Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
✝ Anna Val-gerður Ein-
arsdóttir fæddist 4.
ágúst 1920 á Ekru í
Stöðvarfirði. Hún
lést á Landspít-
alanum í Reykjavík
9. desember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Einar
Benediktsson, út-
vegsbóndi og sím-
stöðvarstjóri, f. 9.
apríl 1875, d. 6. nóvember 1967,
og Guðbjörg Erlendsdóttir hús-
móðir, f. 5. nóvember 1886, d.
25. júlí 1978. Systkini Önnu voru
Þorbjörg, f. 16. ágúst 1915,
Björg, f. 23. september 1905, d.
19. mars 1993, Elsa Kristín, f. 4.
desember 1908, d. 23. október
1937, Ragnheiður Sigurborg, f.
26. júní 1912, d. 10. desember
1929, Benedikt, f. 7. mars 1918,
d. 1. apríl 2001,
Björn Óskar, f. 10.
maí 1924, d. 7. jan-
úar 1993, og óskírð-
ur, f. 1. desember
1923, d. 6. desem-
ber 1923.
Hinn 24. desem-
ber 1952 giftist
Anna Baldri Helga-
syni rafmagns-
tæknifræðingi frá
Reykjavík, f. 12.
nóvember 1922, d. 2. mars 2013.
Synir Önnu og Baldurs eru
tveir: 1) Helgi Einar, f. 1953,
kvæntur Stellu Sigríði Bene-
diktsdóttur. 2) Ásbjörn Garðar,
f. 1956, kvæntur Sjöfn Tryggva-
dóttur.
Útför Önnu verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 20. des-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 11.
Þá ertu farin elsku yndislega
amma mín, mikið á ég eftir að
sakna þín.
Við náðum alltaf svo vel saman
og mér fannst svo gott að koma til
þín alveg frá því ég var lítið barn.
Það var alltaf nóg að bralla í Voga-
tungunni fyrir unga krakka og ef
ég var ekki að máta kjólana þína
þá gat ég eytt klukkustundum
saman í búðarleik því ég man þú
áttir svo mikið af sniðugu dóti og
þá sérstaklega man ég eftir pen-
ingakassanum sem var einstak-
lega spennandi svo ég gæti nú
haft leikinn sem raunverulegast-
an.
Í hvert skipti sem ég fór í sund í
Kópavogslaug á yngri árum kom
ég við hjá þér og afa á heimleið og
alltaf tókstu á móti mér með ný-
bakaðar bollur eða kökur og þeg-
ar ég var heppin varstu búin að
taka bláber úr frystinum og við
fengum okkur þau saman með
sykri og rjóma út á. Ég vissi nú
alltaf hvað okkur þótti þetta gott
en mikið gladdi það mig í vetur
þegar ég kom til þín á spítalann
með glæný bláber og rjóma og
sykur til að setja út á og þú sagðir
að þetta væri svo gott, þú fengir
bara sælutilfinningu alveg niður í
tær. Einnig hafði ég ofsalega
gaman af pítsu fundunum okkar,
þú baðst mig nokkrum sinnum að
koma til þín með pítsu og kók og
mér fannst það svo hrikalega sætt
að amma mín væri spennt fyrir að
panta pítsu að ég sagði alltaf já
jafnvel þó ég væri nýbúin að
borða bara til að njóta þessara
stunda með þér.
Elsku amma mín, þú munt allt-
af eiga stóran stað í hjarta mínu
og ég tel mig vera afar heppna að
við fengum 33 ár saman það eru
ekki allir svo heppnir að hafa
ömmu sína hjá sér allan þennan
tíma.
Þú ert algjör hetja í mínum
augum og stóðst svo fallega við
hlið afa í gegnum hans veikindi öll
árin og það kom aldrei til greina
að þú færir ekki til hans. Þú sast
hjá honum dag eftir dag og last
fyrir hann og passaðir upp á að
honum liði sem best, hann var svo
sannarlega heppinn að eiga þig.
