Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ LeiðtogarEvrópu-sam- bandsríkjanna sitja nú á rök- stólum í Brussel og ræða það hvernig hægt sé að stilla betur saman strengi ríkjanna í varnarmálum og auka framlag þeirra til eigin varna. Þetta er gamalkunn um- ræða, sem kemst aftur upp á yfirborðið nú þegar áhugi Bandaríkjamanna virðist vera að færast frá Evrópu og til Kyrrahafsins. Ýmsar lausnir hafa verið ræddar í Brussel áð- ur, þeirra á meðal stofnun sér- staks Evrópuhers. Þá kæmi einnig til greina að auka enn samstarf á milli ríkjanna í varnarmálum, meðal annars í hergagnakaupum. Ekki eru þó allir hlynntir slíkum áformum. Breskir íhaldsmenn óttast að verið sé að reyna að veikja ekki bara breskan hergagnaiðnað heldur einnig Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið hornsteinn varna Evrópu frá stofnun. Þá líta þeir hornauga tilraunir innan ESB til þess að reisa tollamúr utan um evrópskan hergagnaiðnað, enda hafa eng- in lönd meiri samvinnu við Bandaríkin en Bretar. Því samstarfi yrði hugsanlega stefnt í voða yrði Bretum meinað að kaupa vopn eða skipta á upplýsingum vestur um hafið. Bretar eru því á báðum átt- um, þar sem þeir vildu gjarnan að fleiri Evrópuríki legðu sitt af mörkum til varnarmála, en síður að Evrópusambandið taki yfir meiri stjórn á þeim málum. Hinum megin Ermarsund- sins horfa málin öðruvísi við. Frakkar hafa, í fjarveru leiðtoga sem tekur af skar- ið í Washington, tekið að sér for- ystu í viðbrögðum við hinum ýmsu krísum, einkum í norður- og vesturhluta Afríku þar sem þeir forðum réðu ríkjum. Frakkar vilja því, ef að Evr- ópuher er ekki í boði, sameig- inlegan sjóð sem geti styrkt aðgerðir á borð við þær sem þeir standa fyrir í Mið- Afríkulýðveldinu. Slíkur sjóð- ur myndi þá hjálpa Frökkum að fylla betur það tómarúm sem gæti skapast í Evrópu haldi Bandaríkin áfram á sín- um kúrs. Inn í þetta blandast einnig Atlantshafsbandalagið, en Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalags- ins, vonast eftir því að Evrópu- sambandsríkin skuldbindi sig frekar til að leggja til varna álfunnar. Það er skiljanleg af- staða þegar haft er í huga að einungis fjögur af ríkjum bandalagsins leggja til þau 2% af landsframleiðslu sem þau hafa samþykkt að renni til varnarmála. Evrópuríkin eru með því að samþykkja óbeint að varnir álfunnar muni hvíla, nú sem fyrr, að mestu leyti á herðum Bandaríkjamanna. Það væri því jákvætt ef niðurstaða fundarins yrði sú að Evrópusambandsríkin vildu leggja meira af mörkum til varnarmála. Þau ættu þó að forðast að finna upp hjólið á ný með því að koma á fót nýjum stofnunum, eða reyna frekari samruna. Slíkt mundi gera lítið annað en að veikja það banda- lag sem haldið hefur friðinn í álfunni í nærri því 65 ár. Enn er rætt um sam- eiginlega varn- armálastefnu ESB} Er vörn í vanmættinu? Pólitískur rétt-trúnaður sér til þess að um sum mál fer aldrei fram vit- ræn umræða. Allir vita að svigrúm þeirra sem eru á at- vinnuleysisbótum til almennra athafna er verulega skert. Þeir sem hafa atvinnu en eru á lægsta enda launa- stigans hafa það ekki mikið betra fjárhagslega en hinir sem hafa aðeins úr atvinnu- leysisbótum að spila. Og það vita allir, þótt hinir sömu forð- ist jafnan að minnast á það, að það verður að vera tilfinnan- legur munur á atvinnuleysis- bótum og þeim aurum sem menn fá fyrir að inna starf af hendi. Þessi veruleiki er auð- vitað óþægilegur og það svo að þeir sem síst skyldu víkja sér undan honum. Launauppbót í desember var í þá átt að gera mun á afkomu eftir því hvort menn öfl- uðu sér tekna með vinnu eða ekki. Í fréttum var sagt frá því að fjárframlög sveit- arfélaga til fólks í erfiðleikum hefðu margfaldast „eftir hrun.