Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Upplýsingar um sölustaði hjá Fullkomnar krullur HÁR Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 3 hitastillingar, 3 tímastillingar, kraftmikið hitakerfi. Fáðu fullkomnar krullur sem endast lengi. Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, bendir á í grein sem hann ritar í blaðið í gær að verulegur skortur sé á félagslegu leigu- húsnæði í Kópavogi eins og reyndar fleiri sveit- arfélögum. Hann kvartar undan aðgerðarleysi fé- laga sinna í bæjarstjórn en tillaga hans um að byggja félagslegar leigublokkir fékk dræmar undirtektir að hans sögn og var svæfð í einni af mörgum nefnd- um sem hans eigin meirihluti hefur stofnað um ýmis mál sem ekki hefur náðst samstaða um. En Gunnar seg- ir ekki söguna alla og vill undirrituð bæta við því sem upp á vantar. Samfylkingin vill byggja leiguhúsnæði Samfylkingin í Kópavogi hefur talað fyrir byggingu leiguhúsnæðis á vegum bæjarins frá síðustu kosn- ingum. Þannig höfum við viljað bregðast við þeirri brýnu þörf sem hefur skapast eftir leiguhúsnæði á hinum almenna markaði, ekki bara á hinum félagslega grunni. Við í Samfylkingunni erum því hjart- anlega sammála Gunnari og fögum því að hann skuli sjá mikilvægi þess að hið opinbera grípi inn í þegar markaðurinn stendur sig ekki. En tillaga Gunnars miðar að því að byggja félagslegar leigublokkir þar sem allar íbúðirnar í hverri ein- ingu verði leigðar út á félagslegum grunni. Það er í algjörri andstöðu við þá stefnu sem flest sveitarfélög í landinu hafa, að félagslegum leigu- íbúðum sé dreift sem mest um bæ- inn til að forðast „félóstimpilinn“. Þannig höfum við að jafnaði keypt að hámarki 1 íbúð í hverjum stiga- gangi í flestum hverfum bæjarins. Litlu munar að við náum sam- an En við Gunnar getum hæglega náð saman. Á þann hátt að byggja blokkir sem verða tímabundið í eigu bæjarins. Þær íbúðir verði leigðar út á almennum leigumarkaði og ein- ungis ein íbúð í hverjum stigagangi, mögulega tvær (í ljósi aðstæðna) verði leigðar út á hinum félagslega grunni. Um leið og fleiri íbúðir koma inn á almenna leigumarkaðinn mun það lækka leiguverð og draga úr þeirri miklu um- frameftirspurn sem er eftir leigu- húsnæði. Það mun líka koma þeim tekjulægstu til góða þar sem það mun þá að sama skapi draga úr eftirspurn eftir félaglegu leigu- húsnæði. Nú reynir á … Það er hins vegar hárrétt hjá athafna- manninum Gunnari að hinn litlausi og verklitli bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, er ekki maður mikilla verka. Hann er fyrirliði í valda- bandalagi þar sem lítil samstaða ríkir. Eins og Gunnar bendir rétti- lega á er lítill vilji hjá félögum hans að koma að málefnum leigjenda. En það eru fleiri sem vilja láta verkin tala en Gunnar Birgisson. Samfylk- ingin, VG og Næstbesti flokkurinn í bæjarstjórn Kópavogs hafa ítrekað léð máls á málefnum leigjenda og ber lítið í milli svo við getum náð meirihluta í bæjarstjórn um verk- efni af þeim toga sem Gunnar nefn- ir. Nú reynir á, Gunnar Birgisson – hefurðu kjark þegar á reynir að ganga gegn félögum þínum í meiri- hlutanum og móta með okkur hin- um tillögu um byggingu leiguhús- næðis í Kópavogi? Eigum við ekki bara að láta verkin tala? Nú erum við sammála, Gunn- ar Birgisson Eftir Guðríði Arnardóttur »Nú reynir