Nú ertu loksins komin til hans
rúmum níu mánuðum eftir að
hann lést og ég samgleðst ykkur
innilega að geta verið aftur saman
þó að ég sakni ykkar beggja afar
mikið. Ég læt þetta ljóð vera mín
hinstu orð til ykkar elsku amma
og afi.
Um síðir,
þegar ævin dvín
við mætast munum
svo aftur
elsku ástin mín
við ströndina
á englalandi,
þar sem fegurðin býr
og eilíf sólin
við okkur skín.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Anna Birna Helgadóttir.
Anna fæddist og ólst upp á
smábýlinu Ekru, Stöðvarfirði.
Hún var næstyngst sjö systkina
sem komust á legg. Pabbi hennar,
Einar Benediktsson, var sjávarút-
vegsbóndi sem átti lítinn mótor-
bát, tvær kýr, einn hest og 40 ær.
Hann missti fyrri konu sína af
barnsförum en seinni kona hans,
Guðbjörg Erlendsdóttir, gekk
dóttur hans í móðurstað. Faðir
Guðbjargar bjó á Kirkjubóli en
vildi ekki láta hana hafa land úr
jörðinni. Þá leitaði Guðbjörg til
Þorbjargar ömmu sinnar sem átti
með réttu Kirkjuból, en á þeim
tíma voru ekkjur einu konurnar
sem höfðu yfir fjármunum að
ráða. Hún féllst á að láta dóttur-
dóttur sína fá dálítinn skika úr
Kirkjubólslandinu.
Ekra átti slægjur uppi í svo-
kölluðum Kúabotnum. Eitt sum-
arið þegar Einar var þar við slátt
bað Guðbjörg þau Þorbjörgu 10
ára og Benedikt 8 ára að fara til
hans með nesti, smurt brauð,
kökusneið og heitt kaffi á flösku
sem stungið var í ullarsokk. Anna,
sem þá var 5 ára, vildi fá að fara
með og elti eldri systkini sín upp
túnið. Þau skipuðu henni að fara
heim en þá lagðist hún niður og
þóttist vera að tína ber en hljóp á
eftir þeim þegar þau héldu áfram
upp brekkuna. Alltaf þegar henni
sýndist þau horfa til baka lagðist
hún niður milli þúfna og stóð upp
að nýju þegar þau héldu áfram.
Þannig elti hún þau upp Tjarnar-
dalinn, upp með Innri ánni og
áfram upp í Kúabotna. Á leiðinni
gerði úrhellisrigningu með hagléli
þannig að þau voru öll orðin hold-
vot þegar þau hittu pabba sinn.
Ekki var um annað að ræða en að
flýta sér heim án þess að borða
nestið. Einar tók Önnu litlu og
stakk henni inn undir peysuna
sína og bar hana þannig í fanginu
alla leið niður í bæ.
Fyrir nokkrum árum fékk ég
áhuga á að rita sögu ættmenna
minna. Þá var orðið of seint að
spyrja foreldra mína og öll föður-
og móðursystkini mín látin nema
Anna. Ég bað hana að rifja upp
allt sem hún myndi um gamla
tíma. Brátt kom í ljós að minni
hennar var óvenju gott. Þegar ég
bar undir hana skemmtisögu úr
ættinni sem færð hafði verið í stíl-
inn brást hún hart við: „Hver
sagði þetta?“ en sagði síðan: „Mér
leiðast svona sögur. Ég vil bara
hafa það sem er satt og rétt.“
Þannig gat ég ekki fengið betri
heimildarmann en Önnu um lífið á
Stöðvarfirði á fyrri hluta síðustu
aldar. Síðan höfum við Anna átt
marga ánægjustundina saman.
Anna var, eins og fleiri af Ekru-
ættinni, hrein og bein, kom til dyr-
anna eins og hún var klædd og
vildi enga sýndarmennsku. Hún
var einstaklega góð við börn og þá
sem minna máttu sín. Undirferli
og fals var ekki til hjá henni.
Hennar aðalsmerki var heiðar-
leiki, sannleikur, trygglyndi og
skyldurækni. Þegar mér var til-
kynnt lát hennar hugsaði ég til
hennar með þakklæti fyrir sam-
veru okkar, hlýja handtakið henn-
ar og um allar mikilvægu upplýs-
ingarnar sem hún hafði gefið mér.
