Morgunblaðið - 20.12.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.12.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Ríkisútvarpið skautar laufléttframhjá umfjöllun fram- kvæmdastjórnar ESB um IPA- styrkina í bréfi sem fram- kvæmdastjórnin sendi Ríkisútvarp- inu vegna fyrirspurnar þess.    Ríkisút-varpið sagði í frétt sinni um málið í fyrradag að framkvæmda- stjórnin hefði ekki talið rétt að halda áfram að greiða IPA- styrkina á meðan málin væru í bið- stöðu „enda sé tilgangur styrkj- anna að styrkja aðildarviðræð- urnar“.    Í bréfinu sem Ríkisútvarpið vitn-ar til er þetta þó orðað töluvert á annan veg og merkingin þar er önnur. Þar segir um IPA-styrkina að tilgangur þeirra sé að styrkja land í vaxandi aðlögun (e. progres- sive alignment) að lögum, stöðlum og stefnu ESB með það fyrir augum að vera að fullu búið undir aðild (e. fully prepared for EU members- hip).    Framkvæmdastjórn Evrópusam-bandsins gat í þessu bréfi ekk- ert verið skýrari um að hún líti á IPA-styrkina sem aðlögunarstyrki sem hafi þann tilgang að laga um- sóknarland að ESB fyrir inngöngu í sambandið.    Aðildarsinnar hér á landi hafaalla tíð neitað þessu eðli IPA- styrkjanna eða viðræðnanna og í frétt sinni aðstoðar Ríkisútvarpið við þessa afbökun.    Svo geta menn velt því fyrir sérhvort það er tilviljun að Ríkis- útvarpið getur aldrei flutt rétta frétt um þessa styrki eða hvort þar búa annarleg sjónarmið að baki. Aldrei minnst á aðlögunina STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 alskýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 6 alskýjað Stokkhólmur 5 alskýjað Helsinki 2 súld Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 3 skúrir Glasgow 3 skýjað London 8 skúrir París 7 skúrir Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 skýjað Vín -2 snjókoma Moskva -1 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 11 skúrir Mallorca 15 skýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 10 skýjað Winnipeg -26 skýjað Montreal -2 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 3 alskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:34 DJÚPIVOGUR 11:01 14:50 Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við viljum gjarnan auka samstarf á milli skólanna á svæðinu, bjóða upp á góða sérfræðiþjónustu fyrir skólana og ekki síður viljum við auka gæði skólastarfsins almennt með auknu samstarfi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, um nýjan samstarfs- samning um skóla- og velferðar- þjónustu Árnesþings í Hveragerði sem undirritaður var á miðviku- daginn. Að samstarfinu standa Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerð- isbær, Grímsness- og Grafnings- hreppur, Bláskógabyggð, Hruna- mannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahrepp- ur. Geta samnýtt kraftana Aldís segir víða í skólunum á þessu svæði vera ýmsa sérþekk- ingu. „Við sjáum því í hendi okkar að við getum nýtt okkur þá krafta sem þegar eru til staðar innan skólanna á svæðinu til hagsbóta fyrir alla.“ Þá yrði einnig farið í sameiginlega stefnumörkun um áhersluatriði innan fræðslumála. Aldís segir aðdraganda sam- starfsins vera þá ákvörðun Ár- borgar að segja sig frá Skólaskrif- stofu Suðurlands. Í kjölfarið var ákveðið að hin sveitarfélögin myndu ekki halda rekstri þeirrar skrifstofu áfram. Fyrir tveimur ár- um hófu sömu sveitarfélögin sam- starf á sviði félagsþjónustu. Reyndist sú samvinna mjög vel, og segir Aldís að þarna sé verið að samþætta skólamálin og velferð- armálin undir einum yfirmanni. „Það var mikið gæfuspor þegar við fórum í sameiginlega velferðar- þjónustu og þegar þetta kom upp með skólaskrifstofuna vildum við fara í sama farveg,“ segir Aldís. Aldís bætir við að sveitarfélögin hafi verið mjög lánsöm að hafa fengið Gerði G. Óskarsdóttur, fyrr- verandi fræðslustjóra Reykjavíkur, til aðstoðar við undirbúning. „Það er fullur vilji allra sem að þessu standa að gera góða skóla ennþá betri,“ segir Aldís að lokum. Við undirritunina Frá vinstri: Gunnar Þorgeirsson, Margrét Sigurð- ardóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Gunnsteinn R. Ómarsson, Aldís Hafsteins- dóttir. Standandi: Björgvin Skafti Bjarnason og Ragnar Magnússon. Auka gæði skóla með samstarfi  Árnesþing semur um skólaþjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.