Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 48
Þrettán ára gamall hóf Kjartan nám í Klettaskóla, sérskóla á grunnskólastigi. „Sumir þurfa að berjast fyrir því að koma börnunum sínum þangað en við höfðum greiðan aðgang þar sem Kjartan er svo mik- ið fatlaður,“ segir Ragnheiður. Eftir skóla fer Kjartan í Egilshöll, þar sem hann er í viðveru eftir hádegi. Það er frístundaheimili sem Ragnheiður og Ólafur komu á sínum tíma á í samstarfi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. „Kjartan Magnússon sýndi þeirri hug- mynd strax mikinn áhuga og skilning og að þessu er mjög vel staðið,“ segir Ragnheiður. Hún hefur góða reynslu af annarri skammtímavistun, Álfalandi í Fossvogi. Þar sé valinn maður í hverju rúmi. Kom blóðugur úr rútunni Nemendurnir fara með rútu frá Klettaskóla í Egilshöll og einn daginn var haft samband við foreldra þegar í ljós kom að Kjartan var skrámaður og blóðugur eftir ferðina. Við eft- irgrennslan kom í ljós að annar nemandi, sem hefur tilhneigingu til að beita ofbeldi, hafði setið við hliðina á honum á leiðinni í Egilshöll með þessum afleiðingum. Fara þurfti með Kjartan á heilsugæslustöð, þar sem gert var að sárum hans. Hann er enn með ör á hálsi, höndum, baki og maga. Ragnheiður áfellist ekki gerandann, hon- um sé ekki sjálfrátt, en segir umhugs- unarvert hversu flókið var að finna út úr því hver bæri ábyrgðina. Enginn vildi kannast við það í upphafi. „Halda þurfti nokkra fundi til að komast að því að skólinn bæri ábyrgð- ina. Þetta er gott dæmi um kerfi þar sem starfsfólkið er úrvinda og ræður í raun engu. Þegar þú ræður engu viltu ekki heldur bera ábyrgð. Þetta leiðinlega mál leystist á end- anum en bar kerfinu ófagurt vitni.“ Ragnheiður bendir á að margt sé ekki hugsað til enda þegar kemur að lausnum fyrir börn með sérþarfir. Kjartan hóf síðast- liðið haust nám á starfsbraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, sem gengur vel, en dæmið er aldrei reiknað til enda. Meðan haustpróf stóðu yfir gat hann til dæmis bara verið í skólanum til klukkan 12 á hádegi. Viðveran í Egilshöll hefst hins vegar ekki fyrr en klukkan 13. Fjölskyldan varð því að brúa bil- ið á milli. Þá var jólafrí frá 10. desember til 8. janúar og á þeim tíma var ekki um annað að ræða en en að leysa hvern dag fyrir sig. Þetta fyrirkomulag hentar útivinnandi fólki að vonum illa. Elskur að hestum Ragnheiður nefnir fleira. Kjartan á rétt á því að fara í fjóra daga í sumarbúðir fyrir sykursjúk börn norður í Skagafirði. Þar er á hinn bóginn ekki gert ráð fyrir þroskaheft- um börnum, þannig að fjölskyldan þarf að útvega starfsmann með honum. Svo eru það áhugamálin sem Ragnheiður segir að séu kapítuli út af fyrir sig. „Í tilfelli Kjartans þurfum við foreldrarnir að finna út hverju hann hefur áhuga á. Það getur verið snúið enda segir hann okkur það ekki eins og venjulegt barn. Kjartan veit til dæmis hvorki hvað er að æfa fótbolta eða körfu- bolta.. Hann er mikill dýravinur og við fund- um út að hann hefur gaman af því að fara á hestbak. Áður var hann í sjúkraþjálfun á hestbaki á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlðara. Nú býður Hestamannafélagið Hörð- ur í Mosfellsbæ upp á tíma fyrir þroskaheft börn. Mjög góð aðstaða en því miður bara einu sinni í viku. Barn sem æfir fótbolta mætir á æfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku en Kjartan verður að bíða í heila viku eftir að komast aftur á hestbak. Er það sanngjarnt?