Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 15
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. lega of lengi í einu. Það er ekki hollt. Skáld eiga að hreyfa við fólki, líka að koma því til að hlæja.“ Brageyrað lifir góðu lífi Á síðasta ári kom frá þér bók um brag- fræði. Er þjóðin að týna niður bragfræðinni eða er fólk ennþá vel inni í bragfræði- reglum? „Ég ætla ekkert að fullyrða um það hvort brageyra þjóðarinnar hafi skerst. Einar Benediktsson sagði í frægri grein árið 1916 að brageyra þjóðarinnar væri að sljóvgast og þekking á bragfræði að glatast. Hann vildi að brugðist yrði við þegar í stað. Ekki er mér þó kunnugt um að nokkuð hafi verið gert í því þá utan almenn kennsla í fram- haldsskólum sem aldrei varð nema örlítið brot af móðurmálskennslunni. Brageyrað lifir samt enn góðu lífi. Ég veit að um land allt er fólk á öllum aldri að yrkja og gerir það samkvæmt réttum reglum. Ég hef komið í grunnskóla þar sem krakkar yrkja vísur og gera það alveg rétt. Þegar skoð- aðar eru niðurstöður úr botnasamkeppni Námsgagnastofnunar á Degi íslenskrar tungu koma hundrað til tvö hundruð réttir botnar frá nemendum úr grunnskólum ár- lega. Ég held að það hafi alltaf verið allur gang- ur á því hversu vel þjóðin kunni bragfræði. Á öllum öldum hafa verið ortar vísur sem voru ekki nógu góðar. Páll Vídalín, fræði- maður og skáld sem var uppi á 18. öld, gaf þeim kveðskap virðulegt latneskt heiti og kallaði delerium poeticum. Það var heiti yfir það þegar menn voru að yrkja og kunnu það ekki. Það sem upp úr stendur er að bragregl- urnar eru alveg skýrar. Ef við veltum því fyrir okkur við hvað sé miðað þegar talað er um hvort rétt sé ort eða rangt þá er svarið það að skáldin hafa með kveðskap sínum sett reglurnar. Það eru til ógrynni af vísum, kvæðum, rímum, þulum og sálmum frá öllum öldum og í þessum kveðskap eru skýrt af- markaðar reglur sem vel er hægt að ná utan um og flokka. Það eru þær reglur sem ég tók saman í þessari bók, Íslenskri bragfræði. Ég var í tvö ár að vinna bókina og það var nokkurt átak að ná utan um reglurnar, setja nöfn á hugtökin þar sem þau vantaði og setja reglurnar síðan þannig fram að hægt væri að kenna þær. Mér finnst að skólakerfið hafi brugðist þegar kemur að bragfræðinni. Það er full ástæða til að leggja töluvert í að kenna bragfræðina því hún er kjarninn í öllum kveðskap okkar í ellefu hundruð ár. Alveg fram á miðja 20. öld er allur sá kveðskapur sem stendur upp úr og gefinn er út ortur undir þessum reglum og nú í seinni tíð er svo að sjá sem hefðbundin ljóð blómstri sem aldrei fyrr. Bragfræðin er samofin tungumálinu og menningunni og mér finnst að við eigum að sýna henni virðingu. Vissu- lega eru til ágæt ljóð sem ekki lúta þessum bragreglum. Það er önnur tegund kveð- skapar og stendur vel fyrir sínu. Hefð- bundna ljóðið er annað. Bragurinn sem hag- yrðingar okkar og skáld hafa haldið gangandi allt frá landnámi er perla sem við Íslendingar eigum út af fyrir okkur og okk- ur ber skylda til að varðveita og skila áfram til næstu kynslóða. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur fengist við um ævina? „Ætli það sé ekki að fást við bókaútgáfu og yrkja ljóð. Svo fannst mér alltaf gaman að kenna. Ég kenndi í unglingadeildum grunnskólanna í tuttugu og tvö ár og á mjög góðar minningar þaðan. Mér hefur sjaldan liðið betur um dagana en bak við kenn- araborðið í grunnskólanum. Ég uppgötvaði mjög fljótlega eftir að ég fór að kenna að unglingar spegla það sem þeim er sýnt. Ef þú sýnir þeim hroka munu þeir sýna þér hroka og ef þú sýnir þeim dónaskap sýna þeir dónaskap á móti. Ef þú sýnir þeim sanngirni þá eru þeir sanngjarnir. Ef þú sýnir þeim kurteisi sýna þeir þér kurteisi. Og ég kenndi nemendum mínum meðal ann- ars að yrkja og ber ábyrgð á því að heilu hóparnir af grunnskólanemum voru orðnir fljúgandi hagmæltir þegar þeir útskrifuðust. Ég er nokkuð stoltur af því.“ Hvernig finnst þér að eldast? „Mér finnst gott að eldast. Ég er ánægður með lífshlaup mitt. Það er langt síðan ég setti mér það markmið að deyja vel og ég er stöðuglega að vinna í því. Lífið endar með því að maður deyr og sú stund er lokaprófið. Ég stefni á það að deyja þannig að ég sé sáttur við það sem ég hef lifað.“ „Skáld eiga að hreyfa við fólki, líka að koma því til að hlæja,“ segir Ragnar Ingi. Morgunblaðið/Kristinn * Mér finnst að skólakerfið hafibrugðist þegar kemur að bragfræðinni. Það er full ástæða til að leggja töluvert í að kenna bragfræðina því hún er kjarninn í öllum kveð- skap okkar í ellefu hundruð ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.