Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 38

Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 ✝ Sveinn Zoëgafæddist í Reykjavík 2. júní 2012. Hann lést á heimili sínu 16. desember 2013. Foreldrar Sveins eru Gunnar Zoëga, f. 12. febrúar 1975, og Valdís Guð- laugsdóttir, f. 24. júní 1976. Systir Sveins er Jenný Zoëga, f. 22. ágúst 2006. For- eldrar Gunnars eru Jón Gunn- ar Zoëga og Guðrún Björns- dóttir. Foreldrar Valdísar eru Guðlaugur Jónsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. Bræður Gunn- ars eru Björn Zoëga og Sveinn Zoëga. Björn er kvæntur Hörpu Árnadóttur og eiga þau fimm börn. Sveinn er kvæntur Hildi Björk Hilmars- dóttur og eiga þau eitt barn. Systkini Valdísar eru Jenný Bára Guðlaugs- dóttir, d. 1978, Hildur Guðný Guð- laugsdóttir og Bjarni Már Guð- laugsson. Sambýlismaður Hild- ar er Jón Ragnar Arnarson og eiga þau tvær dætur. Sambýlis- kona Bjarna er Sunna Rún Baldvinsdóttir. Útför Sveins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. des- ember 2013, kl. 14. Elsku Sveinn, ljúfi broskarl og hetjan okkar. Svo hraustur og duglegur þrátt fyrir ungan aldur og erfiðan ólæknandi sjúkdóm. Gleðigjafi með einstaka nærveru og mikla útgeislun. Það var sér- staklega gaman að fylgjast með hversu ánægður þú varst þegar Jenný stóra systir og öll frænd- systkin þín léku við þig. Þú gafst okkur svo mikið og kenndir okkur margt. Yndislegar minningar, brosið þitt og hlátur mun lifa í hjörtum okkar alla ævi. Við elsk- um þig og söknum þín. Mamma, pabbi og Jenný. Broskarlinn okkar hefur kvatt. Sveinn fæddist 2. júní 2012, á afmælisdegi langafa síns, Þor- steins. Mikil var gleðin hjá okkur öll- um, foreldrunum og ekki síst Jenný sem var að fá lítinn bróður. En svo kom í ljós í lok janúar að Sveinn var með ólæknandi sjúk- dóm. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll. En lífið heldur áfram. Við tók- um þá ákvörðun að njóta lífsins eins vel og við gátum til að eiga góðar minningar. Samvera stór- fjölskyldunnar, ferðir í sumarbú- stað, einnig fórum við til Spánar og virtist Sveini líða vel í hitanum þar. Svo kom að eins árs afmæli Sveins, sem var haldið upp á með reisn, sannkölluð brosveisla. Hann naut þess að hafa fólk í kringum sig, sérstaklega börn. Á meðan hann gat var ávallt stutt í brosið og kölluðum við hann gjarnan broskarlinn okkar. Hlát- ursköstin hans voru smitandi, hrifu alla sem heyrðu. Þegar leið á haustið fór heilsu Sveins að hraka. Það var með ólík- indum að fylgjast með hvernig foreldrar hans og systir náðu að vinna sig í gegnum þennan erfiða tíma. Þau eru algjörar hetjur. Nú er komið að kveðjustund. Elsku drengurinn okkar brosir ekki lengur til okkar, en minning- arnar lifa, góðar minningar um yndislegan dreng sem gaf okkur svo mikið. Elsku Valdís, Gunnar og Jenný stóra systir, megi Guð vera með ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning þín. Guðlaugur Jónsson og Sigríður Þorsteinsdóttir, afi og amma. Ljósið á himnum lýsi þér litli fallegi drengur. Í hjarta mér og fleiri hér brostinn er einn strengur. Elsku kúturinn minn, litli bros- karl. Sumum einstaklingum virð- ist vera ætlað stærra hlutverk en að dvelja með okkur hinum á jörð- inni. Ég trúi því að þér sé ætlað eitthvert stórfenglegt og mikil- vægt hlutverk, annaðhvort í næsta lífi eða á himnum, og þess vegna fengum við svona lítinn tíma með þér. Þú lést okkur samt alltaf vita hversu ánægður þú varst að eyða tíma með okkur. Þú gafst frá þér svo mikla hlýju og sjarma sem umlukti mann og mér leið alltaf svo vel nálagt þér. Þrátt fyrir að vitneskjan um hvað koma skyldi væri alltaf til staðar þá gleymdist hún í návist þinni því gleði þín, hamingja og fyrst og fremst brosið þitt fékk okkur til að gleyma öllum áhyggjum og læra