Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Svipmynd R agnar Ingi Aðalsteinsson er einn af þekktustu hagyrðingum þjóðarinnar. Hann starfaði lengi sem kennari og hefur sent frá sér bækur, þar á með- al nokkrar ljóðabækur. Í fyrra kom út bók hans Íslensk bragfræði, en doktorsritgerð hans sem hann varði árið 2010 fjallar ein- mitt um bragfræði. Nýkomin er út bókin Ljóðstafaleikur sem gefin er út í tilefni af 70 ára afmæli hans. Ragnar Ingi fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og er fyrst spurður hvort skáldskapur hafi verið í heiðri hafður á heimilinu. „Skáldskapur var hluti af tungumálinu heima hjá mér. Foreldrar mínir kunnu ein- hver lifandis býsn af kveðskap og í sam- tölum sín á milli vitnuðu þau oft í ljóð- skáldin,“ segir Ragnar Ingi. „Ég er langyngstur systkina minna sem voru öll farin að yrkja þegar ég fór fyrst að muna eftir mér og það runnu upp úr þeim vís- urnar. Á Jökuldal voru síðan hagyrðingar sem hentu á milli sín vísum. Umhverfi mitt var því sneisafullt af skáldskap. Ég hef sennilega verið fimm ára þegar ég orti fyrstu vísuna en sem betur fer er hún gleymd.“ Hvernig var heimilislífið í sveitinni? „Við systkinin vorum upphaflega tíu, en Ragnhildur systir mín dó fimm ára gömul. Það var áður en ég fæddist og ég heiti í höfuðið á henni. Níu systkini komust til manns og síðan voru tveir fósturbræður þannig að við vorum ellefu. Þarna var sauð- fjárbúskapur og við systkinin hlupum á eft- ir kindum meira og minna allan uppvöxt- inn. Ég bý að því til æviloka hvað ég fékk góða líkamlega þjálfun í æsku. Það er afar gott fyrir líkamann að hlaupa fyrstu tutt- ugu ár ævinnar. Ég ólst upp við mikla vinnu en ég man þó aldrei eftir að vinnan hafi farið illa í mig eða illa með mig. Ég lærði að vinna og mér hefur alla tíð þótt gaman að vinna. Á heimilinu var hvorki bíll né sími og slegið var með orfi og ljá. Ef það þurfti að fara eitthvað þá varð annaðhvort að skóa sig vel og ganga af stað eða finna hestana. Út- varpið sá um helstu tengslin við umheiminn og svo kom pósturinn hálfsmánaðarlega. Hrafnkelsdalurinn var einangraður frá byggðinni vegna Jökulsárinnar sem var óskaplegt vatnsfall. Það var kláfur yfir ána og við fórum á honum yfir gljúfrið ef við þurftum að komast til byggða. Það var ann- ar bær í dalnum, Aðalból, og þar bjó gott fólk og svo voru Fljótsdælingarnir hinum megin við heiðina. Ég var níu ára gamall þegar Jökulsáin var brúuð og þá komu bílar í dalinn. Síðan hef ég verið með króníska bíladellu. Síminn kom á svipuðum tíma. Ég man að þegar ég talaði í fyrsta sinn í síma fannst mér það afar merkilegur atburður. Síminn kom árið 1953 og þá hafði fjölskylda mín búið á Vaðbrekku frá 1922 og foreldar mínir alið upp öll sín börn við þessar að- stæður. Þau sögðust reyndar aldrei hafa fundið fyrir einangrun. En ef þetta var ein- angrun þá hafði hún bara góð áhrif á mig þannig að mér finnst þögn vera gefandi og góð.