Eins gladdist ég yfir að hún skyldi
hafa fengið langt og hamingjuríkt
líf, notið þeirrar blessunar að vera
við góða heilsu í 93 ár, að hafa átt
góðan eiginmann og tvo syni og
aðstandendur sem létu sér annt
um hana til hinsta dags.
Björn Björnsson.
Kær móðursystir mín, Anna
Einarsdóttir, er látin. Anna
frænka eins og ég kallaði hana
alltaf er síðust systkinanna átta
frá Ekru í Stöðvarfirði til að
kveðja þessa jarðvist. Á þeim
tímamótum eru kaflaskil í lífi okk-
ar allra sem erum af þessu góða
fólki komin. Þegar við nú kveðjum
Önnu frænku með sorg í huga
kveðjum við einnig þau hin með
stolti og þakklæti fyrir þá arfleifð
sem þau eftirlétu okkur.
Anna ólst upp fyrir austan og
þótti vænt um uppruna sinn. Hún
var liðtæk í flest verk á sinni
heimaslóð, á símstöðinni á Ekru, í
heyskap, við heimilisstörfin á
Ekru eða „lánuð“ á aðra bæi þar
sem aðstoðar var þörf. Líka við af-
greiðslu í kaupfélaginu. Alltaf kát
og fjörug og þá strax með munn-
inn fyrir neðan nefið sem er ein-
kenni á þessum kvenlegg. Eins og
um marga af hennar kynslóð lá
leiðin úr fásinninu í sveit og þorpi
til höfuðstaðarins þar sem fleiri og
betri tækifæri gáfust til atvinnu,
menntunar og ævintýra. Anna
varð því snemma sönn Reykjavík-
urmær og vann til dæmis um
skeið í Ingólfs Apóteki sem mér
fannst alltaf sveipað ævintýra-
ljóma. Hún kom á þeim árum
stundum í heimsókn til okkar
austur á Stöðvarfjörð, mikill au-
fúsugestur, ekki síst okkar krakk-
anna. Oftast kom hún færandi
hendi og sjálf bar hún með sér
framandi ilm og spennandi sögur.
Ég man eftir einu skipti þegar
Anna gisti hjá okkur og pabbi var
ekki heima. Þær mamma, sem
voru fjarska góðar vinkonur, lágu
saman í myrkrinu í hjónarúminu
og hvísluðust á og Anna sagði sög-
ur að sunnan. Lítil stúlka lá í
næsta rúmi og lét sem hún svæfi
en notaði öll skilningarvit til að
fylgjast með spennandi frásögn-
inni.
Anna var mikil barnakona frá
fyrstu tíð. Hún elskaði börn og
þau löðuðust að henni. Ég held að
hugur hennar hafi staðið til að
eignast fjöldann allan af börnum
og kannski rættist það að miklu
leyti í okkur öllum börnunum sem
hún sýndi svo mikla alúð og elsku.
Sjálf eignaðist Anna tvo syni með
Baldri eiginmanni sínum, Helga
Einar og Ásbjörn. Hafi einhver
börn verið velkomin í þennan
heim voru það synir Önnu og
Baldurs. Anna sá ekki sólina fyrir
þeim og segja má að eftir að þeir
fæddust hafi allt hennar líf snúist
um þá og fjölskylduna. Hún hafði
samt áfram pláss fyrir okkur hina
krakkana sem alltaf voru velkom-
in í Hófgerði eða Vogatungu í
Kópavogi þar sem þau Baldur
bjuggu.
Mér var Anna sem önnur móðir
þegar ég var að alast upp og fram
á fullorðinsár og er það nú við leið-
arlok þakkað af heilum hug. Það
var lán beggja þegar þau Anna
frænka mín og Baldur Helgason
bundust tryggðaböndum og
ákváðu að ganga lífsveginn sam-
an. Þeirri vegferð lauk ekki fyrr
en 60 árum síðar og nú hafa þau
sameinast á ný eftir níu mánaða
aðskilnað. Á síðasta fundi okkar
Önnu fyrir stuttu ræddum við
bæði í gamni og alvöru um að
Baldur væri að kalla hana til sín.