að njóta líðandi stundar. Mér finnst yndislegt að hugsa til þess hversu sterkur persónu- leiki þú varst þrátt fyrir ungan aldur. Þegar þú heyrðir tónlist, horfðir á form og liti og sérstak- lega þegar þú sást önnur börn þá ljómaði litli líkaminn allur upp og reyndi eftir fremsta megni að taka þátt í gleðinni með hreyfingum, brosmildi og smitandi hlátri. Ég sakna hlátursins mjög mikið, hann vermdi alltaf hjarta mitt. Við sem stöndum næst þér er- um búin að vera í tilfinningalegri rússíbanaferð þetta árið. Suma daga trúir maður því einfaldlega ekki hversu ósanngjarnt lífið get- ur verið og hversu mikið sé hægt að leggja á eina litla fjölskyldu. Ég á núna fjórar nýjar hetjur því systir mín og hennar litla fjöl- skylda hafa sýnt mér að sama hvað bjátar á þá má alltaf finna ljósa punktinn í lífinu. Styrkur þeirra hefur verið mér mikil hvatning og innblástur. Stærsta hetjan er auðvitað Sveinn litli gleðigjafi sem sýndi það, sérstak- lega í endann, hversu stórt og sterkt hjarta bjó í honum. Nú kveð ég þig, elsku Sveinn minn, og veit að þú ert kominn á góðan stað. Ég er viss um að Jenný Bára, móðursystir þín, hefur tekið vel á móti þér á himnum. Hún hef- ur alltaf lifað í hjarta okkar og það munt þú líka gera um ókomna tíð. Ég elska þig af öllu hjarta, hvíldu í friði litli kútur. Hildur Guðný móðursystir. Drottinn á drenginn dálítinn piltinn veri Guð hans verndin veiti hann honum styrkinn gættu að honum Guð minn svo grandi honum háskinn enginn Drottinn á drenginn Drottinn á drenginn. Þennan fallega gamla húsgang var gott að raula fyrir Svein, eins og hann hafði verið sunginn fyrir mig og föður minn og afa. Augna- tillitið sem ég fékk alltaf að laun- um yljar inn að hjartarótum. Elsku drengurinn. Litla helsjúka hetjan okkar. Myrkasta skammdegið er bið eftir birtu. Stundinni þegar allt verður heilagt, enn á ný. Þessa síðustu dimmu daga að- ventu höfum við lifað Sveininn okkar, hetjuna stóru í litla líkam- anum veika hverfa frá okkur. Hann lést á heimili sínu. Friður yfir honum. Nánd hins óséða í kyrrðinni. Harmi lostnum frændsystkin- um finnst réttlæti ranglega út- deilt. Foreldrið á aðeins það svar sem sefar. Við hugsum um Svein litla, bjarta, brosmilda, fallega, ljúfa vin barnanna okkar sem sakna hans af allri sálu, eins og við hin eldri í djúpri sorg. Við vitum að hann er núna þar sem engar þrautir þjaka. Hann hvarf inn í mýkt alltumlykjandi alheims- faðms. Hann er núna í eilífu ljósi eilífðarinnar. Þar hleypur hann um ljóshærður, glaður og heil- brigður bútur alveg eins og við þráðum að sjá hann þennan stutta tíma sem við fengum að njóta hans. Engilbarn. Þetta orð sem amma mín sagði svo oft hefur fengið dýpri merkingu í návist við ljúflinginn Svein. Lítið barn breytir öllu, þetta barn setur lífs- gæði í nýtt samhengi. Maður á aðeins stundina sem líður. Hvert nú er aðeins nú og aldrei meir. Hvert bros og augna- tillit er augnablikið dýrmætt og hverfult. Lífið er ekki sjálfsagt. Heilbrigði ekki heldur. Fegurð í því hvernig Valdís og Gunnar hafa unnið úr harmræn- um aðstæðum, í óendanlegu þakk- læti fyrir hvern dag, hverja stund með drengnum sínum í adspænis þeirri óbærilegu staðreynd að ungbarnið myndi aldrei eflast að þrótti. Hver fruma líkamans slokkna hægt og hægt. Engin heimsins ráð gátu snúið því ör- lagaafli við. Þau umvöfðu hann með lífsgleði, ást og nærfærinni umhyggju. Aldrei uppgjöf, heldur þakklæti og gleði yfir gleðinni hans. Broskallinn eins og börnin kalla frænda sinn er heitt elskað- ur og skilur eftir sig dýrmætar minningar um lítinn kút sem fannst ekkert skemmtilegra en að hafa Jennýju stóru systur og frændsystkinin að ærslast í kring- um sig. Þá geislaði hann og klukk- aði í honum hláturinn. Sveinn sýndi strax að hann hafði unun af tónlist og að sungið væri fyrir hann. þá þakkaði hann fyrir sig með brosi sem snerti strengi í hjartanu. Engilbarnið hann kom oft út á manni gleðitárum með augna- ráðinu einu saman. Hann sýndi manni fegurðina í lífinu með því einu að bara vera til og brosa í gegnum hjartans harma okkar sem elskum hann. „Hvar er hann núna og hvers vegna dó hann þegar það eru að koma jól?