Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Glerárgata 7, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Presonus heimastúdíó 39.990 Blásturshljóðfæri fráYAMAHAogOdyssey Við höfumgræjurnar fyrir þig Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir að leyfa ljóðinu að þrosk- ast hjá þér og sækja síðan í það kraft til nýrra verka. Vertu samt viss um að þú sért með allar upplýsingar. Þér eru allir vegir færir og þú veist það innst inni. 20. apríl - 20. maí  Naut Peningavandræði og ágreiningur við ástvin koma hugsanlega upp í dag. Spenn- andi svið sem vert er að kanna eru fast- eignir og lítil fyrirtæki. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft á óvenjumikilli hvíld að halda vegna óvissu og breytinga á heim- ilinu. Vertu manneskja til að taka afleið- ingum gjörða þinna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Flýttu þér hægt, því flas er sjaldn- ast til fagnaðar. Þú freistast til að sýna fjöl- skyldu eða ættingjum of mikið örlæti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú ert alltaf að búast við vandræð- um leita þau þig uppi. Finndu þér tóm- stundagaman sem þú getur látið lyfta þér upp í frítíma þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn þótt einhver meiningarmunur komi upp. Ekki rugla því saman að hjálpa til eða fórna sér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Spáðu í þetta: Barátta þín er fyrst og fremst við sjálfa/n þig. Gefðu málinu þann tíma sem þarf til að það leysist farsællega. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og lítilfjörlegustu atvik geta leitt til styrjalda. Fólk á sömu línu og þú elskar að heyra nýjustu furðukenningarnar þínar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eina rétta leiðin til að ráðast í stórvirki er að ganga til þeirra með já- kvæðu hugarfari. Notaðu tækifærið og reyndu að bæta samband þitt við þína nán- ustu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. Láttu svo annað lönd og leið en stefndu ótrauð/ur að takmarkinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í lófana og takir þér tak. Taktu þér frí, ef tækifæri er til, en gefðu þér tíma til þess að svara þeim sem til þín leita. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gleymdu vonbrigðum þínum og vertu bein/n í baki. Kynntu mál þitt af hóg- værð og þá færðu fólk til að hlusta á þig. Ekki er allt gull sem glóir. Vísnahorni barst gott bréf fráBirni Jóhanni Björnssyni. Þar skilar hann síðbúinni kveðju til Pebl frá tengdaföður sínum, Trausta Pálssyni á Sauðárkróki, áður bónda á Laufskálum í Hjaltadal, „með þökkum fyrir áritaða og snjalla Limrubókina!“ Eftir lesturinn datt honum í hug þessi limra: Hún var næstum frá Njarðvík hún Kata, hún naut sín best án fata. Hún var svo villt, svo viljug og tryllt sem væri hún átta gata. Síðan var hann að lesa limru fyrir einhverjum árum og þá fæddist þessi orðaleikur í limruformi: Í Þorlákshöfn þar voru frakkar, í þeim tveir blóðheitir Frakkar þar var ein mær, nei, þær voru tvær, en þær voru helvíti frakkar. Síðan segir Björn Jóhann frá því, að Trausti hafi um árið unnið við endurbætur á fjallaskála á Tungna- hryggsjökli á Tröllaskaga, sem eink- um var notaður af gangnamönnum úr Svarfaðardal. Með honum við verkið var Erlingur Garðarsson frá Neðra-Ási í Hjaltadal. Trausti orti: Með allskonar ærslum og glamri var unnið með sög og með hamri en það er eins víst eins og veröldin snýst að það verður hér vöntun á kamri. Björn Jóhann bætir því við, að eft- ir að þeim Svarfdælingum barst limran til eyrna fóru þeir að huga að kamri við skálann! Á sunnudaginn var skrifað í Leir- inn „Lögreglan stal hnetum drottn- ingar“. