Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjórðubekkingar í Rimaskóla fluttu helgileik í skólanum í gær. Við sama tækifæri settu sjö- undubekkingar skólans á svið jólaleikrit, sem tvinnar saman söguna af Gilitrutt við sögurnar af Grýlu. Leikritið kallaðist „Gilitrutt, Grýla og gömlu jólasveinarnir“. Í leikritinu eru þær Grýla og Gilitrutt systur og sagan af Gilitrutt stuttlega rakin. Síðan var stuðst við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Gilitrutt, Grýla og gömlu jólasveinarnir Morgunblaðið/Eggert Fluttu helgileik og jólaleikrit í Rimaskóla í gær Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vegagerðin hefur ákveðið að fella nið- ur einkaleyfi á akstri á milli Keflavík- urflugvallar og Reykjavíkur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að ekki hafi verið annar kostur í stöðunni en að afturkalla leyfið eftir að Sam- keppniseftirlitið sendi frá sér álit í júní um að ekki væri hægt að bjóða út akstur sem ber sig í samkeppni. Að hans sögn gerði eftirlitsstofnun EFTA, ESA, einnig athugasemd við að aksturinn hefði verið boðinn út í formi einkaleyfis. „Það kom nokkuð ákveðið álit frá þeim um að þetta sam- ræmdist ekki EES-samningnum og í slíkum tilvikum er áhætta að þetta geti skapað ríkinu skaðabótaskyldu,“ segir Hreinn um ástæður ákvörðun- arinnar um að afturkalla leyfið. Forsaga málsins er sú að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) gerði samning við Vegagerðina í febr- úar 2012 um skipulagningu og umsjón með almenningssamgöngum á Suður- nesjum og tengingu við höfuðborgar- svæðið. Boðið var út í tvennu lagi. Annars vegar akstur á Suðurnesjum og hins vegar einkaleyfi á áætlunar- ferðum til og frá Leifstöð, þ.e.a.s. flugrútu. Í september var undirritaður samningur við SBK um aksturinn en hann er nú í uppnámi. Skoðað í ljósi laganna Berglind Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri SSS, segir forsvars- menn sambandsins hafa fengið bréfið seint í fyrradag og að enn eigi eftir að ákveða viðbrögð við því. „Við erum með gildan samning við Vegagerðina. Í honum stendur að við berum ábyrgð á því að halda uppi almenningssam- göngum á Suðurnesjum. Þær eru núna í uppnámi,“ segir Berglind. Tel- ur hún að nú þurfi að bregðast hratt við en til stóð að SBK myndi hefja akstur 15. janúar nk. Hún telur að einhliða uppsögn á samningnum verði að „skoða í ljósi laganna“. Hún vill þó ekki tjá sig um það hvort ákvörðunin verði kærð. Fagnar niðurstöðunni Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða, sem rekið hafa flugrútur í 30 ár, fagnar niður- stöðunni en þess ber að geta að SBK er dótturfélag Kynnisferða. „Við bjuggumst ekki við annarri niður- stöðu. Helst til tók þó langan tíma að fá ákvörðunina endanlega. Það hefur verið óþægilegt fyrir fyrirtækið sem og starfsfólk þess,“ segir Kristján. Fellir niður einkaleyfið  Vegagerðin fellir niður einkaleyfi á akstri á milli Keflavíkur og Reykjavíkur  Málið skoðað í ljósi laganna, segir framkvæmdastjóri SSS  Fagnar niðurstöðu Ljósmynd/Kynnisferðir Flugrúta Vegagerðin hefur ákveðið að fella niður einkaleyfi á akstri. Hópur foreldra leikskólabarna í leikskólum Sunnufoldar í Foldahverfi tók sig til og fór með börn sín í Grafarvogs- kirkju í vikunni. Leikskólar hafa ekki viljað fara með börn í kirkju vegna umdeildra boða frá Mannréttindanefnd Reykjavíkur. Margrét Steinunn Hilmarsdóttir, foreldri eins barnanna, segir það sjálfsagt að fara með leik- skólabörn í kirkju, sérstaklega á aðventunni. „Ég og ein önnur kona vorum drifkrafturinn á bakvið að heimsækja kirkjuna, því leikskólastjórinn vildi halda þessu utan skól- ans.“ Foreldrarnir fóru með börn sín í upphafi skólatíma. „Allir fóru í kirkjuna á mánudaginn, en svo fóru einhverjir aðrir hópar líka á fimmtudaginn.“ Margrét segir sjálfsagt að kynna uppruna jólanna fyrir börnunum, því jólin segir hún grundvölluð á fæðingu Jesú Krists. „Mér og mörgum öðrum finnst ótrúlegt að það megi ekki halda í þessar hefðir. Þetta snýst ekki um trúna heldur hefðir. Af hverju á að vera leyndarmál af hverju það eru jól? Í grunninn eru jólin út af fæðingu Jesú, hvort sem þú trúir því eða ekki.“ gunnardofri@mbl.is Leikskólabörn fóru í Grafar- vogskirkju á aðventunni Morgunblaðið/Ernir Grafarvogskirkja Foreldrar og leikskólabörn í Graf- arvogi heimsóttu Grafarvogskirkju á leikskólatíma.  Foreldrar tóku sig saman og fóru saman til kirkju Búist er við hvassviðri og stormi á að- fangadag, sam- kvæmt upplýs- ingum frá veðurfræðingi á Veðurstofu Ís- lands. Jólavik- una 23.-29. des- ember er búist við því að norð- læg átt verði ríkjandi og hvöss á köflum. Þá verði víða úrkomusamt og fremur kalt. Úrkoma verður þó undir meðallagi á Suður- og Vest- urlandi. Vont veður á Norðvesturlandi Hvassast verður á norðvest- urhluta landsins. Syðra hvessir smám saman fram eftir að- fangadegi og stormur verður yfir öllu landinu undir kvöld. Áfram verður hvöss norðanátt á jóladag og annan í jólum. Snjóþyngst verð- ur norðanlands. Fyrst mun draga úr veðurhæðinni sunnan- og vest- anlands þegar líður á jóladag en áfram er búist við vonskuveðri norðvestan til. Um er að ræða fjög- urra daga spá. Þegar horft er lengra fram í tímann er áfram búist við lægðagangi það sem eftir lifir árs og fram á nýtt ár. vidar@mbl.is Jólastorm- ur í veður- kortunum Hvasst Stormi er spáð á aðfangadag.  Lægðagangi spáð fram á nýtt ár Leiðandi hagvísir ráðgjafarfyr- irtækisins Analytica hækkaði áfram í nóvember. Er það fimmti mánuður- inn í röð sem vísitalan hækkar. Hag- vísirinn bendir til áframhaldandi vaxtar næstu mánuði. Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Til samanburðar gefa tölur Hag- stofunnar á fyrstu níu mánuðum árs- ins til kynna að hagvöxtur ársins geti orðið 3% eða meiri en hann mælist hjá Analytica. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum af mismunandi toga. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferða- mannafjölda, heimsvísitölu hluta- bréfa, innflutning og væntinga- vísitölu Gallup. Efnahags- umsvif vaxa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.