Morgunblaðið - 21.12.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.12.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjórðubekkingar í Rimaskóla fluttu helgileik í skólanum í gær. Við sama tækifæri settu sjö- undubekkingar skólans á svið jólaleikrit, sem tvinnar saman söguna af Gilitrutt við sögurnar af Grýlu. Leikritið kallaðist „Gilitrutt, Grýla og gömlu jólasveinarnir“. Í leikritinu eru þær Grýla og Gilitrutt systur og sagan af Gilitrutt stuttlega rakin. Síðan var stuðst við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Gilitrutt, Grýla og gömlu jólasveinarnir Morgunblaðið/Eggert Fluttu helgileik og jólaleikrit í Rimaskóla í gær Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vegagerðin hefur ákveðið að fella nið- ur einkaleyfi á akstri á milli Keflavík- urflugvallar og Reykjavíkur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að ekki hafi verið annar kostur í stöðunni en að afturkalla leyfið eftir að Sam- keppniseftirlitið sendi frá sér álit í júní um að ekki væri hægt að bjóða út akstur sem ber sig í samkeppni. Að hans sögn gerði eftirlitsstofnun EFTA, ESA, einnig athugasemd við að aksturinn hefði verið boðinn út í formi einkaleyfis. „Það kom nokkuð ákveðið álit frá þeim um að þetta sam- ræmdist ekki EES-samningnum og í slíkum tilvikum er áhætta að þetta geti skapað ríkinu skaðabótaskyldu,“ segir Hreinn um ástæður ákvörðun- arinnar um að afturkalla leyfið. Forsaga málsins er sú að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) gerði samning við Vegagerðina í febr- úar 2012 um skipulagningu og umsjón með almenningssamgöngum á Suður- nesjum og tengingu við höfuðborgar- svæðið. Boðið var út í tvennu lagi. Annars vegar akstur á Suðurnesjum og hins vegar einkaleyfi á áætlunar- ferðum til og frá Leifstöð, þ.e.a.s. flugrútu. Í september var undirritaður samningur við SBK um aksturinn en hann er nú í uppnámi. Skoðað í ljósi laganna Berglind Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri SSS, segir forsvars- menn sambandsins hafa fengið bréfið seint í fyrradag og að enn eigi eftir að ákveða viðbrögð við því. „Við erum með gildan samning við Vegagerðina. Í honum stendur að við berum ábyrgð á því að halda uppi almenningssam- göngum á Suðurnesjum. Þær eru núna í uppnámi,“ segir Berglind. Tel- ur hún að nú þurfi að bregðast hratt við en til stóð að SBK myndi hefja akstur 15. janúar nk. Hún telur að einhliða uppsögn á samningnum verði að „skoða í ljósi laganna“. Hún vill þó ekki tjá sig um það hvort ákvörðunin verði kærð. Fagnar niðurstöðunni Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða, sem rekið hafa flugrútur í 30 ár, fagnar niður- stöðunni en þess ber að geta að SBK er dótturfélag Kynnisferða. „Við bjuggumst ekki við annarri niður- stöðu. Helst til tók þó langan tíma að fá ákvörðunina endanlega. Það hefur verið óþægilegt fyrir fyrirtækið sem og starfsfólk þess,“ segir Kristján. Fellir niður einkaleyfið  Vegagerðin fellir niður einkaleyfi á akstri á milli Keflavíkur og Reykjavíkur  Málið skoðað í ljósi laganna, segir framkvæmdastjóri SSS  Fagnar niðurstöðu Ljósmynd/Kynnisferðir Flugrúta Vegagerðin hefur ákveðið að fella niður einkaleyfi á akstri. Hópur foreldra leikskólabarna í leikskólum Sunnufoldar í Foldahverfi tók sig til og fór með börn sín í Grafarvogs- kirkju í vikunni. Leikskólar hafa ekki viljað fara með börn í kirkju vegna umdeildra boða frá Mannréttindanefnd Reykjavíkur. Margrét Steinunn Hilmarsdóttir, foreldri eins barnanna, segir það sjálfsagt að fara með leik- skólabörn í kirkju, sérstaklega á aðventunni. „Ég og ein önnur kona vorum drifkrafturinn á bakvið að heimsækja kirkjuna, því leikskólastjórinn vildi halda þessu utan skól- ans.“ Foreldrarnir fóru með börn sín í upphafi skólatíma. „Allir fóru í kirkjuna á mánudaginn, en svo fóru einhverjir aðrir hópar líka á fimmtudaginn.“ Margrét segir sjálfsagt að kynna uppruna jólanna fyrir börnunum, því jólin segir hún grundvölluð á fæðingu Jesú Krists. „Mér og mörgum öðrum finnst ótrúlegt að það megi ekki halda í þessar hefðir. Þetta snýst ekki um trúna heldur hefðir. Af hverju á að vera leyndarmál af hverju það eru jól? Í grunninn eru jólin út af fæðingu Jesú, hvort sem þú trúir því eða ekki.“ gunnardofri@mbl.is Leikskólabörn fóru í Grafar- vogskirkju á aðventunni Morgunblaðið/Ernir Grafarvogskirkja Foreldrar og leikskólabörn í Graf- arvogi heimsóttu Grafarvogskirkju á leikskólatíma.  Foreldrar tóku sig saman og fóru saman til kirkju Búist er við hvassviðri og stormi á að- fangadag, sam- kvæmt upplýs- ingum frá veðurfræðingi á Veðurstofu Ís- lands. Jólavik- una 23.-29. des- ember er búist við því að norð- læg átt verði ríkjandi og hvöss á köflum. Þá verði víða úrkomusamt og fremur kalt. Úrkoma verður þó undir meðallagi á Suður- og Vest- urlandi. Vont veður á Norðvesturlandi Hvassast verður á norðvest- urhluta landsins. Syðra hvessir smám saman fram eftir að- fangadegi og stormur verður yfir öllu landinu undir kvöld. Áfram verður hvöss norðanátt á jóladag og annan í jólum. Snjóþyngst verð- ur norðanlands. Fyrst mun draga úr veðurhæðinni sunnan- og vest- anlands þegar líður á jóladag en áfram er búist við vonskuveðri norðvestan til. Um er að ræða fjög- urra daga spá. Þegar horft er lengra fram í tímann er áfram búist við lægðagangi það sem eftir lifir árs og fram á nýtt ár. vidar@mbl.is Jólastorm- ur í veður- kortunum Hvasst Stormi er spáð á aðfangadag.  Lægðagangi spáð fram á nýtt ár Leiðandi hagvísir ráðgjafarfyr- irtækisins Analytica hækkaði áfram í nóvember. Er það fimmti mánuður- inn í röð sem vísitalan hækkar. Hag- vísirinn bendir til áframhaldandi vaxtar næstu mánuði. Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Til samanburðar gefa tölur Hag- stofunnar á fyrstu níu mánuðum árs- ins til kynna að hagvöxtur ársins geti orðið 3% eða meiri en hann mælist hjá Analytica. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum af mismunandi toga. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferða- mannafjölda, heimsvísitölu hluta- bréfa, innflutning og væntinga- vísitölu Gallup. Efnahags- umsvif vaxa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.