Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Þ að er ekkert smámál þegar ein- staklingur tekur þá ákvörðun að hætta með öllu að neyta áfengra drykkja. Sumir hafa þá afstöðu alla tíð og er það sjálfsagt auðveldara en hinum sem ákveða að loka alveg á slíka neyslu, t.d. á miðjum aldri. Áfengið er allt um kring og þykir ómissandi þáttur í því að „gera sér glaðan dag“ þegar tilefni gefast til. Því gæti virst að þeir sem taka svo erfiða og djarfmannlega ákvörðun séu að segja sig úr hluta samfélagsins. En það reyn- ist auðvitað fjarri lagi. Sérhver fíkn á sína afeitrunaraðferð Sumir þeirra sem „hætta“ hafa komist að þeirri nið- urstöðu að alkóhól og þeir geti ekki lengur átt sam- leið og sá skilnaður hafi jafnvel þegar dregist úr hömlu. Það sanni dæmin mörg og mæðuleg. Segja má að þessir einstaklingar hafi ofnæmi fyrir alkóhóli, jafnvel bráðaofnæmi og séu að bregðast rétt við því. Lengi vel voru töluverðir fordómar gagnvart slíku. Menn gátu því jafnvel ekki leitað sér nauðsynlegrar aðstoðar nema þá erlendis eða með hálfgerðum felu- leikjum á íslenskum sjúkrastofnunum, sem gerðu viðvarandi „bata“ ólíklegri en ella. Síðustu áratugi hefur orðið heillavænleg hug- arfarsbreyting hér sem víða annars staðar og eiga frjáls félagasamtök, eins og SÁÁ, mikla þökk fyrir að stuðla að henni. Þúsundir einstaklinga og fjölskyldur þeirra hafa bjargast fyrir vikið. Ábati þjóðfélagsins af því er svo mikill og öllum svo augljós að óþarfi er að slá á hann fjárhagslegu máli, þótt það kunni að vera hægt. Áfengissýki er ágengur og ólæknandi sjúkdómur og felur dauðann í sér í margvíslegum skilningi sé ekki á honum tekið. En kosturinn við hann, frá leik- mannssjónarmiði horft, er sá, að um leið og eitrinu er úthýst frá „sjúklingnum“ verður sá fljótt samur mað- ur og síðan miklu betri maður en áður. Fyrirferðarmikil fíkn Sumir halda því fram að offita sé orðin eitt helsta heilbrigðisvandamál vestrænna ríkja á síðari árum á sama tíma og hungrið er dauðans alvara í öðrum heimshlutum. Með þessari tengingu er auðvitað ekki gefið í skyn að þeir sem eru í góðum holdum beri meiri ábyrgð á hungruðum heimi en hinir. Satt best að segja er skýringuna á hungurvofunni, því miður, æði oft fremur að finna á heimavelli. Stjórnleysi, spilling, menntunarskortur og hömlulaus græðgi eru stærstu einstöku þættirnir í þeim óhugnaði. Aðrar ástæður eru fyrir offituvanda vestrænna þjóða. Þeir sem slást við offitu eiga ekki miklu auð- veldara með að fást við sinn óvin en áfengisfíklum við sinn. Vissulega snýr vandi offitusjúklinga mun frekar að þeim sjálfum en er í tilfelli þeirra sem berjast við áfengisvanda. Þeir eru ekki hættulegir umhverfi sínu vegna hans, mega aka vélknúnum ökutækjum eftir herlega máltíð eða eftir stórhamborgara, franskar og tveggja lítra gosdrykk, fljúga flugvélum, svo lengi sem þeir komast fyrir frammí og er síst lausari hönd- in eftir að hafa látið illilega undan sínum freistara. En ólíkt áfengissjúklingnum þá geta þeir ekki ein- faldlega hætt. Þeir verða að breyta sér í hófsmenn. Alkóhólisti, sem ekki er kominn á leiðarenda, reynir stundum að finna lausn á sínum vanda með því að gerast hófsemdarmaður. Takist honum það er reynd- ar ólíklegt að hann hafi verið alkóhólisti. Hófsemdin og breytt mataræði eru einu kostir matarfíkilsins, ef meiriháttar líkamlegum inngripum er sleppt. Þeir verða að borða. Þeir stríða því við veikleika sinn og freistingar mörgum sinnum á degi hverjum. Þriðja fíknin? Á þessum stað má kalla verðbólguna til sögunnar. Því er haldið fram að Íslendingar séu verðbólgufíkl- ar. Kannski er eitthvað til í því, og fyrir því kunna þá að vera ástæður. Eins og eðlilegt og sjálfsagt er finn- ast flestir „eignamenn“ á Íslandi í hópi þeirra sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir. Þeir hafa lengi unnið og átt kost á að leggja fyrir. Þegar talað er um eignamenn í þessu tilviki og í almennri umræðu er einatt átt við þá sem eiga orðið skuldlaust eða skuld- lítið íbúðarhúsnæði, bifreið og jafnvel sumarbústað. Allt í einni körfu: Ofát, alkóhólismi, verðbólga og verðtrygging Reykjavíkurbréf 24.01.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.