Morgunblaðið - 20.12.2013, Síða 48

Morgunblaðið - 20.12.2013, Síða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Þetta leggst ljómandi vel í mig. Ég er spennt fyrir deginum,“sagði Rakel Anna Guðnadóttir, grafískur hönnuður, sem erfertug í dag. „Ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt með vinkonum mínum. Svo held ég að maðurinn minn sé með eitthvert ráðabrugg, en ég veit ekk- ert meira um það,“ sagði Rakel Anna. Hún er gift Patreki Jóhann- essyni og þau eiga fjögur börn, þrjá syni og dóttur sem er fjögurra mánaða. En eru einhver afmæli hennar eftirminnileg? „Já, þrítugsafmælið. Þá bauð maðurinn minn mér á McDonald’s! Við bjuggum á Spáni og hann þekkti engan annan matsölustað. Það hefur stundum verið gert svolítið grín að því,“ sagði Rakel Anna og hló. Hún sagði að bernskuafmælin hefðu viljað hverfa inn í undirbún- ing jólanna og allir verið uppteknir á þessum tíma. Það kom fyrir að hún fengi afmælispakka sem var líka jólagjöf, það gat verið svekkj- andi. Mamma Rakelar Önnu sá um að hún fengi alltaf sína afmælis- veislu, þrátt fyrir jólaannirnar, og var vinum og ættingjum boðið. Rakel Anna er í fæðingarorlofi þessa dagana. Hún rekur lítið fyrir- tæki, H&H auglýsingastofu. H-in standa fyrir Hugmynd og hönnun (www.hogh.is). Hún teiknar, hannar og annast einnig viðburðastjórn- un. Auk þess fæst hún við að gera fallega hluti fyrir heimilið með vin- konum sínum. Hún og önnur vinkona eru nú að hanna púða sem vænt- anlegir eru á markað. gudni@mbl.is Rakel Anna Guðnadóttir er 40 ára í dag Ljósmynd/Úr einkasafni Fjölskyldan F.v. Jóhannes, Baldur Bragi, Rakel Guðnadóttir með Sögu, Patrekur Jóhannesson og fyrir framan er Dagur Orri. Afmæli í aðdrag- anda jólahátíðar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ingveldur Hafdís Guðmundsdóttir, Garðvangi, Garði, verður níræð 23. desember. Hún tekur á móti gestum sunnu- daginn 22. des- ember kl. 14 í sal eldri borgara á Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Árnað heilla 90 ára Hella Hrafnkell Frosti fæddist 18. febrúar. Hann vó 3740 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og G. Ómar Helgason. Nýir borgarar Reykjavík Diljá Líf fæddist 28. apríl. Hún vó 3.670 g og var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Agnes Helga Sigurðardóttir og Kári Geir Jensson. H araldur Reynir fædd- ist á Selfossi 20.12. 1963 og ólst upp í for- eldrahúsum, við leik og störf í stórum krakkahópi, í Laugardælum. Hann lauk grunnskólaprófi frá Selfossi og stúdentsprófi frá FB árið 1983. Á grunnskóla- og menntaskóla- árum vann Haraldur við Laugar- dælabúið við almenn landbún- aðarstörf. Eftir stúdentspróf vann hann við ÁTVR á Selfossi frá opnun verslunarinnar þar, 1984-85, og síðar hjá ÁTVR í Reykjavík. Haraldur lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ af endurskoðunarsviði 1991. Með því námi vann hann ýmis verka- mannastörf og var jafnframt sjó- maður á togurum á sumrin. Í kaupfélag austur á Héraði Haraldur flutti austur á Hérað í ársbyrjun 1992, hóf þar störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum og var þar forstöðumaður verslunarsviðs. Haraldur Reynir Jónsson, framkv.stj. og skógarbóndi – 50 ára Við Thames í London Haraldur Reynir með dætrum sínum, Helgu Kristínu og Ingunni Rós. Með skógrækt í blóðinu Austur í Flóa Haraldur Reynir og Helga Ingunn á jörð sinni, Yrpuholti. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum,barns- fæðingumog öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR www.ispan.is vottuð framleiðsla Góðir landsmenn! Lokað verður um hátíðarnar, opnum aftur 2. janúar kl. 8 Bestu óskir um gleðilega hátið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.