“ Hann fær þó að fara á hestbak. Ekki er nefnilega sjálfgefið að hægt sé að verða við óskum hans. Þannig hefur Kjartan beðið í ellefu ár eftir að komast í tónlistarnám. Þetta er ekki prentvilla, ellefu ár. Frá Heródesi til Pílatusar Ragnheiður segir ekki óalgengt að foreldrar fatlaðra barna á Íslandi gangi frá Heródesi til Pílatusar. Oft sé dýpra á lausnum en þurfi að vera. Hún nefnir sem dæmi fund sem hún átti með félagsmálastjóra Reykja- víkurborgar fyrir fáeinum árum. „Á þeim fundi, þar sem mér var mjög vel tekið, fékk ég fyrst upplýsingar um það að ég ætti rétt á beingreiðslu í stað stuðningsfjölskyldu, heimilisaðstoðar eða annars slíks á vegum borgarinnar. Við foreldrarnir gætum sem sagt ráðstafað peningunum sjálf og ráðið fólk sem við þekktum og treystum. Þetta voru mikil tíðindi sem ég hefði gjarnan viljað fá fyrr. Enginn hafði séð ástæðu til að benda mér á þennan möguleika. Hvers vegna er þetta svona? Er furða að margt fólk sem stendur að þroskaheftum á Íslandi sé orðið þreytt – og reitt?“ Ragnheiður vill einfalda kerfið, stytta boð- leiðir, auka sjálfstæði og frumkvæði fólks og draga úr forræðishyggjunni. Enginn þekki son hennar betur en hún sjálf og þar af leið- andi sé enginn betur til þess fallinn að taka ákvarðanir um velferð hans. „Ég er orðin þreytt á því að aðrir hafi vit fyrir mér. Fólk vill vel en kerfið er löngu vaxið því yfir höf- uð. Er bara til á eigin forsendum en ekki þeirra sem það á að þjóna. Það er vont kerfi.“ Hún fellst á að ef til vill virki aukið sjálf- stæði ekki fyrir alla aðstandendur barna eins og Kjartans og þess vegna veltir hún upp þeim möguleika að börn með sérþarfir eins og Kjartan fengju sinn persónulega umboðs- mann, sem fylgdi þeim gegnum öll stig kerf- isins. „Þannig myndum við, foreldrarnir, losna við öll þessi flóknu „milliríkja- samskipti“ við kerfið.“ Snýst um gæði en ekki magn Hún segir þessar breytingar alls ekki þurfa að hafa aukinn kostnað í för með sér, jafn- vel verði hægt að fækka starfsfólki innan kerfisins. „Þetta snýst ekki um magn, held- ur gæði. Það er lykilatriði að fólk sem kem- ur að þessum málum hafi til þess burði. Skilji og þekki þarfir skjólstæðinga sinna. Því miður er alltof mikið af ófaglærðu fólki inni í kerfinu, til dæmis skólakrökkum, sem hafa takmarkaðar forsendur en eru öll af vilja gerð til að vinna með þessum börnum. Til þess að börn eins og Kjartan taki fram- förum í þroska þurfa þau á fagfólki að halda.“ Henni þykir kerfið ekki bara þungt í vöf- um heldur líka ómanneskjulegt og kalt. Þeg- ar framtíð sonar hennar ber á góma er hún spurð hvaða „búsetuúrræði“ hún sjái fyrir sér. „Búsetuúrræði,“ segir Ragnheiður og hleypir brúnum. „Þetta er sonur minn! Hann þarf ekki búsetuúrræði – heldur heimili. Samastað þar sem honum líður vel og getur notið sín á sínum forsendum. Annað sem maður er sýknt og heilagt spurður um er hvort maður þurfi frekari „liðveislu“. Hvers- Kjartan ásamt fjöl- skylduhundinum Bangsa. Þeir eru miklir mátar. Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 20–70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRU M RISA- ÚTSALA DIDRIKSONS BARNAÚLPUR 25% AFSLÁTTUR BAKPOKAR 30% AFSLÁTTUR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 00 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.