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Buckingham-slotið með gluggalaus göng er geigvænlegt koldimma vetur. Laumast þar verðir og lögregla svöng er langar í forboðnar hnetur. Hinir forboðnu ávextir eru alltaf freistandi. Faðir minn Lárus H. Blöndal orti einhvern tíma: Eva hét hið fyrsta fljóð sem fjandinn skaut til orðum en ósköp þótti Adam góð eplin hennar forðum. Ármann Þorgrímsson orti: Kvíslar unn við kaldan stein með kossum örlög spinnur en nóttin sefur alltaf ein því ástvin hvergi finnur. Og þá er það húsgangurinn: Eg hef setið uppdubbuð allan þennan vetur og beðið þess að góður guð gefi mér hann Pétur. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr gangnakofa Svarfdæla í Buckingham-slotið Í klípu „EKKI OFHUGSA ÞETTA, FARÐU BARA EFTIR ÞVÍ SEM BJÓRVÖMBIN SEGIR ÞÉR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF EITTHVAÐ KEMUR FYRIR FRÆNDA MINN, RAGNAR, Á AUÐUR MINN AÐ RENNA TIL LÍFVARÐAR HANS, LÚLLA STÓRA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eldur sem ekkert getur slökkt. SNÖKT! Æ Æ! VÆL! ... ENGINN LES GULLBRÁ OG BIRNINA ÞRJÁ EINS VEL OG HELGA! ÞAÐ ER RÉTT, HRÓLFUR ... ÞETTA ER GRIMM VERÖLD! ÉG KENNI HENNI ALLAVEGA UM!Víkverji hlustar gjarnan ámorgunþátt Bylgjunnar, Í bítið, og heyrir þar mörg gullkornin. Í fyrradag var til dæmis endurfluttur bútur úr ræðu Sigríðar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem hún hreinlega missti stjórn á skapi sínu í ræðustól, og í gærmorgun lýsti Gissur Sigurðsson fréttamaður því meistaralega hvernig borgarfull- trúar væru eins og lélegir skák- menn. x x x Fyrir nokkru rifjaði Gissur upp aðrútur tepptu gjarnan þessar fáu götur sem mætti aka um í miðborg- inni og ljóst væri að eitthvað mikið væri að skipulaginu. Í gær furðaði hann sig á tillögu borgarfulltrúa um að banna akstur þessara stóru bif- reiða í miðborginni og sagði ljóst að þeir kynnu ekki að tefla. Góðir skák- menn hugsuðu marga leiki fram í tímann, en lélegir skákmenn hugs- uðu bara um einn leik í einu og væru því alltaf á byrjunarreit, þyrftu alltaf að hugsa stöðuna upp á nýtt. Ekki gengi að setja farþega, sem ætluðu á hótel í miðborginni, út á Hlemmi og segja þeim að ganga þaðan með töskurnar. Skyldu borgarfulltrúar hafa áttað sig á þessu? x x x Þegar snjóar hefur stefna borgar-stjóra á líðandi kjörtímabili gjarnan verið sú að bíða eftir að hann rigni. En stundum hafa gang- stígar verið ruddir og sandbornir og má ætla að sá siður hafi verið tekinn upp á ný eftir að borgarfulltrúar eða einhverjir nátengdir þeim byrjuðu að hrasa á hættulegum gangstígum í tíma og ótíma. Þar sem tekið hefur verið til hendi hefur tekist vel til en betur má ef duga skal. Það skilar aldrei árangri að hreyfa aðeins eitt peð á skákborðinu. x x x Annars nennir Víkverji ekki aðnudda í borgarfulltrúum enda nógu margir til þess. Hann vill frek- ar hrósa Baggalúti fyrir góða jóla- tónleika og efast ekki um að þar kann Karl Sigurðsson borgarfulltrúi betur mannganginn en í borgar- stjórn. víkverji@mbl.is Víkverji En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. (Fyrra Pétursbréf 3:15)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.