Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 18
www.gengurvel.is PROSTAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN P R E N T U N .IS PROSTAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? Tíð þvaglát trufluðu vinnuna og svefninn Halldór R. Magnússon, eigandi HM-flutninga ehf, vinnur við alhliða vörudreifingu og flutningsþjónustu og keyrir því bíl stóran hluta vinnudagsins. „Þvagbunan var farin að slappast og ég þurfti oft að pissa á næturnar. Á daginn var orðið afar þreytandi að þurfa sífellt að fara á klósettið og svo þegar maður loksins komst á klósettið þá kom lítið sem ekkert!“ segir Halldór „Ég tek eina töflu á morgnana og aðra á kvöldin og finn að ég þarf sjaldnar að pissa á næturnar. Bunan er orðinn miklu betri og klósettferðirnar á daginn eru færri og áhrifaríkari,“ Halldór Rúnar Magnússon - eigandi HM flutninga. AFP Mikið er jafnan lagt í að gera jólaskreytingarnar í hverfinu sem best úr garði. AFP Apple market er einn af stærstu mörkuðunum í Co- vent Garden-hverfinu. C ovent Garden-hverfið er eitt af þeim róm- antískustu en um leið nýtískulegustu í Lundúnum, með einstakan sjarma, þar sem mætast gamli tíminn og hinn nýi. Hverfið á sér langa sögu en búseta er þekkt þar á tímum Rómverja, á 1. öld f.Kr., þegar London var þekkt sem Londonium. Fljótlega á 13. öld þróuðust markaðir fyrir ávexti og grænmeti og hefur hverfið verið þekkt fyrir þá en sérstaklega þekktir eru nú þrír mark- aðir sem nánast eru undir sama þaki, Jubilee Hall, East Colonnade Market og Apple Market. Upphaflega markaðssvæðið var um 40 ekrur en hefur margfaldast að stærð auk þess sem fjöl- breytileiki í verslunarvörum hefur aukist. Um miðja 17. öld var ananas mikilvæg versl- unarvara á mörkuðunum i Covent Garden en þá var farið að rækta hann í gróðurhúsum Englands. Hann var gjarnan tengdur auðæfum og gestrisni og algengt mótíf arkitekta, listamanna og hand- verksmanna og er einmitt inngreyptur í skreyt- ingum í einni af upphaflegu byggingum af mörk- uðunum þremur. Spákonan í himnaríki En markaðirnir í Covent Garden hafa breyst ansi mikið síðan ananasinn var og hét og miklu fleira en ávextir og grænmeti á boðstólum nú. Mikilvægi markaðanna í Covent Garden minnkaði ekki á 17. öld, sérstaklega ekki í kjölfar stóra brunans í Lundúnum árið 1666, sem eyðilagði mikið af minni samkeppnismörkuðum. Covent Garden varð þá, næstum á einni nóttu, mikilvægasti ávaxta- ,grænmetis- og blómamarkaður í landinu. Framandi vörur fóru þá að streyma á markaðina á bátum á ánni Thames. Fyrri aldar búar hefðu þó ekki getað ímyndað sér úrvalið á mörkuðunum í dag. Enda- lausir básar með frumlegum vörum, stundum hand- unnum, eins og úr gleri, silfri, keramiki eða vatns- litamyndir þekja borð og veggi. Ekki þarf að leita langt til þess að finna hönnuði selja sína eigin hönnun hvort sem það eru flíkur, töskur eða aðrir fylgihlutir, oft endurunnið. Ef þú vilt skreppa í skemmtilega antíkbúð, bókabúð, brúðubúð eða merkjabúð þá hafa mark- aðirnir í Covent Garden upp á það að bjóða. Og líka það sem þú hélst að væri ekki til. Sá kring- luglaði er viss um að vera stundum staddur í himnaríki, sérstaklega þegar söngkonan eða söngv- arinn á torginu hefur upp raust sína svo ómar um markaðinn í bland við ilminn af paellunni í mið- rýminu, sem er elduð á pönnu sem er rúmur einn metri í þvermál. Það er gott að fá sér einn lítinn skammt, hvíla sig aðeins frá amstri verslunarinnar og hlusta á tónlistina. Þá er eins og maður detti inn í annan heim og þá er margt vitlausara en að skella sér til spákonu í einum af básunum. COVENT GARDEN-HVERFIÐ Himnesk markaðssæla HVORT SEM ÞAÐ ER SNARKANDI SÓL EÐA NÝFALLINN SNJÓR ÞÁ DREGUR COVENT GARDEN-HVERFIÐ Í LUNDÚNUM AÐ SÉR FERÐAMENN, ENDA ER ÞAR KRÖKKT AF VERSL- UNUM, VEITINGASTÖÐUM, BÖRUM OG SÍÐAST EN EKKI SÍST MÖRKUÐUM. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Covent Garden er vinsælt verslunarsvæði og götulistamenn eru víða. Morgunblaðið/Ómar 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Ferðalög og flakk Þótt mest sé um götulistamenn kemur það fyrir að stærri tónleikar séu haldnir í Covent Garden.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.