Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Skeifunni 11 · Reykjavík · Símar: 530·2800 / 550·4444Síðumúla 9 · Reykjavík · Sími 530 2900 samsungsetrid.is Háþróaðar og vandaðar myndavélar frá Samsung Samsung · NX 1000 { TIL BÆÐI SVÖRT OG HVÍT } { TIL BÆÐI SVÖRT OG HVÍT } 8 rammar á sek. Direct Wi-Fi I-Function linsa Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. ISO 100-12800 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt) TILBOÐSVERÐ: 129.900 kr 20.3 milljón pixlar 18-50 mm linsa fylgir APS-CMOS Sensor Samsung · NX 210 20.3 milljón pixlar 20-50 mm linsa fylgir APS-CMOS Sensor 8 rammar á sek. Direct Wi-Fi I-Function linsa Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. ISO 100-12800 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt) Verð: 99.900 kr Samsung · NX 300 20.3 milljón pixlar 18-55 mm linsa fylgir 3" hreyfanlegur AMO-LED APS-CMOS Sensor Direct Wi-Fi I-Function Smart Auto ( 14 atriði ) Panorama, 3D View Innbyggt flass Lokarahraði frá 1/8000 upp í 30 sek. ISO frá 100 - 12800 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt) TILBOÐSVERÐ: 179.900 kr Þessar glæsilegu myndavélar frá Samsung bjóða allar upp á þráðlaust streymi mynda með WiFi-tækninni beint inn í sjónvarpið og tölvuna – og þannig beinustu leið inn á samskiptamiðla internetsins; Facebook, Twitter, Flickr o.fl. Einnig er hægt að nota Samsung spjaldtölvuna eða Galaxy símann til að stýra myndavélinni og taka myndir þráðlaust. Gefðu háþróaða, vandaða og gullfallega jólagjöf! 20.3 milljón pixlar 18-55 mm linsa fylgir Tekur allt 8.6 ramma á sekúndu 3.3" AMOLED Touch Skjár APS-CMOS myndflaga Direct Wi-Fi Flass fylgir með Lokarahraði frá 1/8000 upp í 30 sek. ISO frá 100 - 25600 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (60fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt) Þyngd: 284gr. Verð: 149.900 kr Samsung · NX 20 Samsung NX 20 hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli og hlotið verðlaun og fjölda viðurkenninga fyrir háþróaða tækni og vandaða hönnun. COMPACT SYSTEM CAMERA Samsung NX 300 2013-2014 Best Product ADVANCED COMPACT SYSTEM CAMERA Samsung NX 20 2013-2014 Best Product Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Orðræða samfélagsins um fatlað fólk þarf að breytast. Slíkt gerist þó ekki nema með viðhorfsbreyt- ingu almennings. Eitt mikilvæg- asta verkefni okkar er að ná betur til þeirra sem leiða um- ræðu líðandi stundar. Fatl- aðir hafa sama rétt og aðrir til sjálfstæðs lífs. Því er mikilvægt að fjallað sé af þekkingu og virð- ingu um þessi mál,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands. Kröfugerðir skila ekki árangri Ellen, sem hafði verið fram- kvæmdastjóri AD/HD-samtakanna síðustu ár, var kjörin formaður ÖBÍ nú í haust. Hafði verið vara- formaður bandalagsins í eitt ár. Ákvað að stíga skrefinu lengra og bjóða sig fram til formennsku. Taldi þörf á áherslubreytingum og vildi leiða þær. Á aðalfundi í októ- ber fékk Ellen 51% greiddra at- kvæða og tók við keflinu af Guð- mundi Magnússyni. „Við þurfum að beita okkur meira í þjóðfélagsumræðunni og leggja fram raunhæfar lausnir í þeim málum sem eru í brennidepli hverju sinni,“ segir Ellen. „Við eigum að vera gerendur í sam- félaginu. Ég efast um að kröfu- gerðir og yfirlýsingar um að hart skuli mæta hörðu til dæmis í sam- skiptum við ríkisvaldið skili ár- angri. ÖBÍ hefur þunga til þess að ná breytingum í gegn, en innan vébanda 37 aðildarfélaga okkar eru tæplega 30 þúsund fé- lagsmenn eða nærri 9% þjóð- arinnar.“ Aðstæður fólksins ólíkar Ellen telur mikilvægt að fólk á vettvangi ÖBÍ stilli betur saman strengi sína svo baráttan verði ár- angursríkari. Aðstæður fólksins sem bandalagið starfar fyrir séu eins ólíkar og það sé margt. Hafa beri í hug að aðeins helmingur fé- laga sé á örorkulífeyri frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Þó svo flestir aðrir njóti velferðarþjónustu með einhverju móti. „Innan aðilarfélaga okkar eru langveikir einstaklingar börn, ungmenni og fullorðið fólk. Allt eru þetta einstaklingar með ein- hvers konar fötlun eða glíma við raskanir en taka þó virkan þátt í samfélaginu. Stór hópur liðs- manna aðildarfélaganna getur því varla talist til