Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Íslenskir stjórnmálamenn van-
treysta fjölmiðlum sem þeir telja
ekki hafa fagleg sjónarmið að leið-
arljósi í fréttamati sínu og að séu
háðir stjórnmálaflokkum. Meirihluti
þeirra telur heppilegt að flokkar sín-
ir ráði yfir sínum eigin málgögnum.
Þetta er á meðal niðurstaðna net-
könnunar sem gerð var á meðal
frambjóðenda í kosningabaráttunni
fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Rétt tæp 80% frambjóðendanna
töldu fjölmiðla sem ná yfir allt land-
ið vera mjög eða frekar háða stjórn-
málaflokkum. Mestrar tortryggni
hvað þetta varðar gætti hjá vinstri
grænum og nýju framboðunum en
langminnst hjá sjálfstæðismönnum
og samfylkingarfólki.
RÚV ýmist til hægri eða vinstri
Birgir Guðmundsson, dósent við
félagsvísindadeild Háskólans á Ak-
ureyri, sem gerði könnunina segir
það sláandi hversu litla trú stjórn-
málamenn hafi á fjölmiðlum. Óháð
því hvort afstaða þeirra eigi við rök
að styðjast sé þetta hluti af hinum
pólitíska veruleika.
„Það má kannski segja að þó að
þetta séu bara viðhorf stjórnmála-
manna, ef þeir upplifa þetta svona,
þá sé það hluti af íslenskum stjórn-
málaveruleika. Þeir sjá fjölmiðlana
sem hluta af stjórnmálabaráttunni
og þá geta fjölmiðlarnir ekki staðið
utan við hana,“ segir Birgir.
Í ljós kom að stjórnmálamenn
skiptast í pólitískar blokkir í afstöðu
sinni til einstakra fjölmiðla. Þannig
taldi stór hluti framsóknar- og sjálf-
stæðismanna Fréttablaðið aðhyllast
vinstristefnu en meirihluti vinstri
grænna taldi það hallt undir hægri-
stefnu. Að sama skapi taldi afger-
andi meirihluti framsóknar- og sjálf-
stæðismanna Ríkisútvarpið vera
vinstra megin við miðju en fram-
bjóðendur VG og Samfylkingar
töldu það óháð eða jafnvel rétt
hægra megin á pólitíska rófinu.
Morgunblaðið var eindregið talið
aðhyllast hægristefnu af öllum
frambjóðendum en sjálfstæðis- og
framsóknarmenn voru á því að DV
væri vinstra- eða vinstra-miðjublað.
Þegar kom að hlutdrægni skar
Morgunblaðið sig úr því stjórnmála-
menn úr öllum flokkum voru sam-
mála um að það væri hlutdrægt í
umfjöllun sinni, sjálfstæðismenn þó
minnst. Á skalanum 1-5 þar sem
fimm merkti mjög hlutdrægt og
einn alveg hlutlaus var Morgunblað-
ið eini fjölmiðillinn sem fékk yfir 4 í
meðaleinkunn. Fréttastofa RÚV var
með lægstu einkunnina af öllum fjöl-
miðlunum 3,11.
Skilaboð til fjölmiðlamanna
Birgir segir það merkilegt hversu
fjölmiðlaveruleikinn sé virkur hluti
af pólitíkinni og að þróunin hér hafi
verið öfug við það sem ætla megi
með markaðsvæðingu fjölmiðlanna.
Könnunin sýndi að rúm 73% fram-
bjóðendanna teldu heppilegt eða
mjög heppilegt að hafa flokksmál-
gagn og að 61% þeirra teldi frétta-
mat miðlanna ekki byggjast á fag-
legum sjónarmiðum.
„Markaðsmiðlunin er ekki orðin
þannig að inni í hverjum fjölmiðli
komi öll sjónarmið fram. Þess vegna
telja menn sig þurfa málgögn,“ segir
Birgir.
Hvað þetta vantraust varðar
nefnir hann sögulega nálægð við
flokksblöðin, lítið regluverk, mikla
samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla
og þekkt pólitísk tengsl eigenda
þeirra við flokka og tiltölulega unga
faglega umræðu um gildi blaða-
mennsku á Íslandi sem ástæður.
„Ég held að þetta séu skilaboð til
blaðamanna um að velta fyrir sér af
hverju þetta er svona og hvort eitt-
hvað í fjölmiðluninni geti verið öðru-
vísi,“ segir hann.
Flestir telja flokks-
málgögn heppileg
Könnun leiðir í ljós vantraust stjórnmálamanna á fjöl-
miðlum á Íslandi Telja þá vera háða stjórnmálaflokkum
Morgunblaðið/Kristinn
Vantraust Fjölmiðlamenn að störfum við alþingiskosningarnar í vor. Könn-
unin var gerð á meðal frambjóðenda í kosningabaráttunni fram að kjördegi.
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóð-
skrár Íslands, og Marc Prenafeta,
sölustjóri spænska fyrirtækisins Scytl
í Evrópu, hafa undirritað samning um
aðlögun og afnot Þjóðskrár Íslands af
kosningakerfi Scytl og framkvæmd
tvennra rafrænna íbúakosninga í til-
raunaskyni. Stefnt er að því að kosið
verði með þessu kerfi í tveimur sveit-
arfélögum næsta vor en ekki er búið
að velja sveitarfélögin.
Í frétt frá Þjóðskrá kemur fram að
kerfi Scytl hafi m.a. verið nýtt í Nor-
egi við sveitarstjórnarkosningar árið
2011 og þingkosningar haustið 2013.
Kerfið verður tengt rafrænni kjör-
skrá og innskráningarþjónustu Ís-
land.is hjá Þjóðskrá Íslands, þar sem
boðið verður upp á auðkenningu með
rafrænum skilríkjum eða styrktum
Íslykli.
Falið að reka kosningakerfi
Aðdragandi þessa er að með breyt-
ingum á sveitarstjórnarlögum sem
tóku gildi í júní 2013 var greitt fyrir
því að íbúakosningar í sveitarfélögum
yrðu rafrænar. Var Þjóðskrá Íslands
falið að þróa og reka íbúakosninga-
kerfi sem notað yrði við rafrænar
íbúakosningar sveitarfélaga. Einnig
var skipuð ráðgjafarnefnd um fram-
kvæmd rafrænna íbúakosninga sem
staðfestir val á kosningakerfi, fylgist
með framkvæmd og dragi lærdóm af
rafrænum íbúakosningum.
Þjóðskrá Íslands kynnti sér stöðu
rafrænna kosninga hjá nokkrum
þjóðum sem hafa getið sér gott orð á
því sviði og kom þá fljótt í ljós að
Norðmenn eru í fremstu röð í þess-
um efnum, segir í tilkynningu. Norð-
menn hafi notað kerfi Scytl um ára-
bil, tekið virkan þátt í þróun þess og
meðal annars lagt því til viðbætur
sem snúa að ströngum öryggis-
kröfum. Muni Íslendingar njóta góðs
af þeirri þróun.
Í ljósi jákvæðrar reynslu Norð-
manna af kerfinu og samstarfi við
Scytl hafi verið ákveðið að leita eftir
samstarfi við fyrirtækið og hefur nú
verið gengið frá samningi.
Tilraun með raf-
rænar kosningar
Þjóðskrá semur
við spænskt fyrirtæki
Samið Margrét Hauksdóttir for-
stjóri Þjóðskrár Íslands og Marc
Prenafeta, sölustjóri spænska fyr-
irtækisins Scytl í Evrópu, við und-
irritun samningsins.