Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Löggjöf á Íslandi er með þeim ann-
mörkum að ný og hættuleg fíkniefni
eru ekki á opinberum listum yfir
bönnuð ávana- og fíkniefni. Varsla
og innflutningur þessara nýju efna –
en erlendis skjóta ný efni upp sínum
ljóta kolli í hverri viku – er því refsi-
laus samkvæmt lögum.
Þessi nýju fíkniefni kallast nsp-
efni (e. new psychoactive sub-
stances) og eru stundum á enskri
tungu nefnd „legal highs“ eða lögleg
fíkniefni. Yfirleitt er um að ræða af-
brigði eða afleiður af þekktum fíkni-
efnum og þau innihalda að miklu
leyti sömu efnin. Efnafræðileg
formúla er hins vegar aðeins frá-
brugðin eldri efnunum. Og þar ligg-
ur hundurinn grafinn.
Þegar dæmt er vegna fíkniefna er
annars vegar litið til almennra
hegningarlaga og hins vegar til laga
um ávana- og fíkniefni. Í almennum
hegningarlögum er ekki fjallað um
fíkniefnin sem slík, heldur einungis
um refsingar við að flytja inn, selja
eða vera með tiltekin efni sem séu
bönnuð samkvæmt lögum um áv-
ana- og fíkniefni.
Ákvæði um afleiður haldlaust
Þegar einhver er tekinn með
fíkniefni þarf því að fletta upp í lög-
um um ávana- og fíkniefni. Sé ekk-
ert fjallað um efnið í lögunum má
fletta upp í reglugerð um ávana- og
fíkniefni, sem heilbrigðisráðherra
setur, á grundvelli sömu laga.
Reglugerðin bannar tiltekin fíkni-
efni og einnig hvers kyns „sölt, esta,
peptíð og hvers konar afleiður (af-
brigði) efna […] þar með taldar af-
leiður sem eru frábrugðnar upp-
runalega efninu (viðmiðunarefninu)
að því er varðar staðsetningu efna-
hóps eða efnahópa á kolefni, köfn-
unarefni, súrefni og/eða brenni-
steini,“ eins og segir í lögunum.
Ákvæðið var sett inn árið 2001.
Nú kynni einhver að ætla að þetta
ákvæði myndi duga til að ná yfir
nýju fíkniefnin, sem eru einmitt að
mestu ýmiss konar afleiður og af-
brigði af eldri efnum.
Svo er þó ekki að mati Hæsta-
réttar. Og hann ræður.
Þessi afstaða Hæstaréttar hefur
legið fyrir í um áratug, samkvæmt
upplýsingum frá velferðarráðuneyt-
inu, sem einnig er heilbrigðisráðu-
neytið.
Vandinn sem felst í því að ákvæði
um bann við hvers kyns afleiðum
heldur ekki fyrir dómi og að til-
greina verður hvert efni sérstak-
lega, hefur þó ekki verið leystur.
Ráðuneytið hefur hingað til uppfært
listann eftir þörfum og þeim upplýs-
ingum sem það fær um ný efni, s.s.
þegar hald er lagt á fíkniefni sem
ekki hafa áður borist hingað en
einnig er stuðst við upplýsingar frá
fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna (UNODC).
Einar Magnússon, lyfjamálastjóri
velferðarráðuneytisins, segir að þró-
unin undanfarið eitt til tvö ár geri
það að verkum að áríðandi sé að
bregðast við. Síðastliðið ár hafi
ráðuneytið og landlæknir verið með
málefnið til rækilegrar skoðunar.
Ný reglugerð sé í smíðum og bú-
ist sé við að hún verði sett fljótlega
eftir áramót. Með henni muni tugir
nýrra fíkniefna bætast á bannlist-
ann.
Þetta sé þó ekki varanleg lausn
enda fjölgi nýjum fíkniefnum ört.
„Það eru hundruð þúsunda mögu-
leikar á að búa til ný afbrigði af
fíkniefnum,“ segir Einar.
Meðal þess sem verið sé að kanna
er hvort breyta þurfi lögum til að
gera afleiður fíkniefna ólögleg, án
þess að þurfa að uppfæra reglugerð-
ina í hvert sinn sem nýtt afbrigði
birtist. Sá hafi raunar verið tilgang-
urinn með ákvæðinu frá 2001, en
Hæstiréttur hafi því miður ekki talið
að það stæðist.
Best væri ef hægt væri að tengja
bannlistann við lista stærri ríkja eða
alþjóðastofnana sem séu betur í
stakk búin til að fylgjast með þróun-
inni og bæta nýjum efnum inn.
Við smíði reglugerðarinnar nú sé
einkum horft til þess hvaða fíkniefni
Danir og Norðmenn hafi bannað.
Þá sé verið að kanna hvort rétt sé
að fella stera undir sömu reglur og
ávana- og fíkniefni en ekki sé ljóst
hvort hægt sé að gera það með
reglugerðarbreytingu eða hvort
breyta þurfi lögum.
Skilgreini betur eftirlit
Einar bendir á að ráðuneytið og
landlæknir fáist fyrst og fremst við
málefni heilbrigðiskerfisins. Lög-
regla og innanríkisráðuneytið hafi
betri yfirsýn yfir það sem er að ger-
ast í undirheimum. Honum finnst
sem það mætti skilgreina betur hver
eigi að fylgjast með þróuninni á
fíkniefnamarkaðnum.
