Morgunblaðið - 21.12.2013, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013
Hugmyndir Auður Gná Ingvarsdóttir hefur komið hugmyndum sínum í
framkvæmd og vörur hennar og annarra er hægt að kaupa í Insula.
Malín Brand
malin@mbl.is
M
argt er sammerkt með
textíllistinni og list-
inni að húðflúra. Það
er því óvitlaust að
tvinna þetta saman
eins og þau Auður Gná og Jón Þór Ís-
berg fundu út. Hann rekur húðflúr-
stofuna Kingdom Within Tattoo stud-
io, á hæðinni fyrir ofan verslunina
Insula sem Auður Gná opnaði í síðasta
mánuði.
Búrhvalstennur
og mokkaskinnspúðar
Í Insula er aðallega seld íslensk
hönnun. Allt frá skartgripum úr búr-
hvalstönnum og kertastjökum til púða
úr mokkaskinni eða flugbeittra eld-
húshnífa sem búnir eru til í Mosfells-
bænum.
Auður Gná er innanhúsarkitekt
að mennt en hún lærði á Spáni og bjó í
Barcelona í tíu ár. Hún hefur lengi
haft áhuga á ýmiss konar efni og
sömuleiðis skinni. „Ég hef alltaf haft
áhuga á efnum og á fullt af efnisbútum
heima sem ég hef keypt á mörkuðum
erlendis,“ segir Auður Gná en hún hef-
ur verið að framleiða vörur sjálf og
meðal annars þess vegna opnaði hún
verslunina.
„Ég hef verið að vinna með sútara
á Sauðárkróki og fór í þróunarvinnu
með honum. Mig langaði til að sjá
hvort hægt væri að gera eitthvað úr
skinnum sem falla til í massavís. Það
er eiginlega ekkert verið að nýta þau
enda ekki til margar vélar til að vinna
þau og þekkingin á vinnsluaðferðum
takmörkuð,“ segir hún og er Karli
Bjarnasyni sútara á Sauðárkróki
þakklát fyrir þá hjálp sem hann hefur
veitt henni. Hann fann út hvaða sút-
unaraðferð hentaði best fyrir skinnið.
Úr skinninu eru saumaðir púðar
sem seldir eru undir merkinu Further
North, og smærri veski eru unnin úr
lambsleðri. Til þess að sauma skinnið
saman þarf sérstakar vélar og eru
púðarnir saumaðir saman hjá fjöl-
Japanskt húðflúr
innblástur í hönnun
Fyrir miðjum Skólavörðustíg, nánar tiltekið í húsi númer 21 þar sem Klappar-
stígur, Grettisgata og Skólavörðustígur mætast, er rekin allsérstök verslun. Hún
heitir Insula og hana rekur ung kona, Auður Gná Ingvarsdóttir, og selur þar ís-
lenska hönnun af ýmsum gerðum. Í sama húsi er húðflúrari með stofu og hafa
þau Auður Gná unnið saman. Útkoman er í senn áhugaverð og óvenjuleg.
Flúr og skart Í forgrunni má sjá bómullarpúðana með flúrmyndum Jóns
Þórs en ofan á borðinu eru íslenskir eldhúshnífar úr Mosfellsbænum.
Vefsíðan minjasafnreykjavikur.is
Morgunblaðið/Eggert
Þjóðlegur Þessi sveinn lítur við.
Gömlu jólin
Á morgun, sunnudag, verður árleg
jólasýning Árbæjarsafns. Hrekkjóttir
jólasveinar gægjast á glugga og kíkja
í potta, börn og fullorðnir fá að
föndra og syngja jólalög. Guðsþjón-
usta verður í safnkirkjunni kl. 14,
jólatrésskemmtun á torginu kl. 15 og
dansað í kringum jólatréð við harm-
ónikkuundirleik og kórsöng. Gömlu
íslensku jólasveinarnir verða á vappi
um safnsvæðið á milli kl. 14 og 16.
Gestir fá að smakka hangiket.
Það er bæði
kærleiksríkt og
kvikindislegt
nafnarímið hans
Gunnars Kr. Sig-
urjónssonar,
sem finna má í
nýrri bók sem
hann hefur sent
frá sér. „Allir
krakkarnir“
heitir bókin og
geymir á sjötta
hundrað nafnarím. Grínið er aldrei
langt undan og flest hefjast nafna-
rímin á orðunum Allir krakkarnir, en
þó eru nokkur sem byrja á Allir strák-
arnir, eins þetta:
Allir strákarnir
áttu kærustu,
fyrir utan Sissa – hann kunni ekki að
kyssa.
Endilega …
… rímið með
mannanöfnum
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Hlökkum til að sjá þig.
SKARTAÐU
ÞÍNU
FEGURSTA
Bankastræti 4 I sími: 551 2770
www.aurum.is
FRÍ HEIM-
SENDING
www.aur
um.is
Ný vefverslun
á michelsen.is
Laugavegi 15 - 101 Reykjavík
Sími 511 1900 - www.michelsen.is
ASA HÁLSMEN
9.700 kr.
ASA LOKKAR
9.700 kr.
ASA HRINGUR
9.900 kr.
ROSENDAHL
24.900 kr.
ARMANI
60.800 kr.
ARNE JACOBSEN
64.900 kr.
CASIO
13.600 kr.
Glæsilegar
jólagjafir