Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 18

Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Skóli, menningarmiðstöð og íþróttaaðstaða í Úlfarsárdal Reykjavíkurborg ı Umhverfis- og skipulagssvið ı www.reykjavik.is Reykjavíkurborg í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa hönnunarsamkeppni til að fá fram áhugaverðar og vandaðar tillögur að uppbyggingu samþætts leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf, menningar-, sund- og íþróttamiðstöð í borgarhlutanum, sem þjóni sem best íbúum Úlfarsárdals, Grafarholts og öðrum. Samkeppnin tekur auk þess til fjölgunar íbúðarlóða. Gert er ráð fyrr að samið verði við höfund fyrstu verðlaunatillögu um áframhaldandi hönnun á verkefninu til útboðs. Nánari upplýsingar eru á www.hugmyndasamkeppni.is Ítargögn fá þeir sem skrá sig til þátttöku og greiða þátttökugjald. Horft að keppnissvæði. Ljósmynd: Alta ehf. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Breytingin sem lögð er til á gatna- mótum Kalkofnsvegar og Geirsgötu í tillögum umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar um breytt deiliskipulag Austurhafnar er til þess fallin að hægja á umferð, en á sama tíma mun umferðarör- yggi þar aukast. Þetta segir lekt- or í skipulags- fræði. Hún segir að aldrei hafi reynt á réttar- stöðu lóðarhafa þegar deiliskipu- lagi hafi verið breytt, því hingað til hafi alltaf náðst samkomulag um slík mál. „Bílaumferðin er mjög erfið þarna; mikil umferð og fjölfarinn skurðpunktur bíla og gangandi um- ferðar,“ segir Sigríður Kristjáns- dóttir, lektor í skipulagsfræði við umhverfisdeild Landbúnaðarhá- skólans. „Ég held að þessi T- gatnamót, sem fyrirhuguð eru sam- kvæmt breytingartillögum á deili- skipulaginu, séu besta lausnin á þessum erfiða stað. Umferðin verð- ur öruggari, bæði fyrir bíla og þá sem eru gangandi og hjólandi.“ Það er mat Sigríðar að þessar breytingar muni þrengja að og hægja á bílaumferð. „Það segir sig sjálft að ef hægja á á umferð af- kasta göturnar ekki jafn miklu. Núna er þetta svolítið eins og hrað- braut, en það á að breyta þessu í borgarstræti. Það er þarft að tengja þetta svæði betur við miðbæinn, það hefur verið rætt um að setja þessa umferð í stokk eða fara með hana út fyrir þetta svæði. Það er einfaldlega of dýrt og um- ferðin er ekki nógu mikil fyrir slík- ar framkvæmdir. Þannig að á þess- um tímapunkti er þetta besta lausnin.“ Réttarstaðan er óviss Breytingartillögurnar voru af- greiddar út úr borgarráði í fyrra- dag. Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borg- arráði, hefur gagnrýnt að í þeim er lagt til að einn byggingarreitur verði minnkaður og annar stækk- aður. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Júlíus m.a. að hann vissi ekki til þess að borgin hefði komist að samningum við lóðarhafa þess- ara lóða. Það gæti orðið til þess að auglýsa þyrfti deiliskipulagið að nýju með tilheyrandi töfum og kostnaði og verið gæti að samn- ingsstaða borgarinnar væri ekkert „sérstaklega sterk“ eins og hann komst að orði. Sigríður segir alls óvíst hver staða Reykjavíkurborgar væri kæmi upp ágreiningur varð- andi þetta. „Við vinnum svæðis- skipulag, aðalskipulag og deili- skipulag. Þau tvö fyrrnefndu fara í endurskoðun jafnvel á hverju kjör- tímabili. En deiliskipulag fer yf- irleitt ekki í endurskoðun, þannig að við vitum ekki hver réttarstaðan er ef fólk hefur t.d. fengið leyfi til að byggja tíu hæða byggingu, en borgin gerir síðan breytingar og segir að það megi bara byggja fimm hæðir. Er borgin þá skaða- bótaskyld? Það hefur aldrei reynt á þetta, það eru engin fordæmi því að það hefur alltaf náðst sátt. Þannig að það er óhætt að halda því fram að réttarstaðan sé óviss.“ Huga þarf að mörgum þáttum Sigríður segir það brenna við að fyrst og fremst sé einblínt á bygg- ingar í umræðu um deiliskipulag. „Það þarf líka að huga að öðrum þáttum, sérstaklega þar sem verið er að skapa miðborg höfuðborg- arinnar okkar. Það þarf að vanda sig og hugsa um hvernig fólki gæti liðið þarna, hvort fólk langi yfirhöf- uð til að vera þarna. Það þarf líka að hugsa um svæðið á milli bygg- inganna og ég get ekki betur séð en að það sé verið að því í núver- andi tillögum.“ Umferðin verður hægari og öruggari  Lektor í skipulagsfræði segir fyrirhugaðar breytingar á Geirsgötu bestu lausnina í stöðunni  Segir að aldrei hafi reynt á réttarstöðu varðandi breytingar sem gerðar eru á deiliskipulagi Morgunblaðið/RAX Geirsgata Samkvæmt breytingunum á deiliskipulaginu verður gatan færð sunnar og mætir þá Kalkofnsvegi og Lækjargötu á svonefndum T-gatnamótum í stað þess að renna beint saman við Kalkofnsveg eins og er í dag. Sigríður Kristjánsdóttir „Flæðið á umferðinni verður ekki betra, en það verður heldur ekki verra,“ segir Stefán Agnar Finns- son, yfirverkfræðingur hjá Reykja- víkurborg, spurður um fyrirhug- aðar breytingar á gatnamótum Geirsgötu og Kalkofnsvegar. „Af- kastalega verður þetta á svipuðum nótum, en við munum fara yfir sam- hæfingu og stillingu umferðarljósa þegar þetta fer í gang.“ Að sögn Stefáns hefur ekki verið metið sérstaklega hversu mikið bíla- umferð er talin aukast með tilkomu nýju bygginganna við Austurhöfn. – Hvað er þá unnið með þessari breytingu og á hvaða forsendum er hún gerð? „Eins og gatnakerfið þarna í gegn er í dag þá er það nokk- uð straumlínulagað. Með breyting- unni verður umferðin hægari og tempraðri og auðveldara verður að halda niðri hraða, eins og eðlilegt er á þessum stað. Þarna verður mikið sambland gangandi, akandi og hjól- andi vegfarenda.“ annalilja@mbl.is Verður ekki betra, en heldur ekki verra  Hugsanleg aukning ekki verið metin Tölvugerðar myndir/Batteríið Arkitektar Austurhöfn Skýringaruppdráttur af svæðinu samkvæmt tillögum að breyt- ingum á deiliskipulagi. Þarna sjást fyrirhugaðar breytingar á Geirsgötu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.