Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 49
Fjölskyldan flutti síðan aftur á
höfuðborgarsvæðið 1996, nánar til-
tekið á Seltjarnarnesið, þar sem þau
hafa búið síðan.
Haraldur hóf störf hjá Norður-
ljósum hf. 1996, var þar rekstr-
arstjóri og síðar framkvæmdastjóri
verslunar og tölvuleikjasviðs. Hann
var fjármálastjóri Innnes ehf. heild-
verslunar 2003-2008 og forstjóri Inn-
nes ehf. 2008-2012.
Frá árinu 2013 hefur Haraldur
verið stjórnarformaður Innnes ehf.,
framkvæmdastjóri 1924 ehf. og
stjórnarformaður Haugen-Gruppen
Nordic frá 2006. Auk þess situr Har-
aldur í stjórn fjölmargra fyrirtækja
hér á landi og erlendis.
Ræktar nýjan skóg
Þegar spurt er um áhugamál nefn-
ir Haraldur fyrst fjölskylduna: „Ég
hef nú samt haft fjölmörg áhugamál
í gegnum tíðina, en nú hafa golfið og
veiðidellan að mestu vikið fyrir skóg-
ræktinni.
Við hjónin festum kaup á jörðinni
Yrpuholti í Flóahreppi árið 2011, en
hún er um hundrað hektarar. Þar er
ég búinn að gróðursetja 6.000 trjá-
plöntur og stefni að því að koma upp
fjölbreytilegum útivistarskógi.
Ég hef haft afskaplega gaman af
þessu skógræktarstarfi. Faðir minn
var mikill áhugamaður um skógrækt
alla tíð og ég hef líklega smitast af
áhuga hans – nema þessi áhugi sé
hreinlega í blóðinu.“
Fjölskylda
Kona Haraldar er Helga Ingunn
Sturlaugsdóttir f. 5.10. 1963, hjúkr-
unarfræðingur í Maríuhúsi dag-
þjálfun Reykjavík, sem rekið er af
félagi aðstandenda alzheimer-
sjúklinga. Hún er dóttir hjónanna
Rannveigar Böðvarsson, f. 8.7. 1924,
d. 28.9. 2005, húsfreyju, og Sturlaugs
H. Böðvarssonar, 5.2. 1917, d. 14.5.
1976, útgerðarmanns frá Akranesi.
Börn Haraldar og Helgu eru Stur-
laugur Haraldsson, f. 3.4. 1991,
nemi; Rósa Haraldsdóttir, f. 20.4.
1993, nemi, en sambýlismaður henn-
ar er Ómar Ingi Ákason, starfs-
maður hjá Sjóvá; Helga Kristín Har-
aldsdóttir, f. 13.6. 1998, og Ingunn
Rós Haraldsdóttir, f. 6.8. 2001.
Systkini Haraldar eru Jarþrúður
Jónsdóttir, f. 25.2. 1957, hjúkr-
unarfræðingur, búsett á Seltjarn-
arnesi; Ólafur Jónsson, f. 16.7. 1959,
sviðsstjóri, búsettur í Reykjavík;
Kristín Jónsdóttir, f. 3.10. 1960, við-
skipta- og hjúkrunarfræðingur, bú-
sett á Seltjarnarnesi, og Hjördís
Þóra Jónsdóttir, sjúkranuddari, bú-
sett á Seltjarnarnesi.
Foreldrar Haraldar eru Rósa
Haraldsdóttir, f. 27.6. 1938, hús-
freyja í Laugardælum, og Jón Hilm-
ar Ólafsson, f. 29.10. 1935, d. 23.2.
2011, búfr. og frjótæknir þar.
Úr frændgarði Haraldar Reynis Jónssonar
Haraldur Reynir
Jónsson
Elín Júlíana Sveinsdóttir
húsfr. á Seyðisfirði
Jóhannes Sveinsson
úrsmiður á Seyðisfirði
Haraldur Jóhannesson
vélstj. á Seyðisfirði og Rvík
Kristín Sveinsdóttir
klæðskeri í Viðfirði og Rvík
Rósa Haraldsdóttir
húsfr. í Laugardælum
Ólöf Þórarinsdóttir
húsfr. í Viðfirði
Þórunn Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Jón Guðmundsson
sjóm. í Ánanaustum í Rvík
Ólafur Jónsson
verslunarm. í Rvík
Jarþrúður Jónsdóttir
verslunarm. í Rvík
Jón Hilmar Ólafsson
búfræðingur og frjótæknir í
Laugardælum
Þóra Þorvarðardóttir
húsfr. á Stokkseyri og Rvík
Jón Jónasson
kaupm. á Stokkseyri og í Rvík
Ásta Jónsdóttir
húsfr.
