Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014
Matur og drykkir
100 gr túnfiskur
2 msk sesam-olía
4 msk sesamfræ
1 msk stökkt beikon
1 tsk lárperumauk – kryddað með
límónu
Stökkt corn taco
Aðferð Lagið 7% saltpækil – hlutfallið er þá
1 ltr vatn á móti 7 gr af salti.
Leggið túnfiskinn í pækilinn og látið liggja í
u.þ.b. eina klst. Þerrið og skerið síðan í litla
teninga.
Steikið beikonið þar til stökkt og skerið í
litla bita.
Blandið næst öllu saman og smakkið til
með sesam-olíu og salti eftir þörfum.
Setjið loks lárperumaukið á stökkar taco-
skeljarnar, síðan túnfisk-blönduna ofan á.
Skreytið síðan að lokum með garðkarsa.
V
ið opnum eftir tæpar tvær vikur og
erum því á kafi að klára,“ sagði Óli
Már Ólason, einn eigenda Kol Res-
taurant, léttur í bragði þar sem
náðist í hann á Skólavörðustíg á dögunum.
Ásamt Óla skipa eigendahóp staðarins þeir
Andri Björn Björnsson, Stefán Magnússon
og Gunnar Rafn Heiðarsson, en fyrir eiga
þeir veitingastaðina Vegamót og Lebowsky,
sem margir þekkja í miðborginni.
Fálki á barnum og hönnun Tom Dix-
on í bland við íslenskt
Kol Restaurant verður til húsa í nýbyggingu
við Skólavörðustíg 40. Á lóðinni var fyrir
gamall hjallur sem var rifinn. Í dag er skjól-
sæll bakgarður við húsið, sem menn vonast
til að geta nýtt.
Það er Leifur Welding sem á heiðurinn af
hönnun veitingastaðarins en hann hefur m.a.
hannað Grillmarkaðinn, Fiskmarkaðinn, Kop-
ar, Uno, og fleiri kunna staði. Miðast hönn-
unin við að skapa hlýlega stemningu, þar sem
ljós og húsgögn Tom Dixon fá að njóta sín í
bland við nútímalegt, íslenskt yfirbragð.
Veitingastaðurinn verður á tveimur hæðum
og mun taka um 100 gesti í sæti. Virðulegur,
stærðarinnar fálki blasir við gestum bar- og
setustofu á jarðhæðinni en hann er verk
listakonunnar Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Er
grínast með að verið sé að leita að nafni á
fuglinn en tillögum má gjarnan koma á fram-
færi á fésbókarsíðu Kol Restaurant.
Afslappaður en vandaður matseðill
Matreiðslumeistararnir Einar Hjaltason og
Kári Þorsteinsson ráða ríkjum í eldhúsinu á
Kol, þar sem lagt verður upp með að bjóða
upp á afslappaðan en engu að síður vandaðan
mat, úr góðu hráefni (svokallað „casual fine
dining“). Ýmiskonar smárétti, salöt, kjöt og
fisk verður að finna á matseðlinum að sögn
Óla, margt hvað eldað í virðulegum kolaofni í
eldhúsinu miðju. Saman státa Einar og Kári
af ríflega 20 ára reynslu úr veitingageiranum
en þeir lærðu báðir til kokks á Hótel Sögu,
og hafa síðan m.a. unnið á stöðum á borð við
28-50 og Texture í London.
Veitingastjórarnir Gunnar Rafn Heið-
arsson og Friðrik Atli Sigfússon munu
standa vaktina í veitingasalnum. Þeir hafa
áður starfað á m.a. Sjávarkjallaranum, Borg
Restaurant, Grillinu og Slippbarnum, og eru
vel lesnir í sínum fræðum. Verður í engu
slegið af í úrvali áhugaverðra vína og kok-
teila á boðstólum að sögn Óla. Sem dæmi
verða alltaf tvenns konar kokteilar fáanlegir
á krana. Gunnar og Friðrik leggja líka
áherslu á að allt hráefni á borð við síróp og
safa, sem þeir nota í hanastélin, sé lagað frá
grunni á staðnum.
Að sögn Óla „eiga bæði mat- og kokteils-
seðill Kola það sameiginlegt að unnið verður
með klassíkina, en snúið aðeins upp á hana“.
Með fylgir uppskrift af einum rétti og
drykk af seðlum hússins, sem áhugasamir
geta prófað heima.
Morgunblaðið/Ómar
KOL RESTAURANT OPNAR VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Leikið með klassíkina
ÞAÐ ER ÞRAUTREYNDUR HÓPUR SEM STENDUR AÐ VEITINGASTAÐNUM KOL RESTAURANT, SEM BÆTIST SENN Í
VEITINGAFLÓRU REYKJAVÍKUR. ÞAR MUN AFSLÖPPUÐ OG HEIÐARLEG, EN JAFNFRAMT VÖNDUÐ, MATARGERÐ
HÖFÐ Í FYRIRRÚMI, AUK ÞESS SEM KOKTEILAR HVERS KONAR VERÐA Í HÁVEGUM HAFÐIR, OG Á KRANA.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Aðstandendur Kol Restaurant saman komnir. Í neðri röð f.v.: Andri B. Björnsson, Óli M. Ólason og
Gunnar Rafn. Efri röð f.v.: Einar Hjaltason, Kári Þorsteinsson, Friðrik Atli og Stefán Magnússon.
Morgunblaðið/Ómar
Túnfisk-Taco
6 cl Jim Beam Black-viskí
1,5 cl hlynsíróp (e. Maple syrup)
1 cl trönuberjasíróp
3 cl sítrónusafi
1 eggjahvíta
Aðferð Allt blandað í hristara og hrist með
klaka. Borið fram í klakafylltu viskí-glasi og
skreytt með fersku trönuberi. Ferskt múskat
að lokum rifið yfir. Einnig má bera drykkinn
fram klakalausan en í kældu kokteilglasi.
Kol Whiskey Sour