Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 45
Síðasta ríkisstjórn taldi að þeir sem ættu eitthvað meira en þetta, eftir langan vinnudag, væru auðmenn og þar með réttpíndir með skattlagningu og bæri að hafa af þeim sem fyrst það sem út af stæði. En sú kynslóð, sem er um þessar mundir því sem næst komin í hóp „auðmanna“, eftir skilgreiningu Jóhönnu og Steingríms, átti þrátt fyrir allt um sumt léttara með að eignast eitthvað en sú kynslóð sem nú er að basla við slíkt. Ef fram fer sem horfir þarf að fara langt niður með auðlegðarmörk til að ná til þeirra síðar meir, ef það ólán hendir að fólki, eins fyrr- greindum skötuhjúum, skolar aftur í ráðherrastóla. Fyrri kynslóðin gat slegið lán, fyrir daga verðtrygg- ingar, án þess að nokkuð benti til þess að það væri endurgreiðanlegt af þeim launum sem skuldarinn hefði. Óraunsæ lántaka af þessu tagi reyndist því af- spyrnu skynsamleg, þegar upp var staðið. Þetta var áður en allur almenningur skynjaði, að það sem lagt væri fyrir í bönkum af sparnaði, sem mikið var haft fyrir, var þar geymt á öfugum vöxtum. Verðbólgan var persónulegur hollvinur skuldara, en svarinn óvin- ur hinna. Lengi vel fór engin umræða fram um þetta í þjóðfélaginu. Þeir, ekki síst eldri borgarar, sem veltu hverjum eyri oft áður en eytt var, lögðu allt fyr- ir sem þeir gátu og stóðu svo í biðröðum utan við bankadyr fyrstu dagana eftir hver áramót til að fá vextina sína færða inn í bankabók. Og það stóð eins og stafur á bók að „græddur var hver geymdur eyr- ir“ og ríflega það, því alltaf jókst innstæðan. En gall- inn var sá, að allt, sem hinn harðsótti sparnaður átti að tryggja sparendunum síðar meir, hækkaði mun meira en sparnaðinum nam. En um það var lítið rætt. Lífeyrissjóðirnir voru lítils virði vegna þess að sparn- aður þeirra sætti sömu örlögum. Lífeyrisþegar gátu að vísu bætt sér upp hluta af því tapi með því að fá lán frá sjóðnum sínum til fasteignakaupa. Þar sem það brann upp, eins og annað, hafðist nokkuð upp úr krafsinu. Það er í raun stórmerkilegt rannsóknarefni hversu lengi tókst að plata grandvörustu borgara landsins til að reyna að spara í íslensku bankakerfi við þessar aðstæður. Á seinustu metrum þessa skeiðs gátu séðir menn bætt stöðu sína með því að kaupa verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs með allt að 9 pró- senta vöxtum (!). Þetta var auðvitað fundið fé og þá ekki síst fyrir þá sem höfðu góðan aðgang að bönkum og gátu slegið óverðtryggð lán með öfugum vöxtum til að kaupa slík bréf. Þau voru sannkallað lán. Sérkennilegt tal Í umræðum um verðtryggingu nú, sem iðulega minn- ir helst á kapphlaup berfættra manna í blindaþoku, er ekkert rætt um þessa nýliðnu fortíð og hvernig sparendur voru rændir um hábjartan dag til að næsta kynslóð gæti komið sér þaki yfir höfuðið, án þess að borga sannvirði þess. Nú geta menn valið um það, hvort þeir vilji taka verðtryggt eða óverðtryggt lán í sínum banka og hvort óverðtryggða lánið sé með vexti óbundna í 3-5 ár eða bundna frá upphafi. Samt er í allri umræðu um hugsanlegt afnám verðtrygg- ingar látið eins og engir aðrir kostir en verðtryggð lán séu fyrir hendi. Og allt tengist þetta umræðum um verðbólguna. Og sé það rétt að Íslendingar séu verðbólgufíklar er rétt að skoða hvernig best er að haga baráttunni gegn henni og horfa þá til þeirra tveggja fíkna, af mörgum, sem ræddar voru hér að framan. Sá sam- anburður sýnir strax að baráttunni við verðbólgu svipar meira til baráttunnar gegn ofáti en áfengis- fíkn. Því þótt talað sé um að verðbólga sé illvígt mein, þá er það tal ekki nákvæmt. Verðbólga í kringum 0 gæti bent til þess að þjóðfélagið væri staðnað. Ef mínustala stendur nokkra mánuði í röð fyrir framan mælitöluna gæti það bent til að kreppa væri að grípa um sig í þjóðfélaginu. Því vill enginn án verðbólg- unnar vera. Þess vegna keppast allir seðlabankar heimsins við að tryggja dálitla verðbólgu, t.d. á bilinu 2-3 prósent og þá helst aðeins ofan við fyrri töluna og helst aðeins neðan við hina síðari, eins og það er stundum orðað. Bandaríkin hafa síðustu árin prentað dollarann sinn í óheyrilegu magni og dreift honum við lágmarksverði út í hagkerfið. Þeir hafa treyst því að þetta mætti gera án þess að verðbólga léti á sér kræla, vegna slakans sem varð í bankakreppunni. Enn virðist það fjárhættuspil hafa gengið eftir, en óvíst er hversu lengi það fær staðist án eftirkasta, að búa til fjármuni úr engu. Bandaríkin hafa mikla sérstöðu vegna dollarans og alþjóðlegrar útbtreiðslu hans. Þess vegna sagði Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, í sjónvarpsviðtali að landið myndi „ætíð geta staðið við allar sínar skuldbindingar, hversu miklar sem þær yrðu, því það gæti prentað dollara að þörf- um“. Tilefnið var lækkun matsfyrirtækja á AAA-mati á ríkissjóði Bandaríkjanna. Þetta var auðvitað rétt hjá Greespan, svo langt sem það nær. En slík prent- un í langan tíma hlyti þó óhjákvæmilega að leiða til verðbólgukúfs í Bandaríkjunum fyrr eða síðar. En því svara sumir þarlendir svo, að við núverandi að- stæður kynni það að vera kostur fremur en galli. Því það myndi leiða til þess, að kröfur gjaldeyrisvara- sjóða ríkja, eins og Kína, á Bandaríkin myndu lækka hratt. Það er líka rétt svo langt sem það nær. En þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort bandaríski doll- arinn myndi lengi halda alþjóðlegri stöðu sinni eftir að við blasti að hann væri meðvitað notaður til þess að Bandaríkin þyrftu ekki í raun að standa við skuld- bindingar sínar á alþjóðavísu nema á pappírnum. Þegar það gerðist væru framangreind orð meistara Alans Greenspans hugsanlega orðin að langdýrustu öfugmælum sem heimurinn hefði fengið að heyra. Morgunblaðið/Kristinn * Í umræðum um verðtrygg-ingu nú, sem iðulega minn-ir helst á kapphlaup berfættra manna í blindaþoku, er ekkert rætt um þessa nýliðnu fortíð og hvernig sparendur voru rændir um hábjartan dag til að næsta kynslóð gæti komið sér þaki yfir höfuðið, án þess að borga sann- virði þess. 26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.