Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Með rafmagninu náðu Siglfirðingar forystu. Það skipti miklu fyrir alla uppbyggingu hér í bænum að við værum sjálfum okkur næg í þessum efnum,“ segir Sverrir Sveins- son, fyrrverandi veitustjóri á Siglufirði. Þar í bæ var þar þess minnst í vikunni að rétt öld var frá því starfsemi raf- veitunnar í bæn- um hófst, en það var 18. desember 1913 sem virkjun í Hvanneyrará var gangsett. Orka frá henni dugði til þess að lýsa mætti bæ- inn upp, en á þessum tíma var Siglu- fjörður einn stærsti kaupstaður landsins. Presturinn hafði forystu Fyrstu virkjanir landsins voru reistar í Hafnarfirði, á Eskifirði, Seyðisfirði og svo kom Siglufjörður. Forystu þar hafði sr. Bjarni Þor- steinsson, sem auk prestsþjónustu hafði veraldleg mál í bænum á sinni könnu. „Vissulega stóð Bjarni ekki einn í þessu vafstri. Margir fleiri voru með honum og almennt sagt þá voru þetta afar framsýnir menn,“ segir Sverrir. Fljótlega fór svo að virkjunin í Hvanneyrará að viðbættri dís- ilrafstöð sem reist var fáum árum síð- ar annaði ekki raforkuþörf bæjarins. Kom þar til að fólki í bænum fjölgaði jafnt og þétt og umsvif í síldariðnaði jukust. Menn fóru því, að sögn Sverr- is, að hugsa til framtíðar og árið 1921 beitti bæjarstjórn Siglufjarðar sér fyrir kaupum á jörðinni Skeiði í Fljót- um, sem mikil vatnsréttindi fylgdu. Bygging Skeiðsfossvirkjunar þar þótti góður kostur og lagaheimild til virkjunar fékkst árið 1935. Fram- kvæmdir þar hófst á stríðsárunum og virkjunin var tekin í notkun árið 1947. Hefur síðan verið stækkuð og fram- leiðir í dag um 5 MW. Rafmagnið frá virkjuninni er leitt með línum yfir Siglufjarðarskarð – en Siglufjarð- arbær fær í dag einnig roku frá Ólafs- firði með jarðstreng sem liggur um Héðinsfjarðargöng. „Í raforkulögunum sem voru sett árið 1946 var kveðið á um að rafmagn frá samveitum skyldi ná til landsins alls. Bygging smærri heimavirkjana lagðist því að mestu leyti af og áhersl- an færðist yfir á að byggja stærri stöðvar, eins og Skeiðsfossvirkjun,“ segir Sverrir. Orkuþörfin var mikil „Á síldarárunum voru mikil umsvif hér á Siglufirði og orkuþörfin mikil. Þá bjó bæjarfélagið að því að brautin hafði verið rudd og nauðsynleg vaxt- arskilyrði fyrir atvinnulífið sköpuð. Rafmagnið var algjör undirstaða. Raunar er það svo, samkvæmt minni reynslu, að brýnustu framfaramálin á hverjum stað þokast helst áleiðis ef sveitarstjórnarmenn beita sér í mál- unum. Sú var einmitt raunin hér,“ segir Sverrir Sveinsson sem varð raf- veitustjóri árið 1966. Raf- og hitaveit- an á Siglufirði var lengi í eigu bæj- arins en var seld RARIK árið 1992 og var Sverrir starfsmaður þess fyr- irtækis allt til starfsloka fyrir áratug. Með rafmagni í bæ var brautin rudd  Öld er liðin nú í vikunni frá því Siglfirðingar fengu fyrstu rafstöðina  Náðu forystunni með eigin orku  Skeiðsfossvirkjun byggð á stríðsárunum og rafmagnið var leitt með línu yfir Skarðið Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Orka Gamla rafmagnsvélin úr Hvanneyrarvirkjuninni sem tekin var í gagnið árið 1913 er varðveitt á Síld- arminjasafninu og hér sést Örlygur Kristfinnsson safnstjóri við þessa vél sem breytti svo miklu í síldarbænum. Hin aldargamla vél Hvanneyr- arvirkjunar er varðveitt á Síld- arminjasafninu eins og fleiri kjörgripir sem varpa ljósi á sögu þess mikla umsvifabæjar sem Siglufjörður var – og er kannski að verða á ný. Samstæða vél- arinnar er túrbína, gangráður og rafall og dugði orkan sem þessi tól framleiddu fyrir 40 ljósastaura og eina eða tvær perur í hverju húsi. Var götulýs- ingin á Siglufirði á sínum tíma algjört nýmæli, breytti staðnum og gjarnan er sagt að björt séu borgarljósin. Ein pera í hverju húsi VÉLIN ER VARÐVEITT Sverrir Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.