“ Hópur atvinnu- lausra hefur þó ekki margfald- ast „eftir hrun,“ þótt auðvitað hafi ýmsir orðið illa úti. En það er fróðlegt að sjá hvernig þró- unin var í framfærslu- greiðslum sveitarfélaga á ár- unum „fyrir hrun,“ þegar peningar flóðu um allar gáttir og flytja þurfti inn fólk, þús- undum saman, til að manna laus störf. Getur verið að sum sveitarfélög hafi fullkomlega misst stjórn á þessum mála- flokki og velji þá ódýru leið að kenna „hruninu“ um stjórn- leysi og ólestur í eigin ranni? Óhjákvæmilegt er að hafa afgerandi mun á launa- greiðslum og at- vinnuleysisbótum} Rétttrúnaður ruglar F ormaður Samfylkingarinnar lét þau orð falla á vefsíðu sinni á dögunum að upplýsingar skorti til þess að hægt væri að taka afstöðu til inn- göngu í Evrópusambandið. Þá sagðist hann sjálfur ekki reiðubúinn að ganga í sambandið nema ákveðnir þjóðarhagsmunir yrðu tryggðir. Nefndi hann í því sambandi gjald- miðilsmálin og möguleika Íslands til viðbragða gegn fjármálaáföllum sem og stjórn fiskveiða hér við land. Svo mörg voru þau orð. Einhverjir veltu því fyrir sér hvort þessi orð Árna Páls Árnasonar bentu til þess að hann væri orðinn eitthvað minna spenntur en áður fyrir því að koma Íslandi undir yfirstjórn Evrópusambandsins sem þó er ekki raunin. Ummælin eru einfaldlega hugsuð sem liður í því að reyna að blása einhverju lífi í umsóknina um inngöngu í sambandið með því að telja fólki trú um að eitthvað áður óþekkt sem einhverju grundvall- armáli skipti geti komið í ljós verði henni haldið til streitu. Þetta er reyndar gamall leikur sem hefur verið stund- aður í meira en áratug, allt frá því að harðir stuðnings- menn inngöngu í Evrópusambandið gerðu sér grein fyrir því að seint tækist að koma málum þannig fyrir að sótt yrði um inngöngu með þeim rökum að ganga ætti í sam- bandið. Sem þó er vitanlega markmiðið með slíkri umsókn eins og Evrópusambandið sjálft hefur ítrekað bent á í gegnum tíðina. Ekki sízt í tengslum við umsókn vinstri- stjórnarinnar um inngöngu í sambandið. Fyrir vikið var hannaður sá veruleiki að hægt væri að óska eftir inngöngu í Evrópu- sambandið án þess að ætla endilega að ganga þar inn. Hægt væri að „kíkja í pakkann“ og sjá hvað sambandið hefði upp á að bjóða. Staðreyndin er hins vegar vitanlega sú að það hefur alltaf legið fyrir hvað innganga í Evr- ópusambandið hefði í för með sér og ekkert verið því til fyrirstöðu að taka afstöðu til málsins þó það hafi hentað Evrópusambands- sinnum að halda öðru fram í pólitískum til- gangi á sama tíma og þeir hafa sjálfir fyrir löngu tekið afgerandi afstöðu til þess. Og þessu hefur Evrópusambandið sjálft að sama skapi ítrekað vakið máls á enda séu bæði sátt- málar og annað regluverk þess öllum að- gengilegt sem vilji kynna sér málið. Þetta er til að mynda ástæða þess að enga þá fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið sem Árni Páll nefndi á vefsíðu sinni í pólitískum lífgunartilraunum sínum er að finna í stefnu Samfylkingarinnar og hefur aldrei verið að finna. Þar hefur stefnan einfaldlega verið að ganga í Evrópusambandið. Sú stefna var upphaflega mótuð á grundvelli sérstakrar Evrópuúttektar fyrir um áratug og þurfti enginn samningur við sambandið að liggja fyrir til þess. Raunveruleikinn er einfaldlega sá, eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, orðaði það hér um árið, að ef við Íslendingar gengjum í Evrópusambandið þá fengjum við einfaldlega það, Evr- ópusambandið. