Morgunblaðið - 20.12.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.12.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Ljósmynd/Lúðvík Kaaber Jólatalningar Félagarnir Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Helgi Guð- mundsson eru hér með allar græjur í fuglatalningu við Eyrarbakka. Malín Brand malin@mbl.is Finnur Guðmundsson var íraun réttri fyrsti íslenskifuglafræðingurinn. Hannfæddist á Kjörseyri við Hrútafjörð árið 1909 og lést árið 1979. Það má í raun segja að hann hafi „alið upp“ hóp náttúruáhuga- manna og sagt er að hann hafi haft einstakt lag á að kveikja áhuga barna og unglinga á náttúrufræði. Árangurinn hefur skilað sér í fríðum hópi náttúrufræðinga og náttúru- unnenda sem eiga Finni margt að þakka. Á meðal þess sem Finnur gerði var að hóa saman fuglaáhuga- mönnum til að framkvæma vetrar- talningu á fuglum. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, dýravistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, er einn þeirra sem utan um talninguna halda og hefur hann sjálfur tekið þátt í henni í fjölmörg ár. „Upphaflega var tilgangurinn með talningunni að sjá hvaða fuglar væru hér að vetrarlagi. Talningin hefur nýst til að sjá dreifingu teg- unda milli landshluta og þegar tekið er mið af talningu nokkurra ára má sjá ýmiss konar breytingar,“ segir Kristinn Haukur og vísar þar meðal annars til breytinga í stofnstærðum og útbreiðslusvæðum. Þær geta því gefið vísbendingar um ýmislegt. Sendiráðs- og fuglaáhugamaður Á þeim tíma sem vetrartalning- ar hófust hér á landi verður að geta þess að talning að vetrarlagi tíðk- aðist ekki í öðrum Evrópulöndum. Hins vegar tíðkaðist hún í Banda- Mikil stemning í kringum jólatalningar Á milli jóla og nýárs leggjast tæplega tvö hundruð fuglaáhugamenn á eitt við það að telja fugla í öllum landshlutum. Náttúrufræðistofnun Íslands skipuleggur vetrarfuglatalninguna og safnar gögnum en þetta hefur verið gert síðan árið 1952. Saga vetrartalningarinnar hér á landi, eða jólatalningarinnar eins og hún kallast líka, er býsna áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Fæðuleit Fólk hefur verið duglegt við að gefa smáfuglunum en það auð- veldar þeim smæstu lífsbaráttuna, sem oft er hörð yfir veturinn. Á grænn.is, vef Umhverfisstofnunar, er að finna upplýsingar um hvernig megi halda græn jól og áramót. Þar eru góð ráð fyrir jólainnkaup, inn- pökkun, jólatré og jólamat. Á síðunni kemur fram að Umhverfisstofnun vill vekja neytendur til umhugsunar og gefa góð ráð til að minnka umhverfis- áhrif jólanna. Eftirfarandi eru góð ráð Umhverfisstofnunar fyrir græn jól: Veldu gæði frekar en magn: Forðist óvandaðar eftirlíkingar sem bila oft- ast fljótt og enda í ruslinu. Leitaðu að svani: Svansmerktar vörur fást í öllum helstu verslunum. Gerðu kröfur sem neytandi: Spyrj- ið í búðum. Máttur neytandans er mikill, hann getur aukið eftirspurn eftir umhverfisvænni vörum. Grænar jólagjafahugmyndir: Gefðu heimatilbúna gjöf. Hvar liggja hæfi- leikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum? Gefðu upplifun. Bjóddu í leik- hús, á námskeið eða í ferð með úti- vistarfélagi. Gefðu áskrift að góðri sjónvarpsrás eða að tónlistarvef- verslun. Gefðu bágstöddum. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefðu til góðs málefnis í þeirra nafni og sendu þeim kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast. Vefsíðan www.graenn.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólapappír Mikið magn berst inn á heimili, muna að senda til endurvinnslu. Hvernig höldum við græn jól? Nú er lag að huga að sparnaði þegar allur aur er að verða uppurinn rétt fyrir jól. Á morgun, laugardag, verður fatamarkaður á Kex hosteli kl. 12-18, en bloggarar Trendnet hafa tekið sig saman og hreinsað úr fataskápunum og ætla að selja af sér spjarirnar. Jólastemning og hressing fyrir gesti og gangandi. Pop up-verslun frá Ein- veru verður líka á staðnum. Endilega … … sparið á fatamarkaði Morgunblaðið/Eggert Notuð föt Nýtt líf hjá nýjum eiganda. Vösku bjargvættirnir í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á fullu þessa dagana að selja dagatal fyrir nýja árið en það skartar myndum af þeim fáklæddum. Þeir eru að safna í sjóð til að komast á næstu Heimsleika slökkviliðs- og lögreglu- manna sem haldnir verða næst í Bandaríkjunum árið 2015. „Þetta er stór hópur, við förum m.a með heilt íshokkílið og þetta kostar sitt. Okkur hefur oft gengið vel á þessum leikum, við höfum landað nokkrum heimsmeist- aratitlum, í kraftlyftingum, sundi og körfubolta,“ segir Gunnar Stein- þórsson slökkviliðsmaður og bætir við að þetta séu fjölmenn mót, átján þúsund keppendur hafi t.d. verið á síðustu leikum. Þeir selja dagatölin í Smáralind og Kringlunni en auk þess ætla þeir að vera á Laugaveginum núna um komandi helgi. Slökkviliðsmenn selja þróttmikið dagatal Fækka fötum til að komast á Heimsleika í Bandaríkjunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook Við aðstoðum við val á rétta ilmnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.