Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 54

Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Barmahlíðarkór- inn flytur í dag kl. 13 söngperlur á Kaffi Komp- aníinu á Kjar- valsstöðum undir stjórn Örlygs Benediktssonar. Boðið verður upp á ókeypis kakó og kleinur fyrir börn 12 ára og yngri og aldrei að vita nema jóla- sveinar láti sjá sig. Fólk er hvatt til þess að mæta og njóta aðventunnar við kertaljós og kærleikssöng. Kór, kakó og kleinur Örlygur Benediktsson Það kom skemmtilega á óvartþegar stigið var inn í salþrjú í Bíó Paradís hversuþétt setinn salurinn var. Því miður er maður oft einmana í söl- um þessa ágæta kvikmyndahúss þrátt fyrir allar þær góðu myndir sem þar eru sýndar. Margmennið var því gott fyrirheit fyrir kvikmynd- ina sem var í þann mund að hefjast. Philomena segir frá ferðalagi þeirra Martins (Steve Coogan) og Philomenu (Judi Dench). Sá fyrr- nefndi er fyrrverandi blaðamaður sem missti starf sitt sökum pólitískr- ar flækju, en sú síðarnefnda er nokk- uð einföld og gömul írsk amma. Leið- ir þeirra liggja saman þegar Martin ákveður í örvæntingu sinni að rétta sinn kjöl sem blaðamaður með því að taka að sér að skrifa um leit Philo- menu að syni sínum sem tekinn var af henni á hennar unglingsárum. Kvikmyndir um ferðalag tveggja ólíkra persóna eru í raun á hverju strái og því lítið nýtt eða frumlegt við þá framvindu sögunnar. Allar þessar helstu klisjur um samskipti ólíkra persóna sem fastar eru saman í ákveðinni framvindu eru brúkaðar og lítið sem kemur á óvart. Að því sögðu þá er lítið annað en gott af kvikmyndinni að segja. Hinn enski Stephen Frears leikstýrir henni vel og lætur söguna flakka fram og aftur í tíma með tilheyrandi breytingum á leikmyndinni og kemur það ein- staklega skemmtilega út. Myndin fer ekki fögrum höndum um vasaklútinn og hvert andlit í salnum var stokk- bólgið af gráti. Í stökum atriðum ger- ist Frears þó sekur um að blóð- mjólka átakanleg atriði svo sorgin verður hálf-yfirdrifin. Eins og flest góð handrit eru ýmis átök og ýmsir hnútar sem persónur myndarinnar þurfa að leysa fyrir ut- an aðaldrifkraft kvikmyndarinnar, sem er að sjálfsögðu að finna týnda soninn. Það má finna ádeilu á kaþ- ólsku kirkjuna, repúblikana sem og bandaríska kvikmyndagerð og af- káralegar ástarseríur á borð við Rauðu seríuna. Myndin er sann- söguleg og er það oftast ágætis krydd á góðar kvikmyndir. Að sama skapi eru þau Dench og Coogan virkilega góð í hlutverkum sínum sem og allir aðrir sem fara með hlut- verk í myndinni. Dench fer kannski ekki mikið út fyrir sitt þægindasvið í viðkomandi kvikmynd en þar sem það svið er ansi gott þá er lítið yfir því að kvarta. Framvinda söguþráðarins er fremur auðmeltanleg og lítið sem áhorfandinn þarf að velta sér upp úr eða finna út úr upp á eigin spýtur. Tónlistin spilar einnig stórt hlutverk í myndinni og fallegir tónarnir eru hvetjandi fyrir hverja þá tilfinningu sem brýst fram í brjóstum áhorf- enda. Philomena er á heildina litið einkar fögur og vel gerð kvikmynd sem á eflaust eftir að vekja ein- hverjar tilfinningar í hinu kaldasta hjarta. Philomena „Eins og flest góð handrit eru ýmis átök og ýmsir hnútar sem persónur myndarinnar þurfa að leysa fyr- ir utan aðaldrifkraft kvikmyndarinnar, sem er að sjálfsögðu að finna týnda soninn,“ segir m.a. í dómi. Tárvotir týndir synir Bíó Paradís Philomena bbbbm Leikstjórn: Stephen Frears. Handrit: Steve Coogan og Jeff Hope. Aðal- hlutverk: Judi Dench og Steve Coogan. 95 mín. Bretland, 2013. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Jólatónleikar í anda Bings Crosby verða haldnir í kvöld kl. 21 á Café Haiti, Geirsgötu 7b. Bing Crosby- jólahljómsveitina skipa Sigurður Páll Árnason söngvari, Benjamín Náttmörður Árnason gítarleikari, Hlynur Þór Agnarsson píanóleik- ari, Hálfdán Árnason bassaleikari og Hrafnkell Örn Guðjónsson trommuleikari. Um hljómsveitina segir á vef hennar, bingcrosby.yolasite.com, að hún hafi vakið mikla lukku síð- ustu jól fyrir flutning sinn og að liðsmenn hennar séu allir faglærðir tónlistarmenn og félagar í FÍH. Á vefnum má finna hljóðdæmi frá tónleikum sveitarinnar síðustu jól, lögin „Here comes Santa“, „Winter Wonderland“ og „Silent Night“ sem Crosby gerði eftirminnileg skil á sínum tíma og Sigurður Páll bregð- ur sér í hlutverk Crosby með nokk- uð góðum árangri. Tónleikar í anda Crosby Jóla-Bing Umslag White Christmas. Vefurinn Raftón- ar, raftonar.- bandcamp.com, gerir upp árið sem er að líða með því að bjóða frítt niðurhal á safndiski með nokkrum af bestu raftónum ársins. Meðal lagahöfunda eru Berndsen, FM Belfast, Ruxpin og M-Band. Raftónar eru vefsíða sem fjallar um íslenska raftónlist og hóf hún göngu sína 2011. Jólagjöf frá Raftónum Tónlistarmaðurinn Berndsen Í OPINNI DAGSKRÁ UMHELGINA HOLLENSKI BOLTINN PSVEINDHOVEN–ADODENHAAG SUNNUDAGKL. 15.30 RODA JCKERKADE –AJAX SUNNUDAGKL. 11.30 AZALKMAAR–SCHEERENVEEN LAUGARDAGKL. 17.45 AÐGANGUR ÓKEYPIS ALLIR VELKOMNIR JÓLARÓ Á ÞORLÁKSMESSU í anddyri Hörpu kl. 17-18 fjölmargir óperusöngvarar syngja jóla- og hátíðarlög umsjón og píanóleikur antonía hevesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.