öllum þessum ferðalögum
ykkar pabba voruð þið mikið á
ferðinni. Eitt sinn lagði pabbi
það til að farið yrði í ferðalag á
húsbílnum. Þú varst á þeirri
stund orðin nokkuð þreytt á
stöðugum ferðalögum og búin
að keyra hringinn alloft þannig
að þú spurðir pabba hvort þið
ætluðuð þá að fara hringinn
einu sinni enn og lagðir svo til
að hann yrði þá bakkaður í
þetta skiptið til að fá smá-
tilbreytingu.
Þegar pabbi dó svo skyndi-
lega árið 1994 misstirðu ekki
bara manninn þinn heldur þinn
besta vin og félaga. Það var þér
erfiður tími og okkur öllum
líka. Það var því að þakka, hvað
þú hafðir skapað samheldna og
hlýja fjölskyldu, að okkur tókst
í sameiningu að komast yfir
þetta áfall. Þannig minnist ég
þín. Þú varst alltaf til staðar
með knús á reiðum höndum,
sama hvað bjátaði á. Það var
alltaf hægt að leita til þín og þú
gerðir allt sem hægt var til að
láta manni líða betur.
Elsku mamma, nú hefur þú
kvatt þennan heim, allt of
snemma. Eins og þú sagðir
sjálf þá eru þeir sem guðirnir
elska kallaðir allt of fljótt til
annarra starfa á himninum. Þín
verður sárt saknað en nú ertu
komin til pabba og ömmu og
afa og hefur öðru hlutverki að
gegna. Megi Guð vera með þér
elsku mamma mín.
Jóhanna Elsa
Axelsdóttir.
Ólöf Ósk
Sigurðardóttir