Logi Jónsson
líffræðingur
Ólöf Haraldsdóttir
í Laugardælum
Sigríður Þórarinsdóttir
sjúkraþjálfari
Haraldur Þórarinsson
bóndi
Kristín Þórarinsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Ólafur Þórarinsson
tölvufræðingur
Sigríður Jóhannesdóttir
húsfr. á Seyðisf. og í RvíkSigurjón
Hannesson
skipstjóri
dr. Sigrún Klara
Hannesdóttir
fyrrv. landsbóka-
vörður
Sveinn Bjarnason
b. og snikkari í Viðfirði
Dr. Björn Bjarnason
frá Viðfirði kennari og þjóðsagnasafnari
Halldór Bjarnason
búfræðingur á ÍsafirðiÁrmann Halldórsson
námstjóri á Ísafirði
Dr. Halldór Halldórss.
íslenskufræðingur
Í Danmörku Afmælisbarnið í flottu
veiðidressi á fasanaveiðum.
ÍSLENDINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Jörundur Pálsson, arkitekt oglistmálari, fæddist á Ólafsfirðifyrir einni öld en flutti tveggja
ára með foreldrum sínum til Hrís-
eyjar þar sem hann ólst upp. Hann
var sonur Páls Bergssonar, kennara,
útgerðarmanns og hreppstjóra í
Ólafsfirði og í Hrísey, og Svanhildar
Jörundardóttur húsfreyju.
Páll var sonur Bergs Þormóðs-
sonar, b. á Hæringsstöðum í Svarf-
aðardal, og Guðrúnar Pálsdóttur
húsfreyju.
Svanhildur var dóttir Hákarla-
Jörundar Jónssonar, útvegsb. í
Hrísey, og Margrétar Guðmunds-
dóttur húsfreyju.
Meðal fjölda systkina Jörundar
voru Guðrún söngkennari, móðir
Bríetar Héðinsdóttur leikkonu, móð-
ur Steinunnar Ólínu leikkonu; Eva
húsfreyja, móðir Haraldar Kröyer
sendiherra: Hreinn, óperusöngvari
og forstjóri BP; Gestur, lögfræð-
ingur og leikari, og Gunnar skrif-
stofustjóri, faðir Gunnars Snorra
sendiherra.
Kona Jörundar var Guðrún Stef-
ánsdóttir verslunarmaður og eign-
uðust þau tvö börn.
Jörundur lauk stúdentsprófi frá
MA 1935, fór síðan til Kaup-
mannahafnar og lærði auglýs-
ingateiknun hjá Den tekniske sel-
skabsskole og stundaði nám í
málaralist við Listaháskólann í
Kaupmannahöfn.
Jörundur lauk prófi í auglýsinga-
teiknun 1938, starfaði við hana hér
heima í 15 ár og starfrækti eigin
teiknistofu í Reykjavík 1939-56.
Hann fór síðan aftur utan til náms
og lærði nú byggingarlist við Kon-
unglegu akademíuna í Kaupmanna-
höfn og lauk prófum þaðan 1959.
Jörundur var síðan arkitekt hjá
húsameistara ríkisins í 25 ár.
Þar teiknaði hann þó nokkrar
kirkjur sem nægja einar og sér til að
halda nafni hans á lofti. Má þar
nefna Þorlákskirkju í Þorlákshöfn,
kirkjuna í Hveragerði og kirkjuna á
Miklabæ í Skagafirði.
Jörundur var líka þekktur listmál-
ari og hélt fjölda einkasýninga.
Jörundur lést 6.9. 1993.
