Morgunblaðið - 20.12.2013, Side 27

Morgunblaðið - 20.12.2013, Side 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Með rafmagninu náðu Siglfirðingar forystu. Það skipti miklu fyrir alla uppbyggingu hér í bænum að við værum sjálfum okkur næg í þessum efnum,“ segir Sverrir Sveins- son, fyrrverandi veitustjóri á Siglufirði. Þar í bæ var þar þess minnst í vikunni að rétt öld var frá því starfsemi raf- veitunnar í bæn- um hófst, en það var 18. desember 1913 sem virkjun í Hvanneyrará var gangsett. Orka frá henni dugði til þess að lýsa mætti bæ- inn upp, en á þessum tíma var Siglu- fjörður einn stærsti kaupstaður landsins. Presturinn hafði forystu Fyrstu virkjanir landsins voru reistar í Hafnarfirði, á Eskifirði, Seyðisfirði og svo kom Siglufjörður. Forystu þar hafði sr. Bjarni Þor- steinsson, sem auk prestsþjónustu hafði veraldleg mál í bænum á sinni könnu. „Vissulega stóð Bjarni ekki einn í þessu vafstri. Margir fleiri voru með honum og almennt sagt þá voru þetta afar framsýnir menn,“ segir Sverrir. Fljótlega fór svo að virkjunin í Hvanneyrará að viðbættri dís- ilrafstöð sem reist var fáum árum síð- ar annaði ekki raforkuþörf bæjarins. Kom þar til að fólki í bænum fjölgaði jafnt og þétt og umsvif í síldariðnaði jukust. Menn fóru því, að sögn Sverr- is, að hugsa til framtíðar og árið 1921 beitti bæjarstjórn Siglufjarðar sér fyrir kaupum á jörðinni Skeiði í Fljót- um, sem mikil vatnsréttindi fylgdu. Bygging Skeiðsfossvirkjunar þar þótti góður kostur og lagaheimild til virkjunar fékkst árið 1935. Fram- kvæmdir þar hófst á stríðsárunum og virkjunin var tekin í notkun árið 1947. Hefur síðan verið stækkuð og fram- leiðir í dag um 5 MW. Rafmagnið frá virkjuninni er leitt með línum yfir Siglufjarðarskarð – en Siglufjarð- arbær fær í dag einnig roku frá Ólafs- firði með jarðstreng sem liggur um Héðinsfjarðargöng. „Í raforkulögunum sem voru sett árið 1946 var kveðið á um að rafmagn frá samveitum skyldi ná til landsins alls. Bygging smærri heimavirkjana lagðist því að mestu leyti af og áhersl- an færðist yfir á að byggja stærri stöðvar, eins og Skeiðsfossvirkjun,“ segir Sverrir. Orkuþörfin var mikil „Á síldarárunum voru mikil umsvif hér á Siglufirði og orkuþörfin mikil. Þá bjó bæjarfélagið að því að brautin hafði verið rudd og nauðsynleg vaxt- arskilyrði fyrir atvinnulífið sköpuð. Rafmagnið var algjör undirstaða. Raunar er það svo, samkvæmt minni reynslu, að brýnustu framfaramálin á hverjum stað þokast helst áleiðis ef sveitarstjórnarmenn beita sér í mál- unum. Sú var einmitt raunin hér,“ segir Sverrir Sveinsson sem varð raf- veitustjóri árið 1966. Raf- og hitaveit- an á Siglufirði var lengi í eigu bæj- arins en var seld RARIK árið 1992 og var Sverrir starfsmaður þess fyr- irtækis allt til starfsloka fyrir áratug. Með rafmagni í bæ var brautin rudd  Öld er liðin nú í vikunni frá því Siglfirðingar fengu fyrstu rafstöðina  Náðu forystunni með eigin orku  Skeiðsfossvirkjun byggð á stríðsárunum og rafmagnið var leitt með línu yfir Skarðið Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Orka Gamla rafmagnsvélin úr Hvanneyrarvirkjuninni sem tekin var í gagnið árið 1913 er varðveitt á Síld- arminjasafninu og hér sést Örlygur Kristfinnsson safnstjóri við þessa vél sem breytti svo miklu í síldarbænum. Hin aldargamla vél Hvanneyr- arvirkjunar er varðveitt á Síld- arminjasafninu eins og fleiri kjörgripir sem varpa ljósi á sögu þess mikla umsvifabæjar sem Siglufjörður var – og er kannski að verða á ný. Samstæða vél- arinnar er túrbína, gangráður og rafall og dugði orkan sem þessi tól framleiddu fyrir 40 ljósastaura og eina eða tvær perur í hverju húsi. Var götulýs- ingin á Siglufirði á sínum tíma algjört nýmæli, breytti staðnum og gjarnan er sagt að björt séu borgarljósin. Ein pera í hverju húsi VÉLIN ER VARÐVEITT Sverrir Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.