Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 60
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Þjóðagrínið vekur heimsathygli 2. Atvinnulaus og vann 70 milljónir 3. Víðigerði gjaldþrota og lokað 4. „Ég var valin fallegust í heimi …“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngvarinn Kristján Jóhannesson hlýtur viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Sjóðnum ber að styrkja efnilega tónlistarnema í söng og fíólínspili. Kristján hefur fram- haldsnám sitt í söng í janúar nk. við Konservatoríið í Vínarborg, þar sem kennari hans verður Uta Schwabe. Hlaut viðurkenningu Önnu K. Nordal  Bedroom Community- útgáfan er, líkt og undanfarin ár, í hátíðarskapi og hefur af því tilefni gefið út jólamixið Yule sem er frítt til niðurhals með hverri keyptri plötu á heimasíðu útgáfunnar. Meðal höfunda efnis eru James McVinnie & Nadia Sirota, Valgeir Sigurðsson og Daníel Bjarnason. Jólamixið Yule frá Bedroom Community  Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Maté píanóleikari úr Tríói Reykjavíkur koma fram á hádegistón- leikum á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15 ásamt Huldu Björk Garðars- dóttur sópran. Á efn- isskránni verða verk eftir Mozart, Corelli, Bach og Strauss. Aðgang- ur er ókeypis og eru allir vel- komnir. Hamingja, hátíðleiki og hugarró í hádegi Á laugardag Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil og snjókoma. Hægari vindur í öðrum landshlutum, víða él en skúrir með austur- ströndinni. Frostlaust með ströndinni og vægt inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt síðdegis með snjókomu sunnan- og austanlands, en rigningu með suðurströndinni. Austan 10-18 m/s í kvöld. Hiti kringum frostmark. VEÐUR Handbolti, fimleikar og lyft- ingar eru í hvað mestri sókn hérlendis samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ um iðkendafjölda hjá sérsamböndum þess. Handboltinn bætti við sig flestum iðkendum árið 2012 eða 711 og er aukningin nokkuð jöfn þegar litið er til kynjanna og aldurs. Fim- leikar bættu við sig 560 iðk- endum eftir að hafa fengið tæplega 1.000 nýja iðk- endur árið áður. »4 Handbolti, fim- leikar og lyftingar Rut Jónsdóttir, landsliðskona í hand- knattleik, þarf að taka sér frí frá íþróttinni næstu tíu mánuðina eða svo vegna alvarlegra meiðsla í öxl. Hún fer í aðgerð strax eftir áramótin, leikur ekki meira með Tvis Holstebro eða íslenska landsliðinu í vetur og vor, og óvíst er að hún verði tilbúin þegar næsta keppnistímabil hefst. »1 Rut verður frá keppni næstu tíu mánuðina „Á síðustu árum hafa liðin í deildinni ekki átt erindi í Fram og Val. Þar af leiðandi kom það mjög á óvart þegar okkur tókst að slá Val út í úrslitakeppninni í vor. Síðan höfum við haldið okkar striki en það skyldi enginn afskrifa Valsliðið, langt í frá, það á bara eftir að styrkjast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörn- unnar og íslenska landsliðsins, í ítarlegu við- tali um kvennadeildina í handbolta. »2-3 Stjarnan efst en enginn skyldi afskrifa Val ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Viðurkenningin kom mér algjör- lega í opna skjöldu og það var ein- stök upplifun að vera í þingsalnum, þar sem þingmenn stóðu upp og klöppuðu mér lof í lófa, mikill heið- ur,“ segir Vestur-Íslendingurinn Robert T. Kristjanson, fiskimaður á Winnipegvatni í Kanada. Fylkisstjórn Manitoba heiðraði Robert T., Bobby eins og hann er líka gjarnan kallaður, í tilefni átt- ræðisafmælis hans 7. desember sl. fyrir dugnað hans við að verjast mengun í Winnipegvatni og baráttu fyrir sjálfbærum veiðum. Peter Bjornson, húsnæðis- og fé- lagsmálaráðherra, ávarpaði Bobby og Sigurrós, eiginkonu hans, á þing- fundi í þinghúsinu í Winnipeg. Hann gat þess að Robert hefði haft fisk- veiðar að atvinnu í 65 ár, byrjað 1948 og væri enn að. „Hann hefur verið öðrum í samfélaginu við vatnið hvatning í áraraðir,“ sagði Peter, sem er frá Gimli eins og Bobby og hefur verið þingmaður svæðisins og ráðherra síðan 2003. Sendiherra fiskimanna „Robert er þekktur víða um heim sem sendiherra fiskimanna á Winni- pegvatni,“ sagði Peter og benti á að hann hefði verið sæmdur afmælis- orðu Bretadrottningar, The Queen’s Diamond Jubilee Medal, á 79 ára af- mæli hans í fyrra. Ástríða hans hefði verið verðlaunuð, framkoma, árang- ur og lífsmáti, lífsmáti fiskimannsins á Winnipegvatni. „Ég er ekki þekktur fyrir að sitja hljóður úti í horni og þessi viður- kenning, eins og aðrar, sýnir að ég hef gert eitthvað rétt,“ sagði Bobby í gær áður en hann hélt út á ísinn. Vegna athafnarinnar missti hann dag úr vetrarveiðunum, sem hófust í lok nóvember. „Það er mikill fiskur en það er óvenjulega mikill snjór á ísnum og hann gerir okkur erfitt fyr- ir,“ segir Bobby og bætir við að kuldinn hafi líka verið óvenjulega mikill. Hann var -35 gráður með vindkælingu í gær og segir Bobby að rakinn sé meiri en áður. Robert T. er þriðji ættliðurinn í beinan karllegg til þess að hafa af- komu af fiskveiðum í Winnipegvatni, en Peter benti á að sonur hans og sonarsynir hefðu fetað í fótsporin og því væru enn þrír ættliðir úti á vatn- inu. Robert T. væri virtur fyrir bar- áttu fyrir mikilvægi umhverfis- verndar enda ötull talsmaður ómengaðra vatna og sjálfbærni fisk- veiða með kynslóðir framtíðarinnar í huga. „Hann er fyrirmynd, óþreyt- andi talsmaður Winnipegvatns og hvatning til okkar allra,“ sagði Peter Bjornson. Bobby, fiskurinn og vatnið  Fylkisstjórn Manitoba heiðrar Robert T. Viðurkenning Peter Bjornson, Robert T. Kristjanson og Sigurrós Kristjanson í þinghúsinu í Winnipeg. Morgunblaðið/Kristinn Lífsbjörgin Bobby til vinstri í kunnuglegri stellingu á ísnum á vatninu. VEÐUR » 8 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.