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Pakkinn hefur alltaf verið opinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon samkvæmt matvælalögunum sem tóku gildi árið 2010. En hvers vegna er fyrst verið að innleiða þetta núna, um fjórum árum eftir að lögin tóku gildi? „Við höfum þurft að taka þetta í smáskrefum, við erum svo fáliðuð. Það var byrjað á að taka það sem er áhættusamast og svo erum við að taka þetta í smáskrefum með skipu- lagningu á þessari áhættuflokkun og ákvarða tíðni eftirlits út frá henni,“ segir Dóra. Matvælastofnun mun fyrst og fremst leggja áherslu á að fylgjast með notkun varnarefna hjá rækt- endum matjurta en einnig með um- gjörð ræktunarinnar og hreinlæti við uppskeru. Í matvælalögunum eru settar fram kröfur til þeirra sem framleiða eða uppskera plöntu- afurðir, en þeir þurfa að halda að- stöðu, búnaði og flutningstækjum hreinum, tryggja að plöntuafurðir séu hreinar og framleiðsla þeirra fari fram við hollustusamleg skilyrði, nota neysluvatn eða annað hreint vatn til að fyrirbyggja mengun af- urða, sjá til þess að starfsfólk fái fræðslu um hættur og að starfs- fólk sé heilbrigt, hindra mengun afurða af völdum húsdýra og meindýra, koma í veg fyrir mengun af völdum úrgangs og hættulegra efna, taka tillit til rannsóknaniðurstaðna sem varða matvælaöryggi og nota plöntuvarnarefni s.s. illgresiseyði og skor- dýraeitur á ábyrgan hátt. Halda skrá yfir ræktendur matjurta Morgunblaðið/RAX Uppskerutími Þeir sem rækta og selja grænmeti verða að skrá starfsemi sína hjá Matvælastofnun eigi síðar en 15. janúar 2014. „Okkur líst mjög vel á skrán- inguna og teljum hana vera til góðs. Samtímis þessu erum við að innleiða gæðahandbók en hluti af henni er að framleið- endurnir séu með skráð leyfi,“ segir Bjarni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda. Sambandið vann gæða- handbókina í samstarfi við Mat- ís og Matvælastofnun. „Hún er fyrst og síðast ferlaskráning við framleiðslu, gæðastýring og gæðavinna. Við erum að styrkja þá ímynd sem matjurtafram- leiðsla hefur á Íslandi, að hún sé holl, góð og hrein. Það er eðli- legt skref og bót fyrir neyt- endur að þarna sé verið að skrásetja framleiðsl- una og með gæða- handbókinni geta neyt- endur treyst því að matjurtaræktendur vinni eftir ákveðnum verkferlum.“ Gæðahand- bók innleidd GARÐYRKJUBÆNDUR Bjarni Jónsson BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ræktendur matjurta semselja afurðir sínar eigasamkvæmt matvæla-lögum að vera búnir að skrá starfsemina hjá Matvælastofn- un eigi síðar en 15. janúar 2014. Mat- vælastofnun mun halda skrá yfir ræktendur matjurta og er rækt- endum líka skylt að tilkynna breyt- ingar á starfseminni til stofnunar- innar, eins og ræktun óskyldra tegunda og stöðvun starfsemi. Með matjurtarækt er átt við ræktun matjurta hvort sem það er útiræktun, inniræktun eða ræktun á korni til manneldis og telst slík rækt- un til frumframleiðslu. Dóra Gunnarsdóttir, fagsviðs- stjóri matvælaöryggis og neytenda- mála hjá Matvælastofnun, segir að samkvæmt matvælalögum sem voru innleidd 2010 eigi þessir ræktendur að vera skráðir. „Við erum að safna saman upplýsingum um hvar þeir eru en flestir þeirra eru með pökkun og eru þá undir eftirliti Heilbrigðis- eftirlitsins. Það stendur til að fara í áhættuflokkun matvælafyrirtækja í frumframleiðslu og út frá henni á að finna út hvort það sé þörf á að sinna eftirliti reglulega og þá hversu oft,“ segir Dóra. Samhliða skráningunni fer fram söfnun upplýsinga sem not- aðar verða við slíkt áhættumat. Mat- ið byggist á magni, tegund matjurta og starfsemi og verður tíðni eftirlits- ins ákvarðað út frá því. Dóra segist ekki búast við því að eftirlitið með ræktun matjurta verði mikið, það fari líklega fram á nokkurra ára fresti. Þurfa ekki starfsleyfi „Þetta er ekki mjög áhættusöm framleiðsla, það gæti fyrst og fremst verið ofnotkun varnarefna. Eftirlitið fram að þessu hefur miðast að því að taka sýni úr grænmeti á markaði. Þá hefur verið skimað fyrir varnar- efnum og yfirleitt mælist mjög lítið af þeim, notkun á þeim hefur ekki verið vandamál. Áhættuflokkunin snýr að því að beina eftirlitinu á þá staði þar sem er þörf á því en koma sjaldnar til þeirra sem standa sig vel.“ Ræktendur matjurta til sölu á markaði þurfa ekki að hafa starfs- leyfi til að framleiða matvæli en þeir þurfa nú að tilkynna um starfsemina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.