“ spyrja börnin. Við svörum í vanmætti en í vissu um að Sveinn litli sé í eilífu ljósi. Hann dó á fegursta tíma. Fagnaðarer- indið er fæðing barns sem breytir allri tilverunni. Ljósið sem tók hann til sín er eilífur faðmur. Eins og nánd og mýkt móðurfaðmsins hans. Vernd brjóstmylkingsins. Sveinn litli var jólabarnið okk- ar. Hann gaf óendanlega mikið. Hann hverfur aldrei. Hann lifir með okkur í hjörtum okkar, eins og ljósið sjálft sem hann var. Guð blessi minningu hans og gefi Valdísi, Gunnari, Jennýju, ömmum hans og öfum styrk í sorginni. Harpa Árnadóttir. Elsku broskarlinn okkar. Þó svo að þú staldraðir stutt við gafstu okkur svo mikið. Þitt ein- læga bros bræddi hjörtu okkar, þín ómótstæðlegu hlátursköst fengu okkur til að brosa og hlæja í gegnum tárin og umfram allt minntir þú okkur á að lifa í núinu og njóta hvers augnabliks. Minning þín situr því eftir ein- staklega sterk og mun lifa að eilífu í hjörtum okkar. Við elskum þig kútur. Bjarni og Sunna. Það er komið að kveðjustund og við sameinumst í fallegum minningum um lítinn dreng sem kveður þennan heim aðeins eins og hálfs árs gamall. Sorgin er eins þrúgandi og hún getur orðið og eftir sitja ættingjar og vinir lam- aðir í þögninni sem fylgir spurn- ingunni af hverju? Það ríkir gleði í hverri fjöl- skyldu þegar börn fæðast og Sveinn litli var svo sannarlega slíkur gleðigjafi. Stór og myndar- legur drengur, ljós yfirlitum. Við skírn hans var honum gefið nafnið Sveinn og fjölskylda og vinir minnt á skyldur okkar gagnvart honum í uppvexti hans og þroska. Á þeirri stundu sjáum við fyrir okkur hamingjuríka framtíð í faðmi foreldranna, Valdísar og Gunnars, ásamt systur hans, Jen- nýju. Upp úr síðustu áramótum kom í ljós að Sveinn var haldinn ólækn- andi sjúkdómi. Foreldrar og nán- asta fjölskylda stóð frammi fyrir þeim veruleika að ekkert yrði að gert. Það var mikill styrkur á þess- um tíma fyrir fjölskyldu og vini að sett var upp teymi starfsfólks Barnaspítalans sem fór yfir með hópnum hvað gæti verið framund- an í veikindum og umönnun Sveins litla. Gefin voru góð ráð þar og áhersla lögð á að njóta samverustundanna sem best. Þetta veitti styrk og á komandi mánuðum var Sveinn litli með í öllum viðburðum fjölskyldunnar. Oftast var litli maðurinn í góðu formi og ljóst að hér fór dugnaðar- drengur sem hafði til að bera ein- staklega gott skap og jafnaðar- geð. Sveinn fagnaði systur sinni, oftar en ekki með brosi og hún var óþreytandi við að gleðja hann með leik sínum og uppátækjum. Eins árs afmæli broskallsins var haldið með glæsibrag þar sem fjöldi ætt- ingja og vina gladdist með fjöl- skyldunni og var dagurinn í alla staði yndislegur. Frá því í sumar fékk Sveinn að dvelja part úr degi á Rjóðrinu, þar sem hann naut umönnunar hjá góðu starfsfólki sem lagði sig fram við að létta undir með foreldrun- um og hlúði vel að honum. Heima- hjúkrunarkonan, hún Sigrún, var einnig fjölskyldunni stoð og stytta sem og annað starfsfólk sem kynntist Sveini og hann naut umönnunar hjá. Með sínu fallega brosi heillaði hann alla og gaf gríðarlega mikið af sér. Hann smitaði jákvæðni til okkar hinna sem áttuðum okkur á því að það eru ekki stóru og ver- aldlegu hlutirnir sem skipta máli – heldur minningar góðra samveru- stunda. Þannig var perluband minninganna ofið á þeim stutta tíma sem við fengum með litla frænda okkar. Minningarnar munu lifa með okkur og