Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal verður formlega vígt á morgun, laugardag, kl. 15:00. At- höfnin er öllum opin. Verkið er afrakstur samkeppni sem HB Grandi efndi til í samvinnu við Samband íslenskra myndlist- armanna (SÍM) og Faxaflóahafnir. Myndverkið Þúfa, sem stendur við vestanverða innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn, gegnt Hörpu, er grasi vaxinn hóll með steinþrepum sem leiða upp á topp hólsins. Þar er lítill fiskhjallur þar sem gert ráð fyr- ir að þurrkaður verði hákarl og ann- ar fiskur. Hóllinn er 26 metrar í þvermál og átta metra hár. Í verkið fóru um 2.400 rúmmetrar af jarðefni og efnismagnið vegur um 4.500 tonn þegar allt er talið. Vígsluathöfnin hefst kl. 15:00 með ávarpi Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda. Auk Vilhjálms munu Ólöf Nordal myndlistarmaður og Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, segja nokk- ur orð. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, vígir listaverkið. Að lokinni vígslunni verður boðið upp á söng, rímnaflutning og þjóð- legar veitingar fyrir börn og full- orðna í forrými Ísbjarnarins. Morgunblaðið/Rósa Braga Þúfan Þúfnaherinn vann baki brotnu við að reisa útilistaverkið. 4.500 tonn af jarð- efni í listaverkið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúningur er hafinn að því að hafa þrautareið sem sýningar- og keppnisgrein á Landsmóti hesta- manna á Hellu í sumar. Verður það þá í fyrsta skipti sem keppt er í þeirri grein á landsmóti. Hugmyndin um að keppa í þrauta- reið (trekki) kemur til vegna sam- starfs um kynningu á íslenska hest- inum í Frakklandi. Þar er hann notaður sem fjölskyldu- og útivist- arhestur, meðal annars í þrautareið. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga (LH), segir að verið sé að leggja lokahönd á að íslenska frönsku regl- urnar og undirbúa kynningu á grein- inni og námskeiðahald hjá hesta- mannafélögunum. Meðal annars er von á einum þekktasta reiðkennara Frakka hingað til lands. Drög að dagskrá landsmótsins sem haldið verður á Gaddstaðflötum við Hellu dagana 30. júní til 6. júlí í sumar hafa verið birt á vef þess. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir þeirri breytingu að úrslit í tölti og A- flokki gæðina verði á laugardags- kvöldi en mótinu ljúki á úrslitum í B- flokki á sunnudegi. Haraldur tekur fram að þetta fyrirkomulag hafi ekki verið ákveðið endanlega. Unnið að fjárhagshliðinni Forsala miða stendur til áramóta. Þá er hægt að kaupa gjafakort á skrifstofu LH. Undirbúningur gengur á hefð- bundinn hátt. Unnið hefur verið að lausn á fjárhagsvanda Landsmóts ehf. sem heldur mótið og Rangár- bakka sem eiga og reka landsmóts- svæðið. Landsmót ehf. lagði í mikinn kostnað við landsmót 2010 sem þurfti að fresta um ár vegna hrossa- pestar og hefur félagið ekki borið sitt barr síðan. Haraldur telur að lausn hafi fengist með því að LH og Bændasamtök Íslands hafa nú ákveðið að leggja fram samtals 30 milljóna króna hlutafé í félagið og VÍS hefur gefið vilyrði fyrir því að greiða fyrirfram styrktarsamning vegna næstu þriggja móta. Þá hafa fleiri aðilar sýnt áhuga á að koma með hlutafé í Landsmót ehf. Beðið er eftir afgreiðslu fjárlaga vegna lokaframkvæmda við móts- svæðið á Gaddstaðaflötum. Vonast er til að landsmótssjóður mennta- málaráðuneytisins veiti fjármagn til þeirra. Eftir að semja við Skagfirðinga Stjórn LH ákvað á sínum tíma að ganga til viðræðna um að landsmót 2016 verði haldið á Vindheimamelum í Skagafirði. Samningaviðræður eru ekki hafnar en gengið verður í það mál á nýju ári. Hið sameinaða hesta- mannafélag Kópavogsbúa og Garðbæinga, Sprettur, hefur einnig boðið nýtt og glæsilegt félagssvæði sitt á Kjóavöllum fram fyrir lands- mót 2016. Jafnframt er komið að því að aug- lýsa eftir mótssvæðum og ákveða staðsetningu landsmóta hestamanna 2018 og 2020. Haraldur reiknar með að það verði gert fljótlega á næsta ári. Morgunblaðið/Kristinn Landsmót Hugað er að nýjungum og breytingum á dagskrá Landsmóts hestamanna sem fram fer á Hellu í sumar. Þrautareið á landsmóti  Stefnt að nýrri keppnisgrein á Landsmóti hestamanna á Hellu  Keppni að hefjast um landsmótin 2018 og 2020 Austurstræti 14, 101 Reykjavík, sími 551 1020 Jólaplatti Á plattanum er: Hangikjöt Jólaskinka Dönsk lifrarkæfa Síld Reyktur lax Hreindýrapaté Kalkúnabringa Eplasalat Laufabrauð Rúgbrauð Flatbrauð og smjör Cumberland sósa Súkkulaði marquise FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA Kringlunni 4 | Sími 568 4900 19.990,- 12.990,- 16.990,- Dúnúlpur og vesti margir litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.