Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is N1 var skráð á hlutabréfamarkað í gær. Íslandsbanki og Framtaks- sjóðurinn seldu 28% hlut í fyrir- tækinu í útboði á dögunum. Bréfin hækkuðu um 22,9% miðað við gengið sem almennir fjárfestar keyptu á í útboði og 4,4% miðað við gengið sem fagfjárfestar keyptu á, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll. Á lista yfir 20 stærstu hluthafa eru tveir einkafjárfestar: Helga- fell, sem er í eigu eigenda fjöl- skyldufyrirtækisins Nathan & Ol- sen, er með 1,6% hlut. Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group og eiginmaður Bjargar Fenger sem á heildverslunina og fleiri fyrirtæki ásamt bróður sín- um og móður, er framkvæmda- stjóri Helgafells. Landsýn, félag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, á 1,3% hlut í N1. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, bendir á að N1 sé sjötta félagið sem fer á markað eftir hrun og að samanlagt mark- aðsvirði þeirra nemi hátt í 200 milljörðum króna. Hagar voru fyrstir í röðinni og fóru á markað í árslok 2011. - Hvað finnst þér um taktinn í nýskráningum í Kauphöll? „Mér finnst takturinn góður. En ég get ekki neitað því, að mér finnst ónýtt rými vera fyrir fleiri fyrirtæki til að koma á markað- inn,“ segir hann og nefnir að smærri fyrirtæki eigi líka erindi á markað. Hann segir að horfurnar fyrir nýskráningar séu ágætar. Sjóvá, Reitir og Skipti hafi lýst yfir áhuga á að fara á markað, og HB Grandi hyggst færa sig af First North-hliðarmarkaðnum yfir á Að- almarkaðinn. Páll segist telja að markaðurinn beri fimm skráningar á ári, jafnvel meira. Erlendir fjárfestar - Er tími kjölfestufjárfesta brátt liðinn? Lífeyrissjóðir halda al- mennt utan um stærstu hlutina á félögum sem fóru á markað eftir hrun. „Kjölfestufjárfestar eru ekki áberandi í dag, en ég veit ekki hvort sá tími er liðinn. En mér finnst ekkert mjög fjarlægur möguleiki að erlendir fjárfestar komi að borði, líkt og hjá Össuri og í minna mæli hjá Marel. Það er ekkert útilokað, mögulega erlendir aðilar sem eru þegar í landinu og eru reiðubúnir að vera hér áfram.“ - Er raunhæfari möguleiki að það komi erlendur kjölfestufjár- festir en íslenskur? „Mér finnst það ekki fjarlægur möguleiki. Það væri þá líklega fé- lag sem er að sækja á erlenda markaði. Þótt það þurfi ekki að vera, mögulega hefur fjárfestirinn trú á íslensku atvinnulífi. Fyrir- tækin sem hafa farið á markað að undanförnu eru spegilmynd af heilbrigði efnahagslífsins. Innlend rekstrarfélög hafa einkennt upp- bygginguna.“ Bréf almennra fjárfesta í N1 hækkuðu um 23%  Bjarni Ármannsson og Nathan & Olsen meðal hluthafa Fimm stærstu hluthafar N1 21% 10% 6% 6% 5% 52% Aðrir Framtakssjóður Íslands Lífeyrissjóður verslunarmanna Íslandsbanki Stafir lífeyrissjóður Almenni lífeyrissjóðurinn ● Ísfell hf. hefur eignast allt hlutafé netaverkstæðisins Kristbjargar ehf. í Ólafsfirði og tekur við rekstri þess núna um áramótin. Í tilkynningu segir að starfsmannahald Kristbjargar breytist ekki og starfsemi fyrirtækisins verði áfram með sama sniði en framboð vöru og þjónustu eykst verulega. Kristbjörg hóf rekstur 1973 og sinnir netagerð og sölu og viðhaldi veiðarfæra en selur auk þess snjókeðjur fyrir vöru- bifreiðir í miklum mæli og vinnuvélar. Ísfell er eitt hið öflugasta hérlendis á sviði sölu og þjónustu með veiðarfæri. Samstæða Ísfells velti um 3,3 millj- örðum króna á árinu 2013. Ísfell kaupir netaverk- stæðið Kristbjörgu STUTTAR FRÉTTIR Framkvæmda- stjórn Marels hefur verið breikkuð og hafa sjö nýir bæst í hópinn. Með þessum breyt- ingum á allur lykiliðnaður fyr- irtækisins full- trúa í fram- kvæmdastjórninni. Í tilkynningu segir að nýir liðs- menn framkvæmdastjórnarinnar séu Anton de Weerd, yfirmaður iðn- aðarseturs kjúklings, Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður iðnaðarset- urs fisks, Gerrit den Bok, yfirmað- ur iðnaðarseturs frekari vinnslu, David Wilson, yfirmaður iðnaðar- seturs kjöts, Pétur Guðjónsson, yf- irmaður alþjóðlegrar sölu og þjón- ustu, Paul van Warmerdam, yfirmaður alþjóðlegrar fram- leiðslu- og aðfangastýringar og Davíð Freyr Oddsson, yfirmaður mannauðsmála. Árni Oddur Þórðarson tók við starfi forstjóra Marels í byrjun nóv- embermánaðar, en hann var áður stjórnarformaður. Skipulags- breytingar hjá Marel  Sjö nýir í fram- kvæmdastjórnina Marel Breytingar.                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/0-12 +03-,3 2+-4.3 +/-021 +1-321 +40-+, +-++/1 +13-// +./-4. ++,-54 +/0-5, +0/-,4 2+-5., +/-032 +1-30, +40-/5 +-+403 +1/-41 +,0-0, 2+2-04.5 ++1-+2 +/+-,5 +0/-42 2+-532 +/-+4/ +1-/4+ +40-33 +-+2,4 +30-0. +,0-2. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Sími 553 7355 • www.selena.is Bláu húsin v/Faxafen Gjöfin hennar Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is KÓNGABORGARI (120 g safaríkt nautakjöt) með osti, iceberg, sósu, frönskum og kokkteilsósu Árin segja sitt Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, fór með vísu eftir að hafa hringt Kauphallarbjöll- unni vel og lengi, líkt og alltaf er gert þegar nýju félagi er fleytt á markað. Nú er fagnað í byggð og fjöllum, og fjörlegt í verðbréfahöllum, við kát höfum arkað, með N1 á markað, og af ákefð hringjum við bjöllum. Forstjóri fór með vísu HRINGT AF ÁKEFÐ Forstjóri N1 Eggert B. Guðmunds- son fór með vísu í morgunsárið. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.