Morgunblaðið - 20.12.2013, Page 36

Morgunblaðið - 20.12.2013, Page 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. ABU DHABI| Við höfum búið til sýnd- arheim af stærð- argráðu sem er ofar okkar skilningi. Til þess að henda reiður á umfanginu getum við íhugað eftirfarandi: Árið 2012 skapaði nýi grunnstaðall í netsam- skiptum, IPv6, meira en 340 billjón billjón billjónir (3,4x1038) IP númer – það er, í kringum 4,8x1028 IP-tölur fyrir hvern einstakling á jörðinni. Það ætti að vera nóg til þess að þjóna þeim fimm milljörðum tækja sem tengjast netinu í dag, og þeim 22 milljörðum tækja sem spáð er að verði í notkun árið 2020. Það erfiðasta við þessa spreng- ingu í tengingarmöguleikum er ekki það að búa til getuna, heldur hvernig eigi að stýra henni. Við verðum að svara djúpstæðum spurningum um það hvernig við lifum. Ættu allir að vera varanlega tengdir við allt? Hver á hvaða gögn, og hvernig á að gera upplýsingar opinberar? Getur eða ætti notkun gagna að vera stjórnað, og þá hvernig? Og hvaða hlutverki ættu hið opinbera, viðskiptalífið og venjulegir netnotendur að gegna við að svara þessum spurningum? Það er ekki lengur hægt að leiða þessar spurningar hjá sér. Á sama tíma og hinn stafræni heimur stækk- ar, þá fjölgar dæmum um trún- aðarbrest og misnotkun persónu- legra gagna. Eftirlit hefur aukið á almennan óróa – og jafnvel ofsókn- aræði – um ríkisstofnanir. Einkafyr- irtæki sem versla með persónuleg gögn hafa leitt til stofnunar hreyf- inga sem vilja „ná aftur einkalífinu“. Eins og einn fulltrúi sagði nýlega í umræðum hjá Alþjóðaefnahags- ráðinu: „Því tengdari sem við urðum, því meira af einkalífi okkar þurftum við að fórna.“ En við getum mótað sýndarheim framtíðarinnar á þann veg að gögnin okkar verði örugg, traust aukist á ný og bjóði velkomna nýja meðlimi í milljarðatali. Til þess að tryggja ör- yggi þurfa þeir mörgu sem taka þátt í netinu að búa til einhvers konar kerfi fyrir bætta stjórnarhætti. Samtök á borð við Netsamtökin um úthlutuð heiti og númer (ICANN) þurfa að vera alþjóðlegri í hugsun. Á sama tíma verður að forðast of mikið reglugerðafargan eða yfirstjórn stjórnvalda. Það gæti þýtt að það þyrfti að leggja IANA niður í nokkrum þátt- um, til þess að koma í veg fyrir að stofnunin falli undir yfirvald milliríkjastofnana, eins og sum ríki hafa kraf- ist. Stjórnvöld hafa vissulega mik- ilvægt hlutverk. En að veita þeim of mikla stjórn myndi nær örugglega takmarka nýsköpun, auka kostnað, og líklega útiloka mikilvægar gagn- rýnisraddir. Betri nálgun, sem myndi auka traust almennings á kerfinu, væri að koma á fót fjöl- breytilegum hópi umsjónaraðila með mörgum hagsmunaaðilum. Einn slíkur aðili er viðskiptalífið. Nú þegar persónuleg gögn okkar eru orðin að jafnverðmætum eig- inleika, eykst þrýstingur á fyrirtæki að þróa viðskiptamódel á netinu sem verndar einkagögn notenda í staðinn fyrir að hagnýta sér þau. Netnot- endur vilja sérstaklega hindra fyr- irtæki í að rugla viðskiptavini sína með ruglings- og lagatæknilegum þjónustusamningum til þess að geta fengið og selt áfram gögn þeirra. Hægt væri að takmarka þessa tegund af misnotkun með því að búa til lagalega og samfélagslega samn- inga til þess að stýra því hvernig leyft sé að nýta gögn. Ein hugmynd, sem vísindamaðurinn Marc Davis hefur bryddað upp á er að teikna upp staðlaðan, læsilegan notenda- samning í sjö punktum sem gefi fólki vald yfir því hvernig einkagögn þeirra séu notuð. Önnur er að leyfa notendum sjálfum að velja úr fyr- irframgefnum möguleikum um það hversu miklu af einkamálum sínum þeir séu tilbúnir að deila. En spurningin um traust snýst ekki bara um lagarammann. Fyr- irtæki verða að finna leiðir til þess að kynna nýja tækni og stunda viðskipti á vinsælan hátt meðal viðskiptavina sinna og heldur trausti þeirra. (Vissulega er það svo að í heimi þar sem samskipti við vélmenni, þrívídd- arprentun, örtækni og nýting leir- steins til olíuframleiðslu tíðkast, þurfa öll nýskapandi fyrirtæki að spyrja sig þessarar grundvall- arspurningar.) Að lokum, þá verðum við að íhuga mannlega þáttinn í sýndarheimi okk- ar. Ofurtengingarmöguleikar búa ekki bara til ný viðskiptatækifæri; þeir breyta einnig hvernig venjulegt fólk hugsar um líf sitt. Heilkennið sem kennt er við FoMo (óttann við að missa af einhverju) endurspeglar kvíða yngri kynslóðar sem finnst það vera