Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 BÓK VIKUNNAR Í gegnum spegilinn eftir snillinginn Lew- is Carroll er framhald bókarinnar Lísu í Undralandi. Valdimar Briem þýddi og skrifar eftirmála. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Á dögunum las ég bók sem var það spennandi að ég átti erfitt með að leggja hana frá mér. Ég hafði hana því með mér í strætó og las í og úr vinnu. Þessi spennusaga er Gröfin á fjallinu eftir Hjorth Rosenfeldt sem gerði nokkra lukku meðal íslenskra lesenda fyrir jólin enda hin ágætasta afþreying. Bókin endar svo í háspennu sem verður til þess að flestir les- endur munu bíða eftir framhalds- bók. Auðvitað eru það ákveðin meðmæli með bók að maður vilji hafa hana með sér í strætó, en bókin var heppileg fyrir þann ferðamáta vegna þess að hún er auðlesin og það er eiginlega ekki hægt að misskilja neitt í henni, jafnvel þótt maður lesi hratt. Skömmu áður hafði ég lesið aðra bók og aldrei hefði hvarflað að mér að hafa hana með í strætó, einfaldlega vegna þess að lesturinn kallaði stöðugt á at- hyglina. Þessi bók er Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner. Þar skiptast fjölmargar persónur á við að segja söguna og það er fjarska auð- velt að rugla þeim saman og tapa þræði. Sum- ir gefast upp á slíkum bókum. Ég mæli ekki með því að fólk gefist upp á Sem ég lá fyrir dauð- anum. Það er mun meira gef- andi að halda áfram að lesa og hafa við hönd blað og blýant og hripa hjá sér nöfn persóna og helstu einkenni. Að- ferð sem skilar verulega miklu þegar flókin skáldverk eru lesin og er mun skynsamlegri en að góla: „Ég skil þetta ekki.“ Það segir nokkuð um bók hvort maður geti hugsað sér að lesa hana aftur. Sem ég lá fyrir dauðanum er bók sem hægt er að lesa aftur og aftur og koma alltaf auga á eitthvað nýtt. Þess vegna er hún bók sem fer upp í hillu. Gröfin á fjallinu, jafn ágæt afþreying og hún er, kallar ekkert sérstaklega á annan lestur. Og upp í hillu fer bókin ekki, samkvæmt þeirri einföldu og mjög svo skynsamlegu reglu að engin ástæða sé til að eiga bæk- ur sem maður les bara einu sinni. Hér er þó ekki verið að gera lítið úr glæpasög- um og spennubókum því bestu bækur í þeim geira eru klassík, samanber verk Raymond Chandlers, Dashiell Ham- mett og Patriciu Highsmith. Hreint magnaðar bækur, sem fara upp í hillu, og svo vel skrifaðar að maður á að njóta þeirra í notalegheitum en ekki í strætó. Orðanna hljóðan STRÆTÓ- BÓK OG ERFIÐ BÓK A nton Helgi Jónsson hlaut á dögunum fyrsta sætið í hinni árlegu ljóðasamkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör, en um þrjú hundruð ljóð bárust í samkeppnina sem haldin hefur verið síð- ustu þrettán ár. Verðlaunaljóð hans nefnist Horfurnar um miðja vikuna og hann hlaut einnig viðurkenningu dómnefndar fyrir annað ljóð, Föstudagur á Miklu- braut. Þetta er í annað sinn sem Anton Helgi hlýtur Ljóðstafinn, í fyrra skiptið var það árið 2009, en enginn annar verð- launahafi hefur afrekað það. „Ég er himinlifandi. Ég sendi inn nokk- ur ljóð og gerði mér þar með vonir, en ég bjóst samt ekki við því að sigra,“ segir Anton Helgi. „Það er mikið af góðum skáldum og þar á meðal ungt fólk sem yrkir feikilega vel. Mér finnst sérlega áberandi þessi árin hversu margar ungar konur eru að gera góða hluti í ljóðlist.“ Anton Helgi segir ljóðin sem hann sendi inn í keppnina vera úr óbirtri ljóðabók. „Ég á ljóðabók á lager sem hefur beðið lengi en kemur væntanlega út í ár og er safn af litlum sögum úr borginni. Ég hef verið að efna í þessa bók mjög lengi og fékk inspírasjónina eftir aldamót þegar ég eignaðist ljóðasafn Paul McCartneys þar sem eru ljóð og textar frá bítlaárunum og nýrri ljóð. Við lestur þeirrar bókar rifj- aðist upp fyrir mér hvílík áhrif ljóðheimur Bítlanna hafði á mig sem barn. Í kjölfarið fór ég að búa til litlar borgarsögur og skapa skýrar myndir eins og McCartney er svo laginn við.