við sem eldri erum höldum þeim á lofti með þeim sem yngri eru. Þannig varðveitum við best minningu Sveins. Til handa Gunnari og Valdísi og Jennýju, eru ekki til nein orð sem hugga eða ná utan um það sem þau eru að ganga í gegnum. Frá því að sjúkdómurinn var greindur hafa þau staðið sem klettur, sam- einuð í því að njóta stundanna sem þau vissu að yrðu takmarkaðar af stundaglasi lífsins. Þeim við hlið standa foreldrar þeirra og aðrir ættingjar og vinir sem staðið hafa þétt saman á liðnum mánuðum. Með sorg í hjarta kveðjum við hjartans litla drenginn og í huga okkar er ljóst að tekið verður á móti honum með opnum faðmi Jennýjar Báru, systur Valdísar, sem lést aðeins 5 ára gömul 1978 og annarra genginna ástvina. Við sendum hlýjar kveðjur til Jennýj- ar, Valdísar og Gunnars og nán- ustu ættingja og biðjum fjölskyld- unni Guðs blessunar. Kristín og Björg Anna. Fallinn er frá yndislegur ungur drengur og vinur okkar, Sveinn Zoëga. Valdís er æskuvinkona okkar af Seltjarnarnesi og viljum við vin- konurnar með þessum örfáu orð- um tjá þakklæti okkar til Sveins fyrir kærleiksríka samfylgd á stuttri en viðburðaríkri ævi. Sveinn var sérstaklega yndislegur og ljúfur drengur, félagslyndur og kátur eins og foreldrarnir, kallað- ur broskarlinn, enda alltaf stutt í hans innilega bros. Við viljum líka þakka Valdísi og Gunna fyrir að hafa leyft okkur að taka þátt í lífi og veikindum Sveins fram á síðasta dag. Sú sterka af- staða til lífsins sem birtist í öllum ævintýrunum sem foreldrarnir veittu broskarlinum sínum kenndi okkur svo mikið um það sem máli skiptir. Fjölskyldan, vináttan og samveran er það sem gefur okkur mest, skapar gleði, minningar og styrkir böndin. Ferðalögin hér á landi og erlendis, stóra glæsilega eins árs afmælisveislan og allar skemmtilegu samverustundirnar, sniðnar að þörfum litla mannsins sem gaf okkur öllum svo mikið með nærveru sinni eru lífsreynsla sem mun breyta okkur öllum til framtíðar. Takk fyrir samfylgdina, elsku Sveinn okkar. Takk fyrir vináttu, styrk og kærleik Valdís, Gunni og Jenný. Minningin um yndislegan dreng lifir. Agla Marta, Anna Björg, Anna Þorbjörg, Birna Ósk, Dagný, Erla Dögg, Halldóra, Helga, Hildur, Kristín, Jenný Klara og Sigurbjörg Dagmar. Elsku fjölskylda, megið þið finna styrk til að takast á við sorg- ina. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Elsku Valdís, Gunnar og Jenný. Hugur okkar er hjá ykkur og fjölskyldum ykkar á þessum erf- iðu tímum. Jón Grétar, María, Þorsteinn, Örvar, Katrín og fjölskyldur. Sveinn Zoëga HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar ástkæra LÁRA ARNFINNSDÓTTIR frá Hrafnabjörgum, Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, lést mánudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 28. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Matthías Sigurðsson, Adda Lára Arnfinnsdóttir, Símon Ólafsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 18. desember. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinsfélagið Sigurvon. Jón Rafn Oddsson, Kristín Karlsdóttir, Ingimar Halldórsson, Gunnsteinn Jónsson, Mariam Esmail, Oddur Jónsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS JÓHANNSDÓTTIR frá Skriðufelli, til heimilis Ásenda 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 18. desember. Útför auglýst síðar. Þórunn Kristinsdóttir, Garðar Jóhann Guðmundarson, Þórdís Kristinsdóttir, Ásgeir Magnússon, Gunnar Kristinsson, Claudia Picenoni, Jóhann Kristinsson, Sólveig Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, BALDUR SIGURÐSSON, Aðalstræti 62, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 7. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún, Sigurður, Baldur og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.