Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Öll gerum við einhvern tímann mistök ístarfi. Enginn er þar undanskilinn. Þessvegna er reynt að skapa vinnuferli sem draga úr líkum á mistökum. Góður vinnustaður er sá sem tekst vel upp í því efni. Sumir vinnustaðir eru viðkvæmari en aðrir og sumar starfsstéttir sinna verkefnum þar sem mistök eru afdrifaríkari en hjá öðrum. Augljósasta dæmi um þetta er heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisstarfsmaður sem gerir mistök í starfi get- ur átt þátt í því að sjúklingur verður örkumla eða jafnvel lætur lífið. Varla þarf að fjölyrða um þann harm sem slíkt veldur ástvinum þess sem fyrir verð- ur. Sama á við um þann sem er valdur að mistök- unum. Það vill stundum gleymast. Blessunarlega farnast mörgu heilbrigðisstarfs- fólki giftusamlega í starfi en þó getur enginn gengið að slíkri gæfu sem vísri. Þess vegna þarf heilbrigð- iskerfið stöðugt að íhuga leiðir til að verða sífellt bet- ur í stakk búið til að sinna verkefnum sínum áfalla- laust. En hvað er til ráða þegar þetta tekst ekki og slys- in henda? Ég er þeirrar skoðunar að heilbrigð- iskerfið eigi þá að taka á mistökunum. Fari svo að mistök þyki svo alvarleg að varði við skaðabóta- skyldu þá er það stofnunin sem á að mæta slíku – ekki starfsmaðurinn. En bjóðast aðrar leiðir? Einn valkost höfum við fyrir sjónum vestur í Bandaríkjunum. Þar leyfa læknar engum manni að leggjast undir skurðarhníf sinn án þess að sá eða sú hafi áður undirritað alls kyns pappíra sem tryggja hag læknisins. Þetta mun vera almenna reglan. Slíkri pappírsgerð sinna her- deildir lögfræðinga en tilvist þeirra í heilbrigðiskerf- inu bandaríska er ein ástæða þess að bandaríska heilbrigðiskerfið er eins dýrt og raun ber vitni. Að sjálfsögðu þarf heilbrigðiskerfið á aðhaldi að halda – helst stöðugu – og rannsaka þarf í þaula öll hugsanleg mistök. Við slíka rannsókn kæmi þá í ljós hvenær annars vegar um er að ræða ásetningsbrot einsog dæmi eru um erlendis, og svo hins vegar mannleg mistök. Hin síðari geta verið kerfislæg og rannsókn því leitt í ljós hvað í kerfinu þarf að laga. Þá þurfa að vera strangar siðareglur og viðurlög inn- an kerfisins ef starfsmenn gerast sekir um mjög vítaverða framgöngu. En mín skoðun er sú að saka- mál gegn einstaklingi hljóti að byggjast á ásetningi hans um að fremja brot. Ég spái því að ef við sem eigum undir heilbrigð- iskerfið að sækja, gerumst mjög harðdræg gagnvart því muni það snúast til varnar með svipuðum hætti og gerst hefur vestanhafs. Og hví ætti læknir sem kallað er eftir í flugvél þar sem farþegi hefur orðið fyrir hjartastoppi yfirleitt að gefa sig fram ef hann á það á hættu að verða sóttur til saka fyrir að gera ekki allt nákvæmlega eins og best verður á kosið? Af hverju ætti hann ekki að sitja í sæti sínu og láta lítið fyrir sér fara – eins og við hin? Þetta breytir ekki því að heilbrigðiskerfi sem bregst sjúklingum ber undanbragðalaust að grípa til ráðstafana og ef mistök hafa verið gerð sem eru þess eðlis að bætur geti dregið úr erfiðleikum, sársauka og harmi ber að haga lögum og reglum á þann veg að heilbrigðiskerfið standi skil á slíkum bótum. Þegar þessi mál eru rædd erum við komin að kviku tilfinninganna. Og þær tilfinningar eru á báða bóga, gleymum því aldrei. Það þýðir ekki að um- ræðuna eigi að forðast. Þvert á móti þá er hún bráð- nauðsynleg. Í kviku tilfinninganna * Sakamál gegn einstaklingi hljóta aðbyggjast á ásetningi hans um að fremja brot. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan birti meinlegar stafsetningarvillur í bæklingi sem kom inn um lúguna hjá honum og birti leiðréttingar á fésbókarsíðu sinni: „Sjálfstæð- isfélagið í hverfinu mínu auglýsir fund. Þar verður Halldór Hall- dórsson „oddvit“ sérstakur gestur. Sá hlýtur að vera skarpur. Fund- urinn verður að vísu í „janúrar“ þannig að ég kemst sjálfsagt ekki. Svo bý ég ekki í „Norðurmýrir“ þannig að mér yrði eflaust ekki hleypt inn.