Merkir Íslendingar
Jörundur
Pálsson
90 ára
Bragi Ólafsson
Hjördís Guðmundsdóttir
Margrét Sigurjónsdóttir
85 ára
Hákon Heimir Kristjónsson
Kristín Þráinsdóttir
Sigurður Sigurðsson
75 ára
Aðalsteinn Guðmundsson
Ástvaldur Eiríksson
Bergljót Thoroddsen Ísberg
70 ára
Guðlaug Meslier
Gunnlaugsdóttir
Guðmann Rúnar
Lúðvíksson
Helga K. Friðriksdóttir
Helgi Kristinsson
Hulda Vilhjálmsdóttir
Ingibjörg Steingrímsdóttir
Jakob Steingrímsson
60 ára
Bjarni Geirsson
Björg Eiríksdóttir
Helga Ásgeirsdóttir
Jón Ingvar Haraldsson
Njála Sigurbjörg Vídalín
Ólafur Örn Ólafsson
Sighvatur Dýri
Guðmundsson
Vilhjálmur Jónsson
Þorbjörg E. Ingimarsdóttir
Þórlaug Ragnarsdóttir
50 ára
Arvydas Anilionis
Elsa María Ólafsdóttir
Hrafnkell Sigurðsson
Sigurjón Scheving
Stefánsson
Þórunn Anna Gísladóttir
40 ára
Ásdís Helga Hallgrímsdóttir
Elva Gísladóttir
Guðbjörn Herbert
Gunnarsson
Guðrún Unnsteinsdóttir
Herdís Þórðardóttir
Hildur Sigurðardóttir
Rakel Anna Guðnadóttir
Rúnar Dýrmundur
Bjarnason
Sigurlaug Gréta
Magnúsdóttir
Sólrún Hauksdóttir
30 ára
Aneta Agnieszka Ekstowicz
Astrid Schumm
Birna Hjaltalín Pálmadóttir
Daníel Steinarr Jökulsson
Gunnar Hrafn Gunnarsson
Hermann Helgi Jóhannsson
Hrefna María Ómarsdóttir
Linda Mjöll Sindradóttir
Sigrún Matthíasdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Jakob ólst upp í
Mosfellsbæ, er búsettur í
Reykjavík, lauk BA-prófi í
sagnfræði frá HÍ og út-
skrifaðist úr Kvikmynda-
skóla Íslands og vinnur
við kvikmyndagerð í
Reykjavík.
Sonur: Kristján Arnar, f.
2009.
Foreldrar: Arnar E. Ólafs-
son, f. 1956, bifvélavirki á
Siglufirði, og Guðný María
Hreiðarsdóttir, f. 1958,
þroskaþjálfi í Reykjavík.
Jakob Trausti
Arnarsson
30 ára Bryndís ólst upp í
Reykjavík, er búsett í
Seattle í Bandaríkjunum,
lauk BA-prófi í ensku frá
HÍ og stundar nú fram-
haldsnám.
Maki: Snorri Beck Gísla-
son, f. 1979, starfsmaður
hjá Microsoft.
Foreldrar: Sigrún Ólafs-
dóttir, f. 1962, kennari í
Reykjavík, og Róbert
Magnússon, f. 1948, pró-
fessor við UTA, búsettur í
Texas.
Bryndís Júlía
Róbertsdóttir
30 ára Hólmfríður ólst
upp í Reykjavík, lauk prófi
í margmiðlunarhönnun og
rekur verslunina Curvy í
Nóatúni 17 og netverslun.
Maki: Arnar Jónsson, f.
1982, tæknibrellumaður
hjá Latabæ.
Börn: Birta Berglind, f.
2008, og Rökkvi, f. 2012.
Foreldrar: Elín Ó. Hall-
dórsdóttir, f. 1961, fjár-
málastjóri, og Guð-
mundur Þ. Björnsson, f.
1958, meindýraeyðir.
Hólmfríður
Guðmundsdóttir
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Aðeins 2 hitaeiningar og
0,5 g kolvetni í 100 ml.
Koffín, guarana og ginseng... virkar strax!
15 kraftmiklar freyðitöflur í einum stauk. Skellt út í
vatn nákvæmlega þegar þér hentar – heima, í vinnunni,
skólanum, í ræktinni, í golfinu...
Handhægt, bragðgott og frábært verð
Vertu alltaf með orkuna við höndina og gríptu einn
stauk af FOCUS í næstu verslun .
Fæst í Fjarðarkaup og helstu apótekum um land allt
brokkoli.is
FOCUS
Kraftmikill og frískandi
orkugefandi drykkur án sykurs!
Vantar þig aukna orku fyrir jólin?