Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 24
... Í svefnherbergið langar mig í Vík Prjóns- dóttur sjávarteppið á rúmið mitt og Scintilla náttföt. Allt sem þessir snill- ingar hanna er fallegt. ... Í stofuna langar mig mest í Porca Miseria ljósakrónu eftir Ingo Maurer. Reyndar væri ég til í fullt af ljósum efitr Maurer. Hann er einn af mínum uppáhalds- hönnuðum en það sem mér finnst svo heillandi við hann er hvað hann er óhefl- aður og fyndinn í hönnun sinni. ... Í garðinn væri ég til í risastórt hengirúm þar sem við fjölskyldan gætum öll flatmagað saman á sumrin. ... Í eldhúsið langar mig helst í eitt stykki gaseldavél. Það mætti í raun vera hvaða týpa sem er svo lengi sem hún virkar vel og er þokkalega útlítandi. ... Á baðherbergið væri ég til í sápu sem er fest á vegginn meðjárnpinna. Mig hefur langað í svona síðan ég sá þetta fyrst áalmenningsklósetti þegar ég var lítil í München. ...í útópískri veröld byggi ég á hestabúgarði í Alaska SIGNÝ KOLBEINSDÓTTIR, TEIKNARI OG HÖNNUÐUR, GERIR KRÚTTLEGAR, LITRÍKAR OG SÚR- REALÍSKAR FÍGÚRUR UNDIR HEITINU TULIPOP. MEÐ TULIPOP HEFUR SIGNÝ SKAPAÐ SKEMMTI- LEGA ÆVINTÝRAVERÖLD AF FÍGÚRUM SEM SKREYTA VÖRUR Á BORÐ VIÐ VESKI, BORÐ- BÚNAÐ, BÆKUR OG FLEIRA. SIGNÝ ER MIKIL SMEKKMANNESKJA OG DEILDI ÞVÍ HELSTA Á ÓSKALISTANUM FYRIR HEIMILIÐ MEÐ SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Mig langar í... ... Í barnaherbergið langar mig í klifurvegg. Krakkarnir myndu fá útrás og allir glaðir. *Heimili og hönnunÁ Álftanesi er fjölskylda með tvö börn og tvo hunda búin að koma sér vel fyrir í björtu húsi »26

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.