Aðspurður segir hann að ekki hafi
á þessu ári borist ósk til ráðuneyt-
isins um að reglugerðinni yrði
breytt þannig að hún tæki til tiltek-
inna nýrra fíkniefna.
Hafa hundrað þúsund möguleika
Undirbúa reglugerð til að bregðast við fjölgun nýrra fíkniefna Tugir efna bætast við á listann
Nýju lyfin eru oftast afleiður eldri efna Afleiður eru bannaðar með lögum en bannið heldur ekki
Morgunblaðið/Sverrir
Eitur Vandinn sem felst í því að ákvæði um bann við hvers kyns afleiðum heldur ekki fyrir dómi og að tilgreina
verður hvert efni sérstaklega, hefur ekki verið leystur. Ný efni falla því ekki undir bann við fíkniefnum.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Nýjasta, eða a.m.k. eitt nýjasta, dæmið um að ákvæði um afleiður og af-
brigði haldi ekki fyrir dómi er frá 2011. Þá dæmdi Hæstiréttur í máli
manns sem flutti inn 3,7 kíló af efni sem heitir 4-flúoramfetamín og er af-
leiða amfetamíns. Hæstiréttur dæmdi að þar sem efnið væri hvorki bannað
í lögum um ávana- og fíkniefni, né væri minnst á það í reglugerð ráðherra,
væri innflutningur þess ekki óheimill.
Maðurinn, sem hafði reyndar játað að hann hefði talið sig vera að flytja
inn eitt kíló af „lyktarlausu kókaíni“ var því ekki dæmdur fyrir amfetamín-
ið en fékk samt sem áður 15 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn
„kókaínið“. Efnið var þó gert upptækt enda hafði heilbrigðisráðuneytið
breytt reglugerðinni eftir að maðurinn var handtekinn og var 4-flúoramfe-
tamíninu bætt á bannlistann.
Skellt á listann
þegar efnið fannst
Reglugerðinni um ávana- og fíkni-
efni og önnur eftirlitsskyld efni var
síðast breytt í júní 2012 þegar efnið
dronabinol, sem inniheldur sama
virka efni og kannabis, var bannað.
Nánast sama efni, undir öðru heiti,
var bannað með reglugerðarbreyt-
ingu í maí 2012. Alls hefur reglu-
gerðinni verið breytt átta sinnum
frá 2001.
Þessi íslenski bannlisti hefur alls
ekki haldið í við þá þróun sem átt
hefur sér stað í framleiðslu nýrra
fíkniefna erlendis. Ýmis önnur ríki,
s.s. Bretland, hafa bætt mun fleiri
lyfjum á listann og fram kemur á
fréttavef BBC að frá árinu 2010
hafi 200 ný fíkniefni verið bönnuð í
Bretlandi.
Við lauslega skoðun á íslenska
listanum kom í ljós að á hann vant-
aði ýmis ný fíkniefni, m.a. efnin
mephedrone og pma sem bæði eru
talin hafa valdið dauðsföllum í
Bretlandi. Alls er talið að 52 hafi
látist í Bretlandi af völdum nýrra
fíkniefna árið 2012.
Fá mál sem tengjast þessum efn-
um hafa komið til kasta lögreglu og
tollgæslu hér á landi. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu er fylgst með
málinu í samvinnu við lögreglu ann-
ars staðar á Norðurlöndum.
Hér var breytt fyrir 1½ ári
BRETAR HAFA BANNAÐ 200 NÝ FÍKNIEFNI FRÁ 2010
Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is
Band-
slípivélar
3 Kw
75x2000 og
150x2000
Verð frá
kr. 134.900.-
Bandsög
Vökvastýrð niðurfærsla
og lokun á skrúfstykki
Sagar rúnnstál
- 230 mm 90°
- 210 mm vinstri og hægri
Öflug iðnaðarsög blaðstærð
2825x27x0,9
Tilboðsverð
kr. 889.900.-
Borvél gírdrifin
Borgeta í stál 30 mm
Snittun í stál 16 mm
Snúningshraðasvið
105-2348 sn/mín
Verð kr. 695.000.-
Bandsög vökvastýrð
niðurfærsla
Sagar rúnnstál
- 220 mm í 90°
- 160 mm í 45°
Blaðstærð
2450x27x0,90
Verð kr. 495.000.-
Iðnaðarvélar
fyrir fagmenn
Sandblásturskassi
Innri mál
1200x600x570mm
Verð kr. 269.000.-
Fjölgun nýrra fíkniefna, nps-
efnanna, er gríðarleg. Í skýrslu
fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna, UNODC, frá
því fyrr á þessu ári, kemur fram að
árið 2009 hafi verið vitað um 166 slík
efni en þeim hafði fjölgað í 251 um
mitt ár 2012.
Þetta var í fyrsta sinn sem ný efni
voru fleiri en þau efni sem eru á al-
þjóðlegum bannlistum um fíkniefni
en þau eru 234 talsins. Þá segir að
notkun efnanna dragist yfirleitt
saman eftir að reglur hafa verið sett-
ar um notkun þeirra.
Fjölgaði
um 50% á
þremur árum
Fíkniefni Fjölgun nýrra fíkniefna,
nps-efnanna, er gríðarleg.
Morgunblaðið/Kristinn