nauðsynlegt að festa og birta strax allt sem þau gera og sjá. Á kaldhæðnislegan hátt hefur þessi ofurtenging gert okkur að meiri eylöndum, þar sem við lifum lífi okkar í sífellt meiri mæli í gegn- um raftækin okkar. Taugavís- indamenn trúa því að þetta hafi jafn- vel breytt því hvernig við tengjum okkur við hvert annað í raunheim- inum. Kjarni málsins er þörfin á að tryggja það að í heimi þar sem mörg, ef ekki öll, af mikilvægustu smáat- riðunum í lífi okkar – þar með talið sambönd okkar – lifa í sýndareilífð, hafi fólk áfram, eða fái á ný, ein- hverja stjórn yfir sínu nettengda sjálfi. Á meðan heimur gleymsk- unnar hefur hugsanlega horfið, get- um við mótað þann nýja á þann hátt sem hentar okkur, frekar en að það þyrmi yfir okkur. Mikilvægasta hlut- verk okkar er að búa til stafræna lífshætti sem styðja við þau siðferð- isgildi sem við búum þegar við, þar sem öryggi, traust og sanngirni eru höfð að leiðarljósi. Réttindi hins stafræna manns Eftir Rod A. Beckstrom »Mikilvægasta hlut- verk okkar er að búa til stafræna lífshætti sem styðja við þau sið- ferðisgildi sem við búum þegar við, þar sem ör- yggi, traust og sann- girni eru höfð að leið- arljósi. Rod Beckstrom Rod Beckstrom Höfundur er aðalöryggisráðgjafi Samsung Electronics USA og for- maður Alþjóðadagskrár Alþjóðaefna- hagsráðsins um framtíð netsins. © Project Syndicate/World Economic Forum/Institute for Human Sciences, 2013.www.project-syndicate.org VINNINGASKRÁ 34. útdráttur 19. desember 2013 364 10281 19606 29512 39617 49901 60758 73527 440 10472 20073 29614 39637 50415 60791 73586 577 10900 20522 29954 39921 50611 60918 73677 734 10936 21388 30052 40594 51206 61213 73737 1302 11592 22466 30157 41956 51400 61273 73853 1333 11657 22991 30204 42174 51729 61457 73939 1510 12063 23358 30208 42466 51874 61886 74050 1559 12593 23707 30228 43244 52115 62061 74387 1565 12622 23839 30372 43498 52209 62786 74819 1667 13004 24214 30642 43537 52395 62914 76424 3089 13371 24523 30921 44170 52509 63128 76484 3137 13538 24658 31405 44278 52917 63129 76711 3298 13639 24663 32094 44496 53175 63370 76877 3500 14199 24873 32433 44845 53867 63903 77450 3792 14317 25202 32801 44943 54345 64331 77939 3983 14635 25256 33019 45161 54488 65222 78230 4831 15093 25554 33720 46239 55162 65448 78267 4898 15317 25830 33897 46303 55315 65499 78653 5506 15474 26112 34050 46549 55724 65802 79097 5708 15568 26653 34124 46778 57138 66669 79300 5785 15792 26816 34126 47060 57219 67567 79466 5845 16368 26910 34478 47897 57307 68165 79655 5951 16413 27021 34539 48050 57528 68860 79666 6079 16722 27031 34658 48082 58152 69421 79685 6240 17413 27498 34820 49016 59094 69431 79858 6297 17547 27533 34954 49161 59168 69588 79931 7176 17712 27691 36402 49269 59433 70511 7557 17965 28782 37032 49380 59718 71092 8454 18271 29049 37119 49453 59837 72589 8464 18756 29198 37605 49651 60062 72722 9483 18820 29226 37869 49764 60281 73429 9557 19500 29344 37877 49818 60745 73431 20 16179 25156 33637 46575 56529 63609 72246 1642 16660 25654 33638 46664 56666 63723 73350 2175 16869 26463 34916 46825 57074 63933 74751 2369 17047 26483 35108 47997 57285 64060 74792 2376 17165 26654 38239 48416 58106 64524 75498 2644 17535 26902 38625 49285 58330 64704 77740 3879 18128 27346 38687 49713 58878 64713 79035 5510 18515 27696 38940 51007 59330 65560 79047 11087 18983 28216 43237 51044 59700 68033 79383 13720 19538 30748 43675 52689 61021 68818 13852 21725 30840 45350 53166 61035 71343 15707 22865 30991 45997 55827 62729 71358 15714 23104 32029 46210 56244 63368 72163 Næstu útdrættir fara fram 27. des. 2013 og 2. jan. 2014 Heimasíða á Interneti: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 13250 34252 59594 68467 A ð a l v i n n n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 3 0 6 4 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1253 10090 28088 35557 55822 67827 1679 16445 29616 38560 57211 72297 2698 17239 29668 38661 64486 77950 8778 22029 32983 50850 67353 78305 Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | act@actehf.is Jólagjafir fyrir hann Rakvél Lithium rafhlaða Rakvél Rakvél Lithium rafhlaða Hárklippa Lithium rafhlaða Hárklippa Skeggsnyrtir Lithium rafhlaða Alhliða snyrtitæki Lithium rafhlaða Fæst í öllum helstu raftækja- verslunum á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.