Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Ríkisútvarpið skautar laufléttframhjá umfjöllun fram- kvæmdastjórnar ESB um IPA- styrkina í bréfi sem fram- kvæmdastjórnin sendi Ríkisútvarp- inu vegna fyrirspurnar þess.    Ríkisút-varpið sagði í frétt sinni um málið í fyrradag að framkvæmda- stjórnin hefði ekki talið rétt að halda áfram að greiða IPA- styrkina á meðan málin væru í bið- stöðu „enda sé tilgangur styrkj- anna að styrkja aðildarviðræð- urnar“.    Í bréfinu sem Ríkisútvarpið vitn-ar til er þetta þó orðað töluvert á annan veg og merkingin þar er önnur. Þar segir um IPA-styrkina að tilgangur þeirra sé að styrkja land í vaxandi aðlögun (e. progres- sive alignment) að lögum, stöðlum og stefnu ESB með það fyrir augum að vera að fullu búið undir aðild (e. fully prepared for EU members- hip).    Framkvæmdastjórn Evrópusam-bandsins gat í þessu bréfi ekk- ert verið skýrari um að hún líti á IPA-styrkina sem aðlögunarstyrki sem hafi þann tilgang að laga um- sóknarland að ESB fyrir inngöngu í sambandið.    Aðildarsinnar hér á landi hafaalla tíð neitað þessu eðli IPA- styrkjanna eða viðræðnanna og í frétt sinni aðstoðar Ríkisútvarpið við þessa afbökun.    Svo geta menn velt því fyrir sérhvort það er tilviljun að Ríkis- útvarpið getur aldrei flutt rétta frétt um þessa styrki eða hvort þar búa annarleg sjónarmið að baki. Aldrei minnst á aðlögunina STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 alskýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 6 alskýjað Stokkhólmur 5 alskýjað Helsinki 2 súld Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 3 skúrir Glasgow 3 skýjað London 8 skúrir París 7 skúrir Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 skýjað Vín -2 snjókoma Moskva -1 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 11 skúrir Mallorca 15 skýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 10 skýjað Winnipeg -26 skýjað Montreal -2 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 3 alskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:34 DJÚPIVOGUR 11:01 14:50 Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við viljum gjarnan auka samstarf á milli skólanna á svæðinu, bjóða upp á góða sérfræðiþjónustu fyrir skólana og ekki síður viljum við auka gæði skólastarfsins almennt með auknu samstarfi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, um nýjan samstarfs- samning um skóla- og velferðar- þjónustu Árnesþings í Hveragerði sem undirritaður var á miðviku- daginn. Að samstarfinu standa Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerð- isbær, Grímsness- og Grafnings- hreppur, Bláskógabyggð, Hruna- mannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahrepp- ur. Geta samnýtt kraftana Aldís segir víða í skólunum á þessu svæði vera ýmsa sérþekk- ingu. „Við sjáum því í hendi okkar að við getum nýtt okkur þá krafta sem þegar eru til staðar innan skólanna á svæðinu til hagsbóta fyrir alla.“ Þá yrði einnig farið í sameiginlega stefnumörkun um áhersluatriði innan fræðslumála. Aldís segir aðdraganda sam- starfsins vera þá ákvörðun Ár- borgar að segja sig frá Skólaskrif- stofu Suðurlands. Í kjölfarið var ákveðið að hin sveitarfélögin myndu ekki halda rekstri þeirrar skrifstofu áfram. Fyrir tveimur ár- um hófu sömu sveitarfélögin sam- starf á sviði félagsþjónustu. Reyndist sú samvinna mjög vel, og segir Aldís að þarna sé verið að samþætta skólamálin og velferð- armálin undir einum yfirmanni. „Það var mikið gæfuspor þegar við fórum í sameiginlega velferðar- þjónustu og þegar þetta kom upp með skólaskrifstofuna vildum við fara í sama farveg,“ segir Aldís. Aldís bætir við að sveitarfélögin hafi verið mjög lánsöm að hafa fengið Gerði G. Óskarsdóttur, fyrr- verandi fræðslustjóra Reykjavíkur, til aðstoðar við undirbúning. „Það er fullur vilji allra sem að þessu standa að gera góða skóla ennþá betri,“ segir Aldís að lokum. Við undirritunina Frá vinstri: Gunnar Þorgeirsson, Margrét Sigurð- ardóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Gunnsteinn R. Ómarsson, Aldís Hafsteins- dóttir. Standandi: Björgvin Skafti Bjarnason og Ragnar Magnússon. Auka gæði skóla með samstarfi  Árnesþing semur um skólaþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.