Ég er þakklát Almættinu fyrir
þessa síðustu góðu og fallegu
samverustund með Önnu frænku
sem bættist við allar góðu minn-
ingarnar frá fyrri tíð. Guð geymi
Önnu frænku á nýju tilverustigi.
Þeim Helga Einari og Ásbirni
votta ég samúð og fjölskyldunni
allri.
Lára Björnsdóttir.
Hægt og hljótt
ganga Guðs vinir.
Stillt og rótt
ganga stríðendur
miskunnar og mildi
og merki ber
hljóðrar dáðar
yfir háværan storð.
Ennþá innar
ennþá hljóðar
gengur góð kona
götu sinnar spor
merkt í mannshjarta
merkt í hjörtu barna,
skrifuð öll og skráð
í skjölum Guðs.
Því að í lífsbók
lifandi Drottins
er afritabók
athafna vorra.
Lokin upp að lyktum
og látin svara
hver var athöfn vor
ósk, vild og gerð.
(Sigurður Einarsson.)
Fallega frænka mín með
glettna blikið í augunum er látin,
hún Anna föðursystir mín. Sú síð-
asta af systkinunum frá Ekru í
Stövarfirði.
Ég fæddist í höfuðborginni
1951, flutti beint í Kópavog í aust-
urbæinn til foreldra minna og
þriggja systra sem við áttum fyrir
í glænýtt hús.
Um sama leyti byggði Anna
föðursystir mín hús í vesturbæ
Kópavogs með sínum mönnum og
bjó þar framan af minni ævi.
Þangað fór ég án þess að láta vita
margoft, bæði átti hún heima-
ræktuð jarðarber og tvo frændur
mína, Helga Einar og Ásbjörn,
sem mér fannst mjög skemmti-
legir og spennandi. Ég man eftir
stóra bílskúrnum með gryfjunni
sem þeir opinberuðu fyrir mér.
Alltaf tók hún mér opnum örm-
um þegar ég mætti, fór um mig
höndum eins og ég væri prins-
essa, en lét mig svo vita að hún
myndi hringja í mömmu svo hún
vissi hvar ég væri án leyfis. Þessi
fallega frænka mín var ómissandi
fyrir mig sem barn, hún var mér
svo góð.
Hún reyndist mér alltaf sem
minn besti vinur og á ég henni
margt að þakka, ég man þegar
Gestur minn hálsbrotnaði og ég
þurfti að dvelja löngum tímum hjá
honum á sjúkrahúsinu, þá gætti
hún barnanna minna svo ég gæti
verið hjá Gesti án áhyggja og
dvöldu þau nokkrum sinnum í
viku hjá henni meðan erfiðleik-
arnir gengu yfir. Hún var þeim
sem besta amma.
Árin liðu og hún sýndi alltaf af
sér þennan dugnað og kærleika
sem Ekrusystkinin hlutu í vöggu-
gjöf og gáfu af sér alla tíð til sam-
ferðafólks síns. Öll miklir gleði-
gjafar og bestu vinir mínir.
Farðu í Guðs friði, kæra
frænka mín.
Ég votta frændum mínum,
Helga Einari, Ásbirni og þeirra
afkomendum samúð mína.
Gunnvör Braga Björnsdóttir.
Hugur minn leitar til Önnu
frænku minnar og móðursystur,
sem ég minnist með þakklæti. Ég
hef mjúka sjalið, sem hún gaf mér
vafið hlýtt um hálsinn. Hún hekl-
aði handa mér annað sjal fyrir
mörgum árum, sem ég hef notað
mikið. Þetta eru dæmi um þær
mörgu góðu gjafir, sem ég fékk
frá Önnu frænku síðan ég var
barn. Anna var barnelsk kona,
þótti vænt um öll börn og var við-
kvæm fyrir þeim. Þess vegna lað-
aðist ég að henni. Það var gaman
að heyra Önnu tala um börnin sín,
barnabörnin og barnabarnabörn-
in, sem hún elskaði mikið. Það var
líka ánægjulegt að heyra hve blíð-
lega hún nefndi nafn mannsins
síns, Baldurs.