á, Gunnar – hefurðu kjark þeg- ar á reynir að ganga gegn félögum þínum og móta með okkur hinum tillögu um byggingu leiguhúsnæðis í Kópa- vogi? Guðríður Arnardóttir Höfundur er kennari og bæjarfulltrúi í Kópavogi. Magma Energy var yfirtekið af Plutonic Power, hlutir 2,38 á móti 1, Plutonic í vil, og nýtt fyrirtæki, Al- terra Power, sett á stofn 7. mars 2011. Eftir þetta eru skráð til eignar hjá Alterra, ásamt öðru, tvö gufu- aflsfyrirtæki á Íslandi sem Magma Energy átti. Hvað átti skúffufyrirtækið Magma eftir þetta? Stuttu eftir þennan samruna kaupa lífeyrissjóðirnir okkar í Magma Energy, eða 18. apríl 2011, fyrir átta milljarða. Hvað voru lífeyrissjóðirnir að kaupa? Það er spurning sem hvílir á mér en hvernig getur OR leyft sér að selja ruslhlutabréf til Landsbréfa og hvað voru lífeyrissjóðirnir okkar, þ.e. 14 sjóðir, að kaupa og hvernig geta þeir leyft sér að stofna fyrir- tæki sem heitir Jarðvarmi slhf.? Hinn 18. apríl 2011 settu þeir rúma átta milljarða í fyrirtæki til að kaupa hlut í Magma, sem var ekkert og er ekkert í dag nema kannski skúffufyr- irtæki? Getur einhver svarað þessu? Er ekkert eftirlit með þessum stóru fyr- irtækjum og hvað þá Alþingi eða ónefndur maður þar? Geta þessi fyrirtæki stolið al- mannafé að vild og skil- að engu til baka og í þessu tilfelli munu aldr- ei gera? Reikni hver sem getur en það verður aldrei neinn þjóðarhagur í neinu formi. Landsbréf og OR – hvað er OR að selja ykkur? Eftir Valdimar Samúelsson Valdimar Samúelsson »Hvernig getur Orku- veita Reykjavíkur leyft sér að selja verð- laus hlutabréf í Magma, sem er í mesta lagi bara nafn á sama skúffufyr- irtækinu og áður? Höfundur er rithöfundur. Mikið er fjallað um þann atburð þegar maður setti svínshausa á lóð við Suðurlands- braut sem múslimar fengu úthlutað fyrir mosku af borg- arstjórninni. Umræðan er flest í þá átt að fordæma verknaðinn. Fólk færir lítil rök fyrir hneyksl- un sinni og dómar margra bera keim af rasistahætti og fordómum í garð þeirra sem leyfa sér að vara við þeim hugsunarhætti að allt er- lent sé gott. Eins og sönnum Íslendingi sæmir hafði sá sem stóð fyrir uppá- komunni kjark til að taka á sig alla ábyrgð og það er vel því ekki eru allir þeir sem eru á móti því að moska sé reist á Íslandi sammála mótmælum af þessu tagi. Ég þekki ekki listamanninn en eitthvað gekk honum til með „gjörningnum“ á „svínshöfðatúni“ en óþarfi finnst mér að fólk gangi af göflunum við þetta og beri sig verr vegna atviks- ins en múslimarnir sjálfir gera. Ég kýs að líta á þetta sem list- rænan gjörning þar sem svínshaus- arnir standa fyrir menningar- árekstra ólíkra menningarheima og blóðug bók kóransins fyrir ofsóknir múslima á hendur kristnum mönn- um og öðrum ekki-múslimum, í löndum þar sem þeir fara með land- stjórn. Menning kristinna manna og múslima er með öllu ósættanleg og verður alltaf. Það sýnir saga síðustu 14 alda. Jesús Kristur kom í heim- inn og lét líf sitt á krossi til að kalla menn frá múslimskri trú og öðrum heiðindómi. Jesús kallar menn frá hefndarskyldu og ofríki til friðar og sátta. Sumir virðast halda að Jesús hafi komið í heiminn til að sýna hefndum og ofríki umburðarlyndi en ég hef þá trú að það sé skrattinn sem kann að meta „kærleika“ af því tagi. Múslimar hafa engu gleymt og menning þeirra