Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Ljósmynd/Lúðvík Kaaber Jólatalningar Félagarnir Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Helgi Guð- mundsson eru hér með allar græjur í fuglatalningu við Eyrarbakka. Malín Brand malin@mbl.is Finnur Guðmundsson var íraun réttri fyrsti íslenskifuglafræðingurinn. Hannfæddist á Kjörseyri við Hrútafjörð árið 1909 og lést árið 1979. Það má í raun segja að hann hafi „alið upp“ hóp náttúruáhuga- manna og sagt er að hann hafi haft einstakt lag á að kveikja áhuga barna og unglinga á náttúrufræði. Árangurinn hefur skilað sér í fríðum hópi náttúrufræðinga og náttúru- unnenda sem eiga Finni margt að þakka. Á meðal þess sem Finnur gerði var að hóa saman fuglaáhuga- mönnum til að framkvæma vetrar- talningu á fuglum. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, dýravistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, er einn þeirra sem utan um talninguna halda og hefur hann sjálfur tekið þátt í henni í fjölmörg ár. „Upphaflega var tilgangurinn með talningunni að sjá hvaða fuglar væru hér að vetrarlagi. Talningin hefur nýst til að sjá dreifingu teg- unda milli landshluta og þegar tekið er mið af talningu nokkurra ára má sjá ýmiss konar breytingar,“ segir Kristinn Haukur og vísar þar meðal annars til breytinga í stofnstærðum og útbreiðslusvæðum. Þær geta því gefið vísbendingar um ýmislegt. Sendiráðs- og fuglaáhugamaður Á þeim tíma sem vetrartalning- ar hófust hér á landi verður að geta þess að talning að vetrarlagi tíðk- aðist ekki í öðrum Evrópulöndum. Hins vegar tíðkaðist hún í Banda- Mikil stemning í kringum jólatalningar Á milli jóla og nýárs leggjast tæplega tvö hundruð fuglaáhugamenn á eitt við það að telja fugla í öllum landshlutum. Náttúrufræðistofnun Íslands skipuleggur vetrarfuglatalninguna og safnar gögnum en þetta hefur verið gert síðan árið 1952. Saga vetrartalningarinnar hér á landi, eða jólatalningarinnar eins og hún kallast líka, er býsna áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Fæðuleit Fólk hefur verið duglegt við að gefa smáfuglunum en það auð- veldar þeim smæstu lífsbaráttuna, sem oft er hörð yfir veturinn. Á grænn.is, vef Umhverfisstofnunar, er að finna upplýsingar um hvernig megi halda græn jól og áramót. Þar eru góð ráð fyrir jólainnkaup, inn- pökkun, jólatré og jólamat. Á síðunni kemur fram að Umhverfisstofnun vill vekja neytendur til umhugsunar og gefa góð ráð til að minnka umhverfis- áhrif jólanna. Eftirfarandi eru góð ráð Umhverfisstofnunar fyrir græn jól: Veldu gæði frekar en magn: Forðist óvandaðar eftirlíkingar sem bila oft- ast fljótt og enda í ruslinu. Leitaðu að svani: Svansmerktar vörur fást í öllum helstu verslunum. Gerðu kröfur sem neytandi: Spyrj- ið í búðum. Máttur neytandans er mikill, hann getur aukið eftirspurn eftir umhverfisvænni vörum. Grænar jólagjafahugmyndir: Gefðu heimatilbúna gjöf. Hvar liggja hæfi- leikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum? Gefðu upplifun. Bjóddu í leik- hús, á námskeið eða í ferð með úti- vistarfélagi. Gefðu áskrift að góðri sjónvarpsrás eða að tónlistarvef- verslun. Gefðu bágstöddum. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefðu til góðs málefnis í þeirra nafni og sendu þeim kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast. Vefsíðan www.graenn.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólapappír Mikið magn berst inn á heimili, muna að senda til endurvinnslu. Hvernig höldum við græn jól? Nú er lag að huga að sparnaði þegar allur aur er að verða uppurinn rétt fyrir jól. Á morgun, laugardag, verður fatamarkaður á Kex hosteli kl. 12-18, en bloggarar Trendnet hafa tekið sig saman og hreinsað úr fataskápunum og ætla að selja af sér spjarirnar. Jólastemning og hressing fyrir gesti og gangandi. Pop up-verslun frá Ein- veru verður líka á staðnum. Endilega … … sparið á fatamarkaði Morgunblaðið/Eggert Notuð föt Nýtt líf hjá nýjum eiganda. Vösku bjargvættirnir í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á fullu þessa dagana að selja dagatal fyrir nýja árið en það skartar myndum af þeim fáklæddum. Þeir eru að safna í sjóð til að komast á næstu Heimsleika slökkviliðs- og lögreglu- manna sem haldnir verða næst í Bandaríkjunum árið 2015. „Þetta er stór hópur, við förum m.a með heilt íshokkílið og þetta kostar sitt. Okkur hefur oft gengið vel á þessum leikum, við höfum landað nokkrum heimsmeist- aratitlum, í kraftlyftingum, sundi og körfubolta,“ segir Gunnar Stein- þórsson slökkviliðsmaður og bætir við að þetta séu fjölmenn mót, átján þúsund keppendur hafi t.d. verið á síðustu leikum. Þeir selja dagatölin í Smáralind og Kringlunni en auk þess ætla þeir að vera á Laugaveginum núna um komandi helgi. Slökkviliðsmenn selja þróttmikið dagatal Fækka fötum til að komast á Heimsleika í Bandaríkjunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook Við aðstoðum við val á rétta ilmnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.