Hún var góð eiginkona, sem
annaðist manninn sinn af miklum
kærleik í langtíma veikindum
hans og sá til að hann hlyti hina
bestu hjálp. Mér þótti vænt um
Önnu og Baldur. Anna hafði glað-
legan hlátur, sem ekki svo margir
hafa og það var gaman að heyra
hann. Hann smitaði af sér og létti
manni í lund. Við Anna höfum ver-
ið nánar frænkur og vinkonur og
haft reglubundið samband ekki
síst seinni árin, þótt við höfum bú-
ið í sitthvoru landinu. Við höfum
hringt hvor í aðra, skrifast á, talað
á skype, því hún hafði lært að nota
tölvu og við höfum hist þegar ég
hef komið til Íslands.
Anna var lífsglöð og hress og
ég heyrði hana aldrei kvarta. Að-
spurð hvernig henni liði svaraði
hún alltaf að hún hefði það gott.
Hún var alltaf ungleg og létt á
fæti með fallegt bros og kátínu í
svipnum. Það var gaman að hlæja
með henni og vera nálægt henni. Í
ungdæmi sínu var hún íþrótta-
stúlka og var ein af þeim sem
stigu skautadans á Tjörninni.
Anna gaf mér margar fallegar
bækur. Ein af þeim er Sumar-
landið.
Við ræddum stundum um
framhaldslífið. Hún hafði örugga
og fallega sýn um paradís, fagra
fyrirheitna landið okkar allra.
Þegar mamma mín dó sagði Anna
við mig að pabbi hefði tekið á móti
henni með fangið fullt af blómum
á ströndinni fögru. Mér þótti vænt
um Önnu frænku og sakna hennar
mikið, ég sakna hennar glaðlega
hláturs. Ég ætla að reyna að
temja mér hann, hugsa til hennar
og gleðja aðra með honum. Þar til
við hittumst í landinu fagra. Með
þökkum og kærleika til Önnu
frænku.
Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir.
Anna Valgerður
Einarsdóttir
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN GUÐJÓNSSON
framkvæmdastjóri,
Skúlagötu 40B,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala mánudaginn
16. desember.
Jóhannes Kristinsson, Þorbjörg Jónsdóttir,
Elín Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Sonur minn og bróðir okkar,
HALLDÓR SÆMUNDSSON
frá Patreksfirði,
andaðist sunnudaginn 15. desember í
Fögruhlíð, Skálatúni.
Aðalheiður Kolbeins,
systkini og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskuleg móðir okkar og systir,
LAUFEY JENSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Grund
við Hringbraut,
áður búsett á Ægisíðu 86,
er látin.
Steinunn Pálsdóttir,
Guðmundur Pálsson,
Vilhjálmur Jónsson,
Vigdís Jónsdóttir,
Ragnhildur Jónsdóttir,
Anton Helgi Jónsson.
✝
Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
ALLA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR WHITE,
fædd 28. desember 1928
í Miðhúsum í Garði,
ólst upp á Fjölnisvegi 18
í Reykjavík,
lést á heimili sínu í Sacramento, Kaliforníu,
29. nóvember.
Eric, Sigríður Anna, Saga og Brynja,
Julie Ann, Casey og Austin,
Svava, Ingibjörg, Eyjólfur og Ingibjörg Anna Gíslabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR SIGURÐSSON,
fv. prentsmiðjustjóri,
Mávahlíð 4,
Reykjavík,
lést aðfaranótt laugardagsins 7. desember
á Landspítalanum.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 27. desember
kl. 15.00.
Sigurður Egill Garðarsson,
Karl Friðrik Garðarsson, Áslaug Sif Guðjónsdóttir,
Guðrún Garðarsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson,
Gunnlaugur Garðarsson, Sigríður Halldórsdóttir,
Kristín Fríða Garðarsdóttir, Ólafur Fannberg,
Anna María Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.