“ Skáld eiga að hreyfa við fólki Langaði þig aldrei til að verða bóndi? „Nei, reyndar ekki. Aðalsteinn bróðir minn þekkti allar kindurnar, jafnvel úr mik- illi fjarlægð, vissi nöfn þeirra og númer, ætt og uppruna. Ég þekkti rollurnar aldrei í sundur og hafði engan áhuga á því að stúd- era sauðfjárbúskap. Ég hafði áhuga á öðrum hlutum. Ég sökkti mér ofan í skáldskap, að- allega kveðskap og svo hafði ég líka gaman af tónlist. Ég lærði að spila á orgel þegar ég var tólf ára og það var mitt líf og yndi að sitja við orgelið og æfa mig.“ Áttirðu þér uppáhaldsljóðskáld á yngri ár- um? „Þegar við systkinin vorum lítil vorum við látin velja okkur ljóðskáld og ég valdi Krist- ján Fjallaskáld. Pabbi og mamma gáfu mér úrvalsljóðin hans og ég lærði mörg kvæðin utan að. Seinna kynntist ég öðru skáldi sem líka hét Kristján og kenndi sig við Djúpalæk. Ég var þá í Menntaskólanum á Akureyri og Kristján kenndi mér að yrkja. Hann sat með mér, fór yfir ljóðin mín, sagði mér til og gagnrýndi í rólegheitum og sýndi mér hvað ég gæti gert betur. Hann vildi allt fyrir mig gera, birti meira að segja eftir mig vísur í Verkamanninum. Eina tilsögnin sem ég hef fengið í kveðskaparfræðum sem einhverju máli skiptir var frá Kristjáni frá Djúpalæk. Seinna kom ég að því að gefa út heildar- ljóðasafn Kristjáns. Kristján frá Djúpalæk var gríðarlega gott skáld. Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því hversu góð og djúp ljóð hans eru. Hann er mikill heimspekingur og siðfræðin í ljóðum hans höfðar til mín.“ Hákon bróðir þinn var þekktur hagyrð- ingur eins og þú ert. „Öll systkinin ortu eitthvað en við Hákon gerðum meira af þessu en hin og svo fórum við fljótlega að birta eftir okkur vísur. Hákon var flinkur hagyrðingur, varð vin- sæll og vakti athygli fyrir skáldskap sinn. Við höfðum heilmikið samband okkar á milli um kveðskaparmál. Stundum þegar ég var alveg kominn í strand í einhverri vís- unni hringdi ég í Hákon og sagði; Æ, búðu til eina línu fyrir mig. Hann var eldfljótur að því. Sjálfur hef ég gutlað lengi í þessu vísnaumhverfi og hef gaman af því. Mér finnst líka skemmtilegt að fara á hagyrð- ingamót. Ég veit vel að vísur sem kveðnar eru á slíkum mótum eru engin tímamóta- kveðskapur en margar þeirra eru skemmti- legar og smellnar. Svo er alltaf ein og ein sem stendur upp úr og er svolítið lista- verk.“ Ljóðaúrval eftir þig, Ljóðstafaleikur, er nýkomið út. Eru einhver yrkisefni sem hafa verið þér hugleiknari en önnur? „Lengst af hef ég ort um allt sem auga á festi. Yrkisefni mín hafa spannað allt sem fyrir mér varð. Með aldrinum hneigist ég þó frekar til þess að yrkja um hluti eins og misréttið í heiminum, umgengni okkar um jörðina, náttúruna og framtíðarsýn okkar sem reyndar er dálítið dökk ef grannt er skoðað. Það er önnur hliðin, sú alvarlega. Hins vegar finnst mér alltaf gaman að gantast með ljóðformið og setja alls konar útúrsnúninga og fimmaurabrandara inn í vísur. Við megum ekki taka lífið of alvar- Stefnir að því að deyja vel RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON, EINN ÞEKKTASTI HAGYRÐINGUR LANDSINS, RÆÐIR Í VIÐTALI UM LÍFSHLAUPIÐ OG LÍFIÐ Í SVEITINNI, SKÁLDSKAPINN OG BRAGFRÆÐINA SEM HANN SEGIR HAFA VERIÐ KJARNANN Í KVEÐSKAP ÞJÓÐARINNAR Í 1.100 ÁR. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.