Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 46
F yrsta orðið sem hann sagði var hvorki „mamma“ né „pabbi“, held- ur „kerti“. Enginn veit af hverju. En þannig er Kjartan Ólafsson – óútreiknanlegur. Hann fékk ekki endilega bestu spilin úr stokknum þegar hann kom í heiminn en hefur unnið vel úr þeim, nýtur lífsins eins og hver annar sautján ára unglingur. Kjartan er ekki að- eins með Downs-heilkennið, hann er líka með alvarlega greindarskerðingu, er á ein- hverfurófi og með sykursýki. Fyrir vikið mun hann alltaf þurfa á mikilli aðstoð að halda í þessu lífi. Og eiga sér málsvara. Faðir Kjartans, Ólafur Hilmar Sverrisson, og bræður, Gunnar Dofri og Sverrir Ingi, eru hans stoð og stytta í einu og öllu en á engan er hallað þegar fullyrt er að mest mæði á móður hans, Ragnheiði Gunn- arsdóttur hjúkrunarfræðingi. Hún féllst á að segja Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sögu sonar síns vegna þess að henni þykir víða pottur brotinn í kerfinu sem halda á utan um börn með miklar sér- þarfir á Íslandi. „Ég ann Kjartani af öllu mínu hjarta, hann er einstök manneskja,“ segir Ragnheið- ur. „Ég væri ekki sú kona sem ég er nema vegna þess að ég á hann. Kjartan hefur fært mér mun meiri hamingju en erfiðleika en þessi hamingja gæti án efa verið meiri ef kerfið sem við búum við myndi virka betur en það gerir í dag. Því miður er það bæði stirt og ómanneskjulegt. Kerfið er eins og drekinn sem fær alltaf nýtt höfuð þegar þú heggur það gamla af.“ Ekki beint gegn fólkinu Hún grípur til annarrar samlíkingar. „Sonur minn er eins og Afríka! Kerfið sér hann ekki sem heild heldur sem fjölmörg brot. Eins og við þekkjum var Afríku ekki skipt upp út frá hagsmunum fólksins sem býr þar, heldur út frá hagsmunum Evrópubúa, svo þeir ættu auðveldara með að fara ránshendi um álfuna. Sama á við um Kjartan, þörfum hans er skipt upp eftir höfði einhverra allt annarra en þeirra sem best þekkja til þessara þarfa.“ Ragnheiður tekur skýrt fram að hún beini orðum sínum ekki gegn fólkinu sem starfi innan kerfisins, það vilji vel og leggi sig í langflestum tilvikum allt fram. Kerfið sé hins vegar löngu vaxið því yfir höfuð og farið að lifa sjálfstæðu lífi á sínum forsendum en ekki fólksins sem það á að þjóna. Þeirra sem minnst mega sín í þessu samfélagi. „Ég er ekki að barma mér. Myndi aldrei detta það í hug. Á þessum sautján árum sem liðin eru frá því að Kjartan fæddist hef ég hins vegar rekið mig á alltof marga veggi. Vonandi getur mín reynsla orðið til þess að hjálpa öðrum sem standa í sömu sporum og mögulega leitt til langþráðra breytinga. Þetta kerfi þarf smurningar við.“ Sá strax að eitthvað var að Kjartan fæddist í Reykjavík 12. janúar 1997. „Ég gerði mér strax grein fyrir því að eitt- hvað væri að – sá það á augunum á honum,“ segir Ragnheiður en fyrir áttu hún og Ólafur tvo heilbrigða syni. Skömmu eftir fæðinguna kom læknir inn á stofu til hennar. „Þú þarft að tala við mig, ekki satt?“ sagði Ragnheiður. „Já,“ svaraði læknirinn. „Þú ætlar að segja mér að drengurinn minn sé með Downs-heilkennið,“ sagði Ragn- heiður. „Já,“ sagði læknirinn undrandi. „Hvernig vissir þú það?“ Ragnheiður veit ekki af hverju. Líklega móðurlegt innsæi. Tíðindin komu á óvart. Ragnheiður var orðin 35 ára þegar hún átti Kjartan og öllum mæðrum sem náð hafa þeim aldri er boðið upp á legvatnsstungu á meðgöngunni til að ganga úr skugga um að ekkert ami að barninu. Ragnheiður hafnaði því. „Ég vildi ekki vita hvort eitthvað væri að barninu. Hin síðari ár hefur fóstrum markvisst verið eytt komi í ljós að um Downs-heilkenni sé að ræða. Ég gagnrýni alls ekki foreldra sem samþykkja það en persónulega lít ég ekki á það sem mitt hlutverk að ákveða hver á að lifa og hver ekki. Börn með Downs-heilkenni eru líka manneskjur með sama rétt og við hin,“ segir hún. Í dag er tilvonandi mæðrum einnig boðið upp á hnakkaþykktarmælingu til að ganga úr skugga um hvort barnið sé með Downs. Áfall að eignast óheilbrigt barn Kjartan var velkominn í þennan heim. Ragn- heiður viðurkennir eigi að síður að það sé mikið áfall að eignast óheilbrigt barn en seg- ir fjölskylduna hafa fengið frábæran stuðn- ing og þjónustu á fæðingardeildinni. Dýrmæt tengsl hafi myndast en eins og gengur sá hún það fólk ekki meir eftir að hún var út- skrifuð. Þá lá leiðin á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, þar sem sérhæft teymi tók við Kjartani, barnalæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, sjúkraþjálfi og þroskaþjálfi. Sonur minn er eins og Afríka „SONUR MINN ER EINSTÖK MANNESKJA SEM Á SAMA RÉTT Á ÞVÍ AÐ NJÓTA LÍFSINS OG VIÐ HIN. SAMT ER VIÐ RAMMAN REIP AÐ DRAGA, KERF- IÐ ER NEFNILEGA EINS OG DREKINN SEM FÆR ALLTAF NÝTT HÖFUÐ ÞEG- AR ÞÚ HEGGUR ÞAÐ GAMLA AF.“ MEÐ ÞESSUM ORÐUM LÝSIR RAGNHEIÐ- UR GUNNARSDÓTTIR SAUTJÁN ÁRA REYNSLU SINNI AF GLÍMUNNI VIÐ KERFIÐ SEM HALDA Á UTAN UM BÖRN MEÐ MIKLAR SÉRÞARFIR. SONUR HENNAR, KJARTAN ÓLAFSSON, ER MEÐ DOWNS-HEILKENNIÐ, ALVARLEGA GREINDARSKERÐINGU, EINHVERFU OG SYKURSÝKI. RAGNHEIÐUR SEGIR SÖGU HANS EKKI TIL AÐ BARMA SÉR HELDUR TIL AÐ BENDA Á ÚRBÆTUR. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.