Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Þetta leggst ljómandi vel í mig. Ég er spennt fyrir deginum,“sagði Rakel Anna Guðnadóttir, grafískur hönnuður, sem erfertug í dag. „Ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt með vinkonum mínum. Svo held ég að maðurinn minn sé með eitthvert ráðabrugg, en ég veit ekk- ert meira um það,“ sagði Rakel Anna. Hún er gift Patreki Jóhann- essyni og þau eiga fjögur börn, þrjá syni og dóttur sem er fjögurra mánaða. En eru einhver afmæli hennar eftirminnileg? „Já, þrítugsafmælið. Þá bauð maðurinn minn mér á McDonald’s! Við bjuggum á Spáni og hann þekkti engan annan matsölustað. Það hefur stundum verið gert svolítið grín að því,“ sagði Rakel Anna og hló. Hún sagði að bernskuafmælin hefðu viljað hverfa inn í undirbún- ing jólanna og allir verið uppteknir á þessum tíma. Það kom fyrir að hún fengi afmælispakka sem var líka jólagjöf, það gat verið svekkj- andi. Mamma Rakelar Önnu sá um að hún fengi alltaf sína afmælis- veislu, þrátt fyrir jólaannirnar, og var vinum og ættingjum boðið. Rakel Anna er í fæðingarorlofi þessa dagana. Hún rekur lítið fyrir- tæki, H&H auglýsingastofu. H-in standa fyrir Hugmynd og hönnun (www.hogh.is). Hún teiknar, hannar og annast einnig viðburðastjórn- un. Auk þess fæst hún við að gera fallega hluti fyrir heimilið með vin- konum sínum. Hún og önnur vinkona eru nú að hanna púða sem vænt- anlegir eru á markað. gudni@mbl.is Rakel Anna Guðnadóttir er 40 ára í dag Ljósmynd/Úr einkasafni Fjölskyldan F.v. Jóhannes, Baldur Bragi, Rakel Guðnadóttir með Sögu, Patrekur Jóhannesson og fyrir framan er Dagur Orri. Afmæli í aðdrag- anda jólahátíðar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ingveldur Hafdís Guðmundsdóttir, Garðvangi, Garði, verður níræð 23. desember. Hún tekur á móti gestum sunnu- daginn 22. des- ember kl. 14 í sal eldri borgara á Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Árnað heilla 90 ára Hella Hrafnkell Frosti fæddist 18. febrúar. Hann vó 3740 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og G. Ómar Helgason. Nýir borgarar Reykjavík Diljá Líf fæddist 28. apríl. Hún vó 3.670 g og var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Agnes Helga Sigurðardóttir og Kári Geir Jensson. H araldur Reynir fædd- ist á Selfossi 20.12. 1963 og ólst upp í for- eldrahúsum, við leik og störf í stórum krakkahópi, í Laugardælum. Hann lauk grunnskólaprófi frá Selfossi og stúdentsprófi frá FB árið 1983. Á grunnskóla- og menntaskóla- árum vann Haraldur við Laugar- dælabúið við almenn landbún- aðarstörf. Eftir stúdentspróf vann hann við ÁTVR á Selfossi frá opnun verslunarinnar þar, 1984-85, og síðar hjá ÁTVR í Reykjavík. Haraldur lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ af endurskoðunarsviði 1991. Með því námi vann hann ýmis verka- mannastörf og var jafnframt sjó- maður á togurum á sumrin. Í kaupfélag austur á Héraði Haraldur flutti austur á Hérað í ársbyrjun 1992, hóf þar störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum og var þar forstöðumaður verslunarsviðs. Haraldur Reynir Jónsson, framkv.stj. og skógarbóndi – 50 ára Við Thames í London Haraldur Reynir með dætrum sínum, Helgu Kristínu og Ingunni Rós. Með skógrækt í blóðinu Austur í Flóa Haraldur Reynir og Helga Ingunn á jörð sinni, Yrpuholti. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum,barns- fæðingumog öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR www.ispan.is vottuð framleiðsla Góðir landsmenn! Lokað verður um hátíðarnar, opnum aftur 2. janúar kl. 8 Bestu óskir um gleðilega hátið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.