“ Íþróttalýsing Harðar Magnússonar á viðureign Man- chester United og Sunderland í enska deildarbik- arnum á Stöð 2 sport fór eins og eldur um sinu um netheima. Þar fór Hörður á kostum og lifði sig inn í magnaðar lokamín- útur. „Það er enginn íþróttalýsir í heiminum sem lýsir óvæntum augnablikum í fótbolta eins vel og @HoddiMagnusson. Einstök ástríða,“ tísti Sólmundur Hólm, skemmtikraftur. Þóra Tómasdóttir, fráfarandi ritstjóri Nýs Lífs, er greinilega nátthrafn og vílar ekki fyrir sér að drekka kaffi seint um kvöld. „Ég veit ekki með ykkur nine-to-five fólkið en ég er að hella mér uppá kaffi. Tíu-tvö á kvöldin er minn skrifstofutími.“ Fjölmargir voru ánægðir með Þóru og við- urkenndu að fá sér 10 dropa seint um kvöld og jafn- vel skúffuköku. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar fram- tíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins, vinnur á tveimur vinnu- stöðum. Hún tísti í vikunni um þann mun sem hennar tveir vinnu- staðir hafa að bjóða. „Í störfum mínum hef ég komist að því að helsti munurinn á Alþingi og Ráð- húsinu er sá að á Alþingi eru ókeypis dömubindi.“ AF NETINU Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki áfram í svokallaðri Slopestyle á vetrar X-leikunum sem nú fara fram í Bandaríkjunum. Halldór leggur enga áherslu á þessa tegund af keppni og var þarna meira til að skemmta sér og öðrum. Akureyringurinn fékk 19,33 stig í fyrri ferðinni og var í 13. sæti eftir fyrri ferð. Í seinni ferðinni gerði hann betur og fékk 44,33 stig og endaði í 14. sæti. Norðmaðurinn Torstein Horgmo vann þessa keppni en hann fékk 93 stig. „Þetta gekk alveg eins og ég hafði áætlað. Mér tókst að komast niður án þess að detta of mikið,“ sagði Halldór á Twitter eftir keppnina. Snjóbrettakappinn hæfileikaríki Halldór Helgason er ekki allt- af með fæturna á jörðinni. AFP Halldór í háloftunum Einn þekktasti bifhjólalög- reglumaður landsins, Árni Frið- leifsson, er mjög ánægður með nýjustu viðbótina hjá embætti lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu. Embættið fékk tvö ný Yamaha FJR-1300 bifhjól afhent í vikunni. „Við erum með nokkur svona hjól fyrir, þannig að það er verið að bæta við. Við höfum verið með gömul Harley Davidson hjól og hægt og rólega er verið að skipta þeim út.“ Hann segir mikinn mun að keyra þessi tvö hjól. „Maður á ekk- ert að bera saman epli og appels- ínur,“ segir hann og hlær. „Þetta eru hjól sem eru búin þeim öryggisstöðlum sem lög- reglan er að fara eftir í dag. Þau hafa ABS hemlakerfi, þau eru afl- meiri og með spólvörn sem er mjög spennandi nýjung.“ Árni segir að hjólið henti bæði körlum og konum þó engin kona vinni þessa stundina á bifhjóli hjá lög- reglunni. Árni ánægður Árni Friðleifsson lögregluvarðstjóri er ánægður með nýju hjólin sem lögreglan fékk á dögunum. Vettvangur Tökur á bresku sjón- varpsþáttunum Forti- tude hefjast í næstu viku á Reyðarfirði og Eskifirði. Fyrsti töku- dagur er áætlaður 28. janúar. Í helstu hlut- verkum verða þau Sofie Gråbøl, danska leik- konan úr Forbrydelsen, Michael Gambon, sem þekktur er sem Dumble- dore í Harry Potter-myndunum, og Stanley Tucci sem margir þekkja úr Hungurleikunum. Sögusviðið verður smábærinn Fortitude en að sögn Snorra Þórissonar, forstjóra Pegasus, sem aðstoðar við gerð og tökur þáttanna, er verkefnið risastórt. Tökur á Austurlandi munu standa yfir í þrjár vikur en einnig verður tekið upp í Lundúnum. Tökur á Forti- tude að hefjast Sofie Gråbøl kemur til landsins á næstu dögum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.