“ Spurður hvort honum finnist mikill ljóðaáhugi vera meðal þjóðarinnar segir Anton Helgi: „Það eru mun fleiri sem lesa skáldsögur en lesa ljóð en það eru fleiri en mann grunar sem hafa áhuga á alls konar ljóðlist. Þótt sá hópur sé kannski ekkert óskaplega stór þá eru ýmsar deild- ir innan hans. Hópur fólks fylgist til dæm- is með hefðbundnum kveðskap og hrífst af vísnagerð en les ekki óbundin nútímaljóð. Mér finnst ljóðaáhugi fólks nokkuð mikill og ef ég tala út frá eigin reynslu þá hef ég á síðustu árum fengið bréf frá ótrúleg- asta fólki sem tjáir sig um skáldskap minn.“ Anton Helgi flutti skemmtilega ræðu við verðlaunaveitinguna sem var haldin í Saln- um í Kópavogi. Hann sagði þar að verð- launaljóðið fengi líkingamál sitt úr heimi hljómlistarmanna og tileinka mætti það Rúnari heitnum Júlíussyni. „Þegar hann var kominn á sextugsaldur heyrði ég einu sinni viðtal við hann í útvarpi. Hann var meðal annars spurður að því hvort hann gerði sér ennþá vonir um að meika það erlendis. Já. Hann gerði sér vonir. Mér finnst eins og hann hafi svarað með brosi í röddinni eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Maður gerir sér vonir meðan maður heldur áfram að reyna.“ Í ræðu sinni sagði Anton Helgi einnig reynslusögu af sjálfum sér þegar hann var tólf ára gamall: „Þá um vorið fékk ég hæstu einkunn í mínum bekk í leikfimi. Það kom mörgum á óvart, ekki síst mér sjálfum. Ég var enginn knattspyrnudreng- ur eins og sumir bekkjarfélagar mínir sem æfðu ekki bara fótbolta heldur líka frjálsar og voru svo góðir að það var næstum því óþarfi fyrir þá að mæta í leikfimiprófið. Ég fór til kennarans til að fá að vita hvers vegna ég hefði orðið hæstur. Ég komst ekki alltaf yfir hestinn, sagði ég við hann, og ég gat ekki alltaf klifrað upp kaðalinn. Þá sagði leikfimikennarinn: Þetta er alveg rétt hjá þér, stundum gast þú ekki alveg allt, en þú varst sá eini sem reyndi alltaf.“ VERÐLAUNALJÓÐ MÆTTI VEL TILEINKA RÚNARI JÚLÍUSSYNI Í smiðju Paul McCartney „Ég hef verið að efna í þessa bók mjög lengi og fékk inspírasjónina eftir aldamót þegar ég eignaðist ljóðasafn Paul McCartneys,“ segir Anton Helgi. Myndin er tekin við verðlaunaveitinguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg ANTON HELGI JÓNSSON HLÝTUR LJÓÐSTAF JÓNS ÚR VÖR Í ANNAÐ SINN. LJÓÐABÓK ER Á LEIÐINNI OG ÞAR VERÐUR VITASKULD AÐ FINNA VERÐLAUNALJÓÐIÐ. Í fimmtugsafmælisgjöf fékk ég Laxness komplett og stendur þar upp úr Sjálfstætt fólk. Einstök lýsing á þvermóðsku og jafnframt þol- gæði sem dugði þjóðinni svo vel. Fyrir nokkrum árum las ég svo bæk- urnar þrjár Himnaríki og helvíti, Harmur engl- anna og Hjarta mannsins eftir hinn frábæra Jón Kalman. Sá lestur svalaði áhuga mínum á sagnfræði og lífsháttum fólks til sveita og harðri lífsbaráttu og gerði mig sérlega áhugasaman um Vestfirði þar sem ég reyndar sit nú í húsi við Mjóafjörð. Skáktyrkjann eftir Robert Löhr las ég á síðasta ári og var mikil skemmtilesning og jafnframt fróð- leikur. Vissi ekkert um þetta fyrirbrigði og gaman að lesa um yfirstéttina í Evrópu á seinni hluta 18. aldar og hversu peningasukk og svall er tímalaust. Söngur Akkilesar eftir Madeline Miller er einstök saga þar sem ástir þeirra Akkilesar og Patróklusar fá uppreisn æru þrátt fyrir að talað og skrifað hafi verið í kringum það í árþúsund. Sannarlega djarft af höfundi en samt svo sjálfsagt fyrir nútímalesandann. Sæmd eftir Guðmund Andra heillaði mig nú um jólin. Einstakur stíll sem gerir mann svo heillaðan af orðunum sjálfum að maður miss- ir þráðinn. Enn og aftur svalar þetta áhuga mínum á íslenskum veru- leika fyrri tima. Mánasteinn eftir Sjón er mögnuð saga ungs manns. Persónu sem gæti svo vel verið í nútímanum en höfundi tekst að gera alveg sjálf- sagða í Reykjavík árið 1918. Ég tel að íslenskir höfundar geti alveg skrifað um íslenska karlmanninn, nútíma meðalmann eða fornar hetjur og gert þær ekki að minni manni þótt þeir kjósi að elska og njóta kynbróður síns. Í UPPÁHALDI JAKOB JAKOBSSON VEITINGAMAÐUR Meðal nýlegra bóka sem veitingamaðurinn góði Jakob Jakobsson hefur dálæti á eru Sæmd eftir Guðmund Andra og Mánasteinn eftir Sjón. Morgunblaðið/Ernir Sjón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.