Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 9
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Framúrskarandi fasteignasala í meira en hálfa öld Nei, hún þarf ekki spangir.Það er ekki eins og húneigi eftir að verða í kvik- myndum.“ Þannig svaraði roskinn tann- læknir fyrirspurn móður Ali MacGraw þegar hún var barn að aldri. Doksa skjöplaðist hrapallega, MacGraw náði síðar miklum hæð- um á hvíta tjaldinu en líka lægðum á óvenjulegum ferli sem telur ekki margar myndir. Frægust er MacGraw auðvitað fyrir túlkun sína á hinni staðföstu en dauða- dæmdu Jennifer Cavalleri í hinni geysivinsælu Ástarsögu, Love Story, frá árinu 1970. Móðurinni létti við úrskurð tannlæknisins enda var fjárhagur fjölskyldunnar bágur. Foreldrar MacGraw voru bæði listamenn og lifði fjölskyldan hálfgerðu sígauna- lífi. Faðirinn var af skosku bergi brotinn en móðirin af ungverskum uppruna. „Foreldrar mínir gátu ekki gefið mér margt en kenndu mér að lifa lífinu,“ sagði hún síðar. Óyndi í fyrirsætustörfum Elizabeth Alice MacGraw fæddist í New York 1. apríl 1939 og verður því 75 ára gömul í vor. Lítið fór fyrir henni í bernsku en á ung- lingsárum sprakk stúlkan út. Þótti öðrum fljóðum fegri og spreytti sig á fyrirsætustörfum sem henni raunar drepleiddust. Eftir að hafa lagt stund á frönsku, ítölsku, sögu og listnám í háskóla gekk Mac- Graw að eiga bankamanninn Robin Hoen árið 1961. Þau skildu hálfu öðru ári síðar. Þá fékk hún sér vinnu í tískubransanum, meðal annars sem aðstoðarkona ljós- myndarans Mels Sokolskys. Í frí- stundum samdi hún ljóð og teikn- aði myndir í leiguíbúð sem skartaði aðeins einni dýnu á gólf- inu. Til að drýgja tekjurnar byrjaði MacGraw aftur að sitja fyrir, fyrst á ljósmyndum en síðan í sjón- varpsauglýsingum. Eitt leiddi af öðru og henni var óvænt boðið lítið hlutverk í kvikmyndinni A Lovely Way to Die árið 1968. Ekki hefur stúlkan verið utan gátta þar því henni var boðið aðalhlutverk í ann- arri mynd, Goodbye, Columbus, ári síðar. MacGraw var ausin lofi fyrir leik sinni í þeirri mynd og hlaut meðal annars Golden Globe- verðlaunin sem bjartasta vonin. Henni varð um þessar viðtökur, leit ekki á sig sem leikkonu og langaði helst að draga sig í hlé. Eftir að hafa hafnað fjölda tilboða féll MacGraw kylliflöt fyrir hand- ritinu að Love Story og samþykkti að taka hið vandasama hlutverk Jenny að sér. Giftist framleiðandanum Hún féll raunar kylliflöt í öðrum skilningi, hitti og giftist kvik- myndaframleiðandanum Robert Evans, sem einmitt framleiddi Love Story. Skömmu eftir að myndin var frumsýnd ól hún hon- um soninn Joshua. Hennar eina barn. Nokkrum árum áður hafði MacGraw farið í fóstureyðingu meðan það athæfi var með öllu ólöglegt vestra. Love Story sló rækilega í gegn og gerði Ali MacGraw á einni nóttu að heimsstjörnu. Hún fékk Golden Globe-verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Stærri kvenstjarna var varla til í heiminum um þær mundir. MacGraw tók sér tveggja ára frí frá kvikmyndaleik eftir Love Story, bæði til að ná áttum og ein- beita sér að uppeldi sonar síns. Samþykkti þá að leika á móti Steve McQueen í The Getaway. Það var örlagarík ákvörðun. Áður en nokkur maður vissi var Mac- Graw skilin við Evans og tekin saman við McQueen. Ekki var upp á hann logið, „konung kúlsins“. Hjónaband MacGraw og McQueen entist í fimm ár og lék hún ekki í einni einustu mynd á meðan. Upphaflega ætlaði hún að taka sér stutt frí til að vernda son sinn og son McQueens, Chad, fyrir kastljósi fjölmiðlanna en á því teygðist. „Hræðileg leikkona“ Þegar hún sneri loksins aftur á hvíta tjaldið, í Convoy 1978 og Players 1979, virtust töfrarnir horfnir. „Hræðileg leikkona af nasaskólanum,“ sagði kvikmynda- gagnrýnandi New Yorker. McGraw náði vopnum sínum aftur í Just Tell Me What You Want 1980 og framhaldsþáttunum vin- sælu Winds of War 1983, þar sem hún lék á móti Robert Mitchum og fleiri kempum. Þá kom hún stutt- lega við sögu í sápuóperunni Dynasty um miðjan níunda áratug- inn. Hlutverk sem hún tók bara að sér vegna peninganna, viðurkenndi hún síðar. Síðan hefur satt best að segja lítið verið að frétta. Þau fáu sjón- varps- og kvikmyndaverkefni sem MacGraw hefur tekið að sér hafa farið undir radarinn. Yrði eig- inlega bara vandræðalegt að nefna þau hér. Jóga og dýravernd Þrátt fyrir lítil umsvif í kvikmynd- um fer því fjarri að MacGraw hafi setið auðum höndum. Á tíunda áratugnum hóf hún að stunda jóga af miklum móð og er af mörgum talin bera höfuðábyrgð á út- breiðslu greinarinnar í Bandaríkj- unum. Gömul kennslumyndbönd seljast enn eins og heitar lummur. Þá hefur MacGraw gefið sig af krafti að dýravernd og árið 2006 þreytti hún frumraun sína á Broadway sem ættmóðirin í Veisl- unni eða Festen. Fékk ekkert sér- staka dóma. MacGraw hefur rogast með sína djöfla gegnum þetta líf, eins og við flest, og í óopinberri ævisögu hennar, Moving Pictures, er meðal annars rætt um glímu hennar við áfengis- og kynlífsfíkn. MacGraw hefur raunar gefið lítið fyrir þá sögu, sagt hana „illa skrifaða“. Undanfarna tvo áratugi hefur MacGraw búið í Santa Fe í Nýju- Mexíkó eftir að heimili hennar á Malibu brann til kaldra kola. orri@mbl.is Hvað varð um? Ali MacGraw ALI MACGRAW VARÐ ALVEG ÓVART KVIKMYNDA- STJARNA. HAFÐI ALLA TÍÐ EFASEMDIR UM HÆFILEIKA SÍNA ENDA URÐU MYNDIRNAR EKKI MARGAR. FERILL HENNAR EINKENNIST AF HÆÐUM, LÆGÐUM OG LÖNGUM HLÉUM INNI Á MILLI. Með Steve McQueen í Getaway. Ástin blómstraði. Með Ryan O’Neill í Love Story. Ali MacGraw hefur marg- oft verið á listum yfir kyn- þokkafyllstu konur heims. MacGraw á efri árum. Heldur sér vel.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.