ekkert breyst síðan á dögum Tyrkjaránsins. Þeir brenna kirkjur og Biblíur aldrei meira en nú og þeim sem ganga af trú þeirra er útskúfað. Ef á Íslandi störfuðu metnaðarfullir fréttamiðlar þættu rannsóknir og frásagnir af slíku ofbeldi gott fréttaefni, en svo virðist sem flestar útvarps- og sjón- varpsstöðvar hérlendis dauðhreinsi fréttaflutning sinn þegar múslimar eiga í hlut. Margar bækur eru til á íslensku eftir konur sem flúið hafa frá heimalöndum sínum þar sem múslimar ráða. Bækurnar innihalda hrikalegar frásagnir ofríkis og mis- kunnarleysis þar sem menning múslima er afhjúpuð. Hvers vegna er reynt að þagga viðvaranir þessara hugrökku kvenna niður? „Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekk- ert gott hlýst af, held- ur flettið miklu fremur ofan af þeim“ (Efes. 5: 11). Ítalir hafa langa reynslu af múslimum og taka á móti miklum fjölda flóttamanna frá löndum sem múslimar stjórna. Erlendar fréttir herma að Ítalir hafa skilgreint íslam sem póli- tík einræðisviðhorfa, líkt og nas- isma og kommúnisma. Íslensk stjórnvöld lifa og hrærast í óendur- goldnum trúfrelsisviðhorfum og virðast ekkert vilja læra af reynslu annarra þjóða eða sögunni. Dýrmæt menning Íslendinga byggist mjög á kristnum gildum og er ekki til að leika sér með. Óraunsæ fjölmenn- ingarviðhorf eru vísasta leiðin til svika við menningu og lýðræði þjóð- arinnar. Núverandi borgarstjórn Reykja- víkur verður í framtíðinni metin sem örlagavaldur þess að hafa út- hlutað lóð undir mosku. Út um glugga ráðhússins horfa borgarfull- trúarnir á hvernig mávarnir eru að eyðileggja andasamfélagið á tjörn- inni, sem í líkingunni er ekki ósvip- að þeim yfirgangi sem múslimar sýna í vestrænum samfélögum. Kannski hefði gjörningurinn haft meiri listrænan boðskap ef hann hefði verið gerður fyrir framan ráð- hús Reykavíkur á ísilagðri tjörninni. Það eru náttúrlega föðurhús valds og ákvarðana sem bera skömm og heiður þegar til framtíðar er litið. Mér virðist fjölskrúðugt menning- arlíf Reykjavíkur hafa fengið góðan liðsmann og verðugt verkefni þætti mér að borgarstjórnin tæki það til skoðunar að gera „kúnstner“ svíns- hausanna að næsta borgarlista- manni. Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Svínarí Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson »Eins og sönnum Íslendingi sæmir hafði sá sem stóð fyrir uppákomunni kjark til að taka á sig alla ábyrgð og það er vel Höfundur er húsasmiður. mbl.is alltaf - allstaðar Valgarð Blöndal varði jólasveinatitilinn Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal eru Jólasveinar Bridsfélags Reykjavíkur 2013. Valgarð endurtók sama leik og í fyrra þegar hann sigr- aði einnig. Úrslitin: Ragnar Magnúss. - Valgarð Blöndal 443 Guðm. Sveinss. - Egill R. Guðjohnsen 438 30. desember verður minningar- mót um þá höfðinga Ásmund Pálsson og Símon Símonarson sem létust báðir á árinu. Aðeins komast að 56 pör í mótið, svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Hörkukeppni í sveitakeppninni í Gullsmáranum Að loknum 11 umferðum af 13 í sveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Sveit Sigurðar Njálssonar 218 stig Sveit Arnar Einarssonar 213 stig Keppni lýkur fimmtudaginn fyrir jól og verður þá boðið upp á jólakaffi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.