öryrkja. Því hefur stundum verið nefnt hvort betur færi að bandalagið fengi nýtt nafn. Það mál þurfum við að skoða eins og svo mörg önnur með það fyrir augum að góðum málum megi þoka áleiðis,“ segir Ellen. Bætur fylgi neysluviðmiðum Í dag fær fólk sem er metið til 75% örorku bætur frá Trygg- ingastofnun sem hið mesta geta orðið um 180 þús. kr. á mánuði. Til samanburðar má nefna að lág- markstekjutrygging í dagvinnu skv. kjarasamningum á almenna markaðnum er rösklega 204 þús. kr. Þá er líklegt að launþegi á lág- markslaunum hækki í launum með aldri og reynslu en sá sem lifir á örorkulífeyri á litlar vonir um betri tíð. „Neysluviðmið stjórnvalda segja að fólk þurfi minnst um 300 þús. kr. á mánuði til að framfleyta sér og auðvitað eiga laun og bóta- greiðslur að fylgja því. Það er áhyggjuefni að bilið milli lægstu launa og örorkubóta hefur breikk- að síðustu ár. Á fundi með Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra á dögunum komum við með þá til- lögu að þetta bil yrði brúað í áföngum með hækkun grunnlíf- eyris,“ segir Ellen og heldur áfram: „Einhverjar skerðingar hafa verið afnumdar nýlega og fyrir það erum við þakklát en betur þarf ef duga skal. Hvað varðar til- lögur okkar um hækkun á grunn- lífeyri fengum við þau svör að svigrúmið væri ekki til staðar. Hins vegar hefur umræðan verið opnuð. Í umsögn okkar um fjár- lagafrumvarpið í haust bentum við á lækkun tekjuskatts í grunnþrepi myndi henta fleirum. Tillagan fólst í því að lækka tekjuskatt um 0,3% í miðþrepinu og 0,5% í grunnþrepinu, þar sem flestir okk- ar umbjóðenda eru. Slík útfærsla hefði nýst okkar fólki vel og engu breytt um afkomu ríkissjóðs.“ Aðhald er þýðingarmikið Aðhald gagnvart stjórnvöldum er einn af þýðingarmestu þáttum í starfi ÖBÍ, að mati Ellenar. Hún nefnir að bandalagið hafi gert fjöl- margar athugasemdir við fjárlaga- frumvarp næsta árs. Miðað sé við að starfsendurhæfingarsjóður fái ekki lengur fjármagn úr ríkissjóði og að Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi úr meiru að spila til að stytta biðlista. Þangað sé leitað grein- ingar ef börn eru hugsanlega með athyglisbrest og ofvirkni. Ef ekk- ert er að gert þurfi þorri þessara barna á þjónustu barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans að halda sem sé mun dýrari leið. Þá sé ekki gert ráð fyrir fjármunum til að raungera framkvæmdaáætl- un í málefnum fatlaðra. Með henni hafi verið ætlunin að nálgast markmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – sem haldist í hendur við það markmið ÖBÍ að treysta stöðu umbjóðenda sinna í orði og verki. Þurfum að vera ger- endur í samfélaginu Morgunblaðið/Ernir Hjólastólabolti Ríflega 30 þúsund manns eru í ÖBÍ. Aðstæður fólksins eru eins mismunandi og það er margt, en rauði þráðurinn í réttindabaráttunni er að geta tekið þátt í samfélaginu og öllu daglegu lífi.  Breytt umræða er baráttumál Ellenar Calmon nýs formanns ÖBÍ  Nýtt nafn kemur til greina  Grunnlífeyrir og lægstu laun verða að fylgjast að Ellen Calmon Stundum er sagt að Öryrkjabandalag Íslands sé eins og verkalýðsfélag án samningsréttar. „Við getum þrýst á en ekki farið í til dæmis verkfallsaðgerðir eða aðrar skærur. Besta leiðin til árangurs í dag er að koma með já- kvæðan tón inn í umræðuna og leggja fram sanngjarnar og raunhæfar tillögur,“ segir Ell- en Calmon. Hún vill samstarf við t.d. ASÍ og í samtölum við forystumenn þess hafi hún skynjað samhljóm. Húsnæðismál formanni ÖBÍ áhyggjum enda sé þröng sé á leigumark- aði og verð rokið upp úr öllu valdi. Þá séu langir biðlistar sé eftir leiguíbúðum hjá Brynju sem leigufélag ÖBÍ. „Við þurfum líka samstarf við vinnuveit- endur,“ segir Ellen. „Leið atvinnulausra út á vinnumarkaðinn hefur verið greidd. En við þurfum líka að bjóða fötluðu fólki sambæri- legan valkost. Og ég trúi ekki öðru en forysta atvinnulífsins hafi áhuga á slíku og muni leggja lið. Í líklega hverri einustu fjölskyldu á Íslandi eru langveikir, fatlaðir eða fólk sem glímir við raskanir í einhverri mynd. Þörfin á úrræðum ætti öllum að vera ljós.“ Árangur með raun- hæfum tillögum ATVINNU- OG HÚSNÆÐISMÁL BRÝN VIÐFANGSEFNI Nauthólsvík Börn í sumarbúðum í Reykjadal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.