Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Matur og drykkir 100 gr túnfiskur 2 msk sesam-olía 4 msk sesamfræ 1 msk stökkt beikon 1 tsk lárperumauk – kryddað með límónu Stökkt corn taco Aðferð Lagið 7% saltpækil – hlutfallið er þá 1 ltr vatn á móti 7 gr af salti. Leggið túnfiskinn í pækilinn og látið liggja í u.þ.b. eina klst. Þerrið og skerið síðan í litla teninga. Steikið beikonið þar til stökkt og skerið í litla bita. Blandið næst öllu saman og smakkið til með sesam-olíu og salti eftir þörfum. Setjið loks lárperumaukið á stökkar taco- skeljarnar, síðan túnfisk-blönduna ofan á. Skreytið síðan að lokum með garðkarsa. V ið opnum eftir tæpar tvær vikur og erum því á kafi að klára,“ sagði Óli Már Ólason, einn eigenda Kol Res- taurant, léttur í bragði þar sem náðist í hann á Skólavörðustíg á dögunum. Ásamt Óla skipa eigendahóp staðarins þeir Andri Björn Björnsson, Stefán Magnússon og Gunnar Rafn Heiðarsson, en fyrir eiga þeir veitingastaðina Vegamót og Lebowsky, sem margir þekkja í miðborginni. Fálki á barnum og hönnun Tom Dix- on í bland við íslenskt Kol Restaurant verður til húsa í nýbyggingu við Skólavörðustíg 40. Á lóðinni var fyrir gamall hjallur sem var rifinn. Í dag er skjól- sæll bakgarður við húsið, sem menn vonast til að geta nýtt. Það er Leifur Welding sem á heiðurinn af hönnun veitingastaðarins en hann hefur m.a. hannað Grillmarkaðinn, Fiskmarkaðinn, Kop- ar, Uno, og fleiri kunna staði. Miðast hönn- unin við að skapa hlýlega stemningu, þar sem ljós og húsgögn Tom Dixon fá að njóta sín í bland við nútímalegt, íslenskt yfirbragð. Veitingastaðurinn verður á tveimur hæðum og mun taka um 100 gesti í sæti. Virðulegur, stærðarinnar fálki blasir við gestum bar- og setustofu á jarðhæðinni en hann er verk listakonunnar Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Er grínast með að verið sé að leita að nafni á fuglinn en tillögum má gjarnan koma á fram- færi á fésbókarsíðu Kol Restaurant. Afslappaður en vandaður matseðill Matreiðslumeistararnir Einar Hjaltason og Kári Þorsteinsson ráða ríkjum í eldhúsinu á Kol, þar sem lagt verður upp með að bjóða upp á afslappaðan en engu að síður vandaðan mat, úr góðu hráefni (svokallað „casual fine dining“). Ýmiskonar smárétti, salöt, kjöt og fisk verður að finna á matseðlinum að sögn Óla, margt hvað eldað í virðulegum kolaofni í eldhúsinu miðju. Saman státa Einar og Kári af ríflega 20 ára reynslu úr veitingageiranum en þeir lærðu báðir til kokks á Hótel Sögu, og hafa síðan m.a. unnið á stöðum á borð við 28-50 og Texture í London. Veitingastjórarnir Gunnar Rafn Heið- arsson og Friðrik Atli Sigfússon munu standa vaktina í veitingasalnum. Þeir hafa áður starfað á m.a. Sjávarkjallaranum, Borg Restaurant, Grillinu og Slippbarnum, og eru vel lesnir í sínum fræðum. Verður í engu slegið af í úrvali áhugaverðra vína og kok- teila á boðstólum að sögn Óla. Sem dæmi verða alltaf tvenns konar kokteilar fáanlegir á krana. Gunnar og Friðrik leggja líka áherslu á að allt hráefni á borð við síróp og safa, sem þeir nota í hanastélin, sé lagað frá grunni á staðnum. Að sögn Óla „eiga bæði mat- og kokteils- seðill Kola það sameiginlegt að unnið verður með klassíkina, en snúið aðeins upp á hana“. Með fylgir uppskrift af einum rétti og drykk af seðlum hússins, sem áhugasamir geta prófað heima. Morgunblaðið/Ómar KOL RESTAURANT OPNAR VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG Leikið með klassíkina ÞAÐ ER ÞRAUTREYNDUR HÓPUR SEM STENDUR AÐ VEITINGASTAÐNUM KOL RESTAURANT, SEM BÆTIST SENN Í VEITINGAFLÓRU REYKJAVÍKUR. ÞAR MUN AFSLÖPPUÐ OG HEIÐARLEG, EN JAFNFRAMT VÖNDUÐ, MATARGERÐ HÖFÐ Í FYRIRRÚMI, AUK ÞESS SEM KOKTEILAR HVERS KONAR VERÐA Í HÁVEGUM HAFÐIR, OG Á KRANA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Aðstandendur Kol Restaurant saman komnir. Í neðri röð f.v.: Andri B. Björnsson, Óli M. Ólason og Gunnar Rafn. Efri röð f.v.: Einar Hjaltason, Kári Þorsteinsson, Friðrik Atli og Stefán Magnússon. Morgunblaðið/Ómar Túnfisk-Taco 6 cl Jim Beam Black-viskí 1,5 cl hlynsíróp (e. Maple syrup) 1 cl trönuberjasíróp 3 cl sítrónusafi 1 eggjahvíta Aðferð Allt blandað í hristara og hrist með klaka. Borið fram í klakafylltu viskí-glasi og skreytt með fersku trönuberi. Ferskt múskat að lokum rifið yfir. Einnig má bera drykkinn fram klakalausan en í kældu kokteilglasi. Kol Whiskey Sour
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.