Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 33
Síðan 1844 hefur Kahla framleitt vandað postulín
sem fer jafn vel í hendi og hillu. Kahla hefur unnið
til fjölda verðlauna og er alltaf við hæfi hvort sem
það er í matarboði með öllum vinahópnum eða yfir
sunnudagskaffinu með ömmu.
laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is
Arfur
Morgunblaðið/Þórður
Stelpurnar skemmtu sér
vel yfir góðum mat.
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
CRÉME BRÛLÉE
500 ml rjómi
1 vanillustöng
100 g sykur
6 eggjarauður
Kljúfið vanillustöng, skaf-
ið úr henni fræin og skerið
í bita. Hitið rjóma, van-
illufræ og -stöng að suðu,
lækkið hitann og látið
krauma í 5 mínútur.
Pískið sykur og eggja-
rauður saman í skál í stutta
stund þar til blandan lýsist
örlítið. Hitið rjómann aftur
að suðu og hellið rólega í
skálina með eggjablönd-
unni, byrjið á að hella smá-
vegis í einu svo eggin soðni
ekki. Sigtið blönduna og
hellið í þar til gerðar
créme brûlée-skálar.
Sprengið loftbólur á yf-
irborði blöndunnar í
mótinu, best er að
gera það með
brennara. Fyllið
skálarnar að 2⁄3
hluta og setj-
ið þær í ofn-
skúffu. Hell-
ið heitu vatni
í ofnskúffuna
upp að helm-
ingi hæðar skál-
anna. Bakið í miðjum
ofni við 150° í 25-30 mín-
útur eða þar til eggjabland-
an verður stíf. Kælið og
stráið þunnu lagi af hrá-
sykri yfir. Brennið sykurinn
með sérstökum créme
brûlée-brennara eða setjið
skálarnar á grind efst í ofn-
inn á grillstillingu í nokkrar
mínútur þar til hrásykurinn
hefur bráðnað og brunnið.
ENGIFER- OG
HINDBERJASÓSA
250 g frosin hindber
3 cm engifer
1 msk. síróp
Afhýðið engifer og rífið.
Sjóðið hindber, engifer og
síróp saman í potti í 5-7
mínútur eða þar til berin
hafa soðnað niður. Sigtið
sósuna, hellið yfir créme
brûlée í röndum.
Créme brûlée með engi-
fer- og hindberjasósu
1 svínabógur
gróft salt
svartur pipar
Season All
2-3 dl vatn
Skerið rifur í skinnið á svína-
bógnum næstum niður að kjöti og
nuddið grófu salti vel inn í rifurnar
og ofan á skinnið. Kryddið kjötið á
öllum hliðum með Season All og
svörtum pipar. Setjið svínabóginn í
djúpa ofnskúffu og eldið í 40 mín-
útur við 220° eða þar til skinnið
hefur breyst í stökka puru.
Lækkið hitann niður í 150°, legg-
ið álpappírsörk yfir kjötið og setjið
það aftur inn í ofn.
Eldið kjötið áfram í 4 klukku-
stundir og 50 mínútur og undirbúið
grænmetið á meðan. Hellið vatni í
ofnskúffuna eftir um 4 klst. og látið
krauma með kjötinu í 50 mínútur.
Til að fá örugglega stökka puru
er gott að byrja á að setja bóginn á
hvolf í fat með 2 cm djúpu vatni og
elda í ofni við 170° í 30 mínútur.
Þessar 30 mínútur dragast þá frá
þeim tíma sem bógurinn er eldaður
við 150°. Þetta er þó ekki nauðsyn-
legt skref til að fá stökka puru.
OFNBAKAÐ
GRÆNMETI
300 g skalottlaukur
300 g gulrætur
400 g kartöflur
1-2 laukar
1 askja litlir sveppir
svartur pipar
Season All
timjan
Hægeldaður svínabógur
son All, timjan, basilíku og oregano.
Hækkið hitann á ofninum í 200°.
Leggið svínabóginn ofan á græn-
metið í ofnskúffunni og eldið áfram
án álpappírs í 30 mínútur. Þegar
kjötið hefur eldast í samtals 6
klukkustundir er það tilbúið. Takið
svínabóginn úr ofnskúffunni, setjið
á fat og breiðið álpappír yfir á með-
an sósan er löguð.
Kryddið sveppi með Season All
og setjið í ofnskúffuna með græn-
metinu. Eldið grænmetið áfram í 30
mínútur þannig að það verði örlítið
stökkt og fallega brúnað. Þegar
grænmetið er tilbúið, setjið það í
fat, takið frá restina af soðinu í
botni ofnskúffunnar og hellið í soð-
skálina.
BRÚN SÓSA
500-600 ml vatn
kjötsoð
svínakraftur eftir smekk
3 lárviðarlauf
svartur pipar
1½ dl vatn
3/4 dl hveiti
brúnn sósulitur
Við sósugerðina þarf maður svo-
lítið að prófa sig áfram og smakka
til. Sjóðið kjötsoð og vatn saman í
potti ásamt lárviðarlaufum úr ofn-
skúffunni. Ef sósan er of bragðlítil,
smakkið hana til með svínakrafti og
svörtum pipar.
Hristið saman vatn og hveiti.
Þykkið sósuna með hveitiblönd-
unni, hrærið nokkrum dropum af
sósulit saman við og látið krauma
við vægan hita í 10 mínútur.
basilíka
oregano
2 lárviðarlauf
Afhýðið skalottlauk, lauk og gul-
rætur. Þvoið kartöflur og sveppi.
Skerið kartöflur, smáar í tvennt og
stærri í fernt, þannig að bitarnir séu
allir svipað stórir. Skerið lauk í
fernt og gulrætur eftir endilöngu og
í bita á stærð við kartöflurnar. Mik-
ilvægt er að grænmetisbitarnir séu
svipaðir að stærð svo þeir bakist
jafnt í ofninum. Athugið að skalott-
laukur og sveppir eru hafðir heilir.
Þegar svínabógurinn hefur eldast
í samtals 5½ klukkustund er hann
tekinn út úr ofninum og færður á
fat. Hellið mestum hluta soðsins
sem eftir verður í ofnskúffunni í
skál en skiljið eftir 3-4 msk.
Blandið skalottlauk, gulrótum,
kartöflum, lauk og lárviðarlaufum
saman í ofnskúffuna og veltið upp
úr afganginum af kjötsoðinu.